Ríkið tekur 76 milljarða lán á 0,625 prósent vöxtum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2020 15:15 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar um aðgerðapakka þrjú vegna Covid-19 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ríkissjóður Íslands gaf í dag út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir evra, jafnvirði um 76 milljarða króna, sem bera 0,625 prósent fasta vexti. Að sögn hins opinbera bötnuðu kjör ríkissjóðs um 30 punkta vegna mikillar eftirspurnar í útboðsferlinu. Eftirspurnin á að hafa verið 3,4 milljarðar evra eða nærri sjöfaldri fjárhæð útgáfunnar. Rúmlega 200 eiga að hafa sýnt útboðinu áhuga, eða um helmingi fleiri en í síðustu útgáfu ríkissjóðs. Fjárfestahópurinn samanstendur af seðlabönkum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Evrópu, að sögn stjórnvalda. Skuldabréfin eru á gjalddaga 3. júní 2026 og ávöxtunarkröfunni 0,667 prósent. Fjármálaráðherra og hagfræðingur Viðskiptaráðs eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. „Þessi lántaka er staðfesting á greiðum aðgangi ríkissjóðs að fjármagni á alþjóðamörkuðum og sýnir tiltrú fjárfesta á þann viðnámsþrótt sem byggður hefur verið upp á síðustu árum. Hún eykur getu okkar til að mæta afleiðingum heimsfaraldurs kórónuveiru og endurspeglar mikinn styrk og getu til að sigrast á efnahagslegum afleiðingum hans,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra á vef Stjórnarráðsins. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tjáir sig á svipuðum nótum. Ríkið hafi getað fjármagnað sig á fínum kjörum þó svo að stærsta atvinnugrein landsmanna, ferðaþjónustan, sé botnfrosin. Ágætis þrekpróf fyrir hagkerfið að ríkið geti fjármagnað sig á fínum kjörum erlendis þó að stærsta atvinnugreinin sé stopp og það stefni í einu-sinni-á-öld samdrátt. Um 1,3% álag á þýsk bréf - aðeins 0,5% hærra en fyrir ári síðan.https://t.co/aPiWZE8xdX— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) May 27, 2020 Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Ríkissjóður Íslands gaf í dag út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir evra, jafnvirði um 76 milljarða króna, sem bera 0,625 prósent fasta vexti. Að sögn hins opinbera bötnuðu kjör ríkissjóðs um 30 punkta vegna mikillar eftirspurnar í útboðsferlinu. Eftirspurnin á að hafa verið 3,4 milljarðar evra eða nærri sjöfaldri fjárhæð útgáfunnar. Rúmlega 200 eiga að hafa sýnt útboðinu áhuga, eða um helmingi fleiri en í síðustu útgáfu ríkissjóðs. Fjárfestahópurinn samanstendur af seðlabönkum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Evrópu, að sögn stjórnvalda. Skuldabréfin eru á gjalddaga 3. júní 2026 og ávöxtunarkröfunni 0,667 prósent. Fjármálaráðherra og hagfræðingur Viðskiptaráðs eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. „Þessi lántaka er staðfesting á greiðum aðgangi ríkissjóðs að fjármagni á alþjóðamörkuðum og sýnir tiltrú fjárfesta á þann viðnámsþrótt sem byggður hefur verið upp á síðustu árum. Hún eykur getu okkar til að mæta afleiðingum heimsfaraldurs kórónuveiru og endurspeglar mikinn styrk og getu til að sigrast á efnahagslegum afleiðingum hans,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra á vef Stjórnarráðsins. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tjáir sig á svipuðum nótum. Ríkið hafi getað fjármagnað sig á fínum kjörum þó svo að stærsta atvinnugrein landsmanna, ferðaþjónustan, sé botnfrosin. Ágætis þrekpróf fyrir hagkerfið að ríkið geti fjármagnað sig á fínum kjörum erlendis þó að stærsta atvinnugreinin sé stopp og það stefni í einu-sinni-á-öld samdrátt. Um 1,3% álag á þýsk bréf - aðeins 0,5% hærra en fyrir ári síðan.https://t.co/aPiWZE8xdX— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) May 27, 2020
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50