Neyðarpakki vegna faraldursins samþykktur á Bandaríkjaþingi Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2020 12:03 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, ræddi við fréttamenn áður en þingmenn greiddu atkvæði um neyðarpakkann í gærkvöldi. AP/J. Scott Applewhite Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti neyðarpakka vegna kórónuveiruheimsfaraldursins í nótt. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir neyðarástandi vegna faraldursins í gær og hefur lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Frumvarp fulltrúadeildarinnar felur í sér að landsmenn geti farið í sýnatöku sér að kostnaðarlausu, vinnandi fólk fái greitt veikindaleyfi auk þess sem réttur til atvinnuleysisbóta og mataraðstoðar verður útvíkkaður, að sögn AP-fréttastofunnar. Það var samþykkt með 363 atkvæðum gegn fjörutíu. Búist er við því að öldungadeild þingsins, þar sem Repúblikanaflokkur Trump fer með meirihluta, taki frumvarpið fyrir eftir helgi. „Ég hvet alla repúblikana og demókrata til að taka höndum saman og KJÓSA JÁ! Ég hlakka til að skrifa undir endanlegt frumvarp EINS FLJÓTT OG HÆGT ER!“ tísti Trump í gær. I fully support H.R. 6201: Families First CoronaVirus Response Act, which will be voted on in the House this evening. This Bill will follow my direction for free CoronaVirus tests, and paid sick leave for our impacted American workers. I have directed....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 14, 2020 Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að fólk sem veikist eða þarf að fara í heimasóttkví vegna faraldursins lendi ekki í fjárhagslegu öngstræti. Það á að tryggja vinnandi fólki þriggja mánaða veikindaleyfi. Minni og miðlungsstórum fyrirtækjum verður bættur kostnaðurinn með skattaafslætti. Áður hafði Bandaríkjaþing samþykkt 8,3 milljarða dollara neyðarfjárveitingu vegna veirunnar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi demókrata á þingi, samdi um efni frumvarpsins við Stephen Mnuchin, fjármálaráðherra, í vikunni. Þau hafa bæði boðað annan neyðarpakka vegna faraldursins sem eiga að blása lífi í efnahagslífið. Ákvörðun Trump um að lýsa yfir neyðarástandi gerir honum kleift að ráðstafa allt að fimmtíu milljörðum dollara til alríkis- og ríkisstjórna til að bregðast við útbreiðslu veirunnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02 Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti neyðarpakka vegna kórónuveiruheimsfaraldursins í nótt. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir neyðarástandi vegna faraldursins í gær og hefur lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Frumvarp fulltrúadeildarinnar felur í sér að landsmenn geti farið í sýnatöku sér að kostnaðarlausu, vinnandi fólk fái greitt veikindaleyfi auk þess sem réttur til atvinnuleysisbóta og mataraðstoðar verður útvíkkaður, að sögn AP-fréttastofunnar. Það var samþykkt með 363 atkvæðum gegn fjörutíu. Búist er við því að öldungadeild þingsins, þar sem Repúblikanaflokkur Trump fer með meirihluta, taki frumvarpið fyrir eftir helgi. „Ég hvet alla repúblikana og demókrata til að taka höndum saman og KJÓSA JÁ! Ég hlakka til að skrifa undir endanlegt frumvarp EINS FLJÓTT OG HÆGT ER!“ tísti Trump í gær. I fully support H.R. 6201: Families First CoronaVirus Response Act, which will be voted on in the House this evening. This Bill will follow my direction for free CoronaVirus tests, and paid sick leave for our impacted American workers. I have directed....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 14, 2020 Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að fólk sem veikist eða þarf að fara í heimasóttkví vegna faraldursins lendi ekki í fjárhagslegu öngstræti. Það á að tryggja vinnandi fólki þriggja mánaða veikindaleyfi. Minni og miðlungsstórum fyrirtækjum verður bættur kostnaðurinn með skattaafslætti. Áður hafði Bandaríkjaþing samþykkt 8,3 milljarða dollara neyðarfjárveitingu vegna veirunnar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi demókrata á þingi, samdi um efni frumvarpsins við Stephen Mnuchin, fjármálaráðherra, í vikunni. Þau hafa bæði boðað annan neyðarpakka vegna faraldursins sem eiga að blása lífi í efnahagslífið. Ákvörðun Trump um að lýsa yfir neyðarástandi gerir honum kleift að ráðstafa allt að fimmtíu milljörðum dollara til alríkis- og ríkisstjórna til að bregðast við útbreiðslu veirunnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02 Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira
Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02
Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10