Rúnar um ungu leikmennina í KR: „Eftir hverju ertu að leita sem félagsmaður?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. maí 2020 10:00 Rúnar Kristinsson fagnar síðasta sumar. vísir/getty Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það sé ekki vonbrigði fyrir félagið hversu fáir leikmenn hafi komið í gegnum yngri flokka starf félagsins síðustu árin en hann segir að þegar krafan sé á titil á hverju ári þurfi hann að spila bestu fótboltamönnunum. Rúnar settist niður með Dr. Football, Hjörvari Hafliðasyni, í gær þar sem hann ræddi komandi tímabil. Hann var meðal annars spurður hvort að það væru vonbrigði fyrir þjálfarann persónulega hversu fáir hafa komið upp úr starfinu vestur í bæ undanfarin ár. „Ég get varla kallað það vonbrigði. Ef að þú ert með lið sem að þú vilt að verði Íslandsmeistari þá þarft þú, ef að þú ætlar að komast inn í KR-liðið, að verða einn af 30 til 40 bestu leikmönnum á Íslandi, til að komast í byrjunarliðið. Ef þú ætlar að komast í hópinn þarftu að vera einn af 50 til 60, eða ég veit ekki alveg. Þú skilur hvert ég er að fara,“ sagði Rúnar. „Við viljum alltaf vinna. Ég er ráðinn til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn og þá þarf ég að vera með bestu fótboltamennina og besta liðið á Íslandi. Ef að ég ætla að taka tvo efnilega stráka í KR sem eru ekki alveg tilbúnir og gefa þeim sénsinn eitt tímabil til þess að brjótast í gegn, það gæti skipt því máli að þú tapir Íslandsmeistaratitlinum.“ Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Rúnar Kristinsson (3/6) Rúnar segir að það sé val félagsins að reyna vinna titil á hverju ári og hvert félag sé svo með mismunandi stefnu. „Eigum við að bíða í tvö ár í viðbót og vonast eftir þessum strákum en svo klikkar það? Þú þarft að vera mjög góður. Við eigum þessa stráka til. Við getum farið aftur tímann og skoðað fullt af leikmönnum sem KR hefur búið til. Breiðablik er búið að gera frábæra hluti í gegnum tíðina og selja fullt út. Ef að það er þeirra hagur og þeirra markmið þá er það glæsilegt en þeir eiga einn Íslandsmeistaratitil. Eftir hverju ertu að leita sem félagsmaður? KR vill alltaf bara vinna. Það er bara þannig.“ „Finnur Tómas spilaði í fyrra, átján ára og hann er nægilega góður til þess að spila. Ef að þú ert nægilega góður þá skiptir engu máli hvað þú heitir. Skúli Jón er búinn að fara þarna í gegn. Albert Guðmundsson komst aldrei þarna í gegn því hann var svo góður og Rúnar Alex komst aldrei líka því í meistaraflokkinn því hann var of góður.“ Frábærir í dag en eftir tvö ár eru þeir komnir með kærustu og byrjaðir að reykja Næst barst talið að kúlturnum í KR og bar Hjörvar meðal annars saman muninn í Breiðablik og KR en hann spilaði með báðum félögum. Hann segir að hann hafi fundið muninn á því hversu viljugir yngri menn voru í Breiðabliki en ekki í KR. „Það koma upp misjafnar kynslóðir og stundum erum við með frábæra yngri flokka og frábær lið. 3. flokkur varð Íslandsmeistari í fyrra og þar eru fullt af flottum strákum og svo þegar þú kemur í 2. flokk og ert að fá tækifæri að æfa með meistaraflokki kemur í ljós úr hverju menn eru gerðir. Fullt af flottustu og efnilegustu knattspyrnumönnum landsins í gegnum tíðina þeir hættu átján ára. Þeir fóru bara í háskólann, fóru í nám eða höfðu á einhverju öðru. Það eru fullt af foreldrum í KR sem eiga fimmtán ára krakka og þeir eru frábærir í dag en eftir tvö ár eru þeir komnir með kærustu og byrjaðir að reykja.“ „Við getum ekki dæmt þetta af tólf eða fimmtán ára strák. Karakterinn kemur í ljós þegar þú ert sautján eða átján ára. Það er alltaf verið að gagnrýna KR fyrir þetta. Auðvitað erum við búnir að vinna titla í gegnum tíðina en Theodór Elmar er uppalinn KR-ingur, Kjartan Henry, Rúnar Kristinsson, Brynjar Björn, Indriði Sigurðsson, Guðmundur Andri, Albert, Rúnar Alex. Við seldum Stefán Loga út, Jónas Guðna, Guðjón Baldvinsson. Gary Martin fór út. KR er búið að gera fullt af góðum hlutum í að búa til frábæra fótboltamenn.“ Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það sé ekki vonbrigði fyrir félagið hversu fáir leikmenn hafi komið í gegnum yngri flokka starf félagsins síðustu árin en hann segir að þegar krafan sé á titil á hverju ári þurfi hann að spila bestu fótboltamönnunum. Rúnar settist niður með Dr. Football, Hjörvari Hafliðasyni, í gær þar sem hann ræddi komandi tímabil. Hann var meðal annars spurður hvort að það væru vonbrigði fyrir þjálfarann persónulega hversu fáir hafa komið upp úr starfinu vestur í bæ undanfarin ár. „Ég get varla kallað það vonbrigði. Ef að þú ert með lið sem að þú vilt að verði Íslandsmeistari þá þarft þú, ef að þú ætlar að komast inn í KR-liðið, að verða einn af 30 til 40 bestu leikmönnum á Íslandi, til að komast í byrjunarliðið. Ef þú ætlar að komast í hópinn þarftu að vera einn af 50 til 60, eða ég veit ekki alveg. Þú skilur hvert ég er að fara,“ sagði Rúnar. „Við viljum alltaf vinna. Ég er ráðinn til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn og þá þarf ég að vera með bestu fótboltamennina og besta liðið á Íslandi. Ef að ég ætla að taka tvo efnilega stráka í KR sem eru ekki alveg tilbúnir og gefa þeim sénsinn eitt tímabil til þess að brjótast í gegn, það gæti skipt því máli að þú tapir Íslandsmeistaratitlinum.“ Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Rúnar Kristinsson (3/6) Rúnar segir að það sé val félagsins að reyna vinna titil á hverju ári og hvert félag sé svo með mismunandi stefnu. „Eigum við að bíða í tvö ár í viðbót og vonast eftir þessum strákum en svo klikkar það? Þú þarft að vera mjög góður. Við eigum þessa stráka til. Við getum farið aftur tímann og skoðað fullt af leikmönnum sem KR hefur búið til. Breiðablik er búið að gera frábæra hluti í gegnum tíðina og selja fullt út. Ef að það er þeirra hagur og þeirra markmið þá er það glæsilegt en þeir eiga einn Íslandsmeistaratitil. Eftir hverju ertu að leita sem félagsmaður? KR vill alltaf bara vinna. Það er bara þannig.“ „Finnur Tómas spilaði í fyrra, átján ára og hann er nægilega góður til þess að spila. Ef að þú ert nægilega góður þá skiptir engu máli hvað þú heitir. Skúli Jón er búinn að fara þarna í gegn. Albert Guðmundsson komst aldrei þarna í gegn því hann var svo góður og Rúnar Alex komst aldrei líka því í meistaraflokkinn því hann var of góður.“ Frábærir í dag en eftir tvö ár eru þeir komnir með kærustu og byrjaðir að reykja Næst barst talið að kúlturnum í KR og bar Hjörvar meðal annars saman muninn í Breiðablik og KR en hann spilaði með báðum félögum. Hann segir að hann hafi fundið muninn á því hversu viljugir yngri menn voru í Breiðabliki en ekki í KR. „Það koma upp misjafnar kynslóðir og stundum erum við með frábæra yngri flokka og frábær lið. 3. flokkur varð Íslandsmeistari í fyrra og þar eru fullt af flottum strákum og svo þegar þú kemur í 2. flokk og ert að fá tækifæri að æfa með meistaraflokki kemur í ljós úr hverju menn eru gerðir. Fullt af flottustu og efnilegustu knattspyrnumönnum landsins í gegnum tíðina þeir hættu átján ára. Þeir fóru bara í háskólann, fóru í nám eða höfðu á einhverju öðru. Það eru fullt af foreldrum í KR sem eiga fimmtán ára krakka og þeir eru frábærir í dag en eftir tvö ár eru þeir komnir með kærustu og byrjaðir að reykja.“ „Við getum ekki dæmt þetta af tólf eða fimmtán ára strák. Karakterinn kemur í ljós þegar þú ert sautján eða átján ára. Það er alltaf verið að gagnrýna KR fyrir þetta. Auðvitað erum við búnir að vinna titla í gegnum tíðina en Theodór Elmar er uppalinn KR-ingur, Kjartan Henry, Rúnar Kristinsson, Brynjar Björn, Indriði Sigurðsson, Guðmundur Andri, Albert, Rúnar Alex. Við seldum Stefán Loga út, Jónas Guðna, Guðjón Baldvinsson. Gary Martin fór út. KR er búið að gera fullt af góðum hlutum í að búa til frábæra fótboltamenn.“
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira