Arnar hljóp fyrsta maraþonið án undirbúnings og sló 26 ára met - Valdi hlaupin eftir að Martin fékk landsliðssæti Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 18:00 Arnar Pétursson var gestur í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT Arnar Pétursson var á kafi í körfubolta þegar hann kom foreldrum sínum og fleirum í opna skjöldu með því að hlaupa maraþon 18 ára gamall, og slá 26 ára gamalt Íslandsmet. Arnar er án vafa fremsti maraþonhlaupari Íslands í dag en hann hefur komið fyrstur í mark í heilu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu fjögur síðustu ár í röð. Hann vann hlaupið í fyrsta sinn árið 2011 eftir að hafa óvænt keppt árið 2009 og náð frábærum árangri þrátt fyrir engan sérstakan undirbúning: „Ég fer 18 ára og skrái mig í Reykjavíkurmaraþonið. Þetta var þá í fyrsta sinn sem það var ekki landsliðsverkefni hjá yngri landsliðunum í körfubolta, þannig að ég gat mætt. Ég ákvað þetta bara með 2-3 vikna fyrirvara og lét mömmu og pabba vita í einhverju matarboði. Það var eins og að fólk missti bara hnífapörin á diskana við þetta, eins og að ég hefði ákveðið að stökkva úr flugvél með enga fallhlíf,“ sagði Arnar í Sportinu í dag. Foreldrarnir á leið út á Nes þegar Arnar var að koma í mark „Í fyrsta lagi hafði enginn trú á að ég gæti gert þetta og svo fannst fólki þetta bara galið. Eini undirbúningurinn minn var í raun að búa til playlista fyrir hlaupið – ákveða hvaða lög ég vildi hlusta á. Ég ákvað líka að labba á öllum drykkjarstöðvunum, borða banana þar og svona, og ég var að hlaupa með einhverjum hópi sem ég þurfti svo alltaf að spretta til að ná á milli drykkjarstöðva. En þetta endaði með því að ég varð í 2. sæti af Íslendingum, og sló eitthvað 26 ára gamalt Íslandsmet í flokki 20-22 ára, og 18-20 ára, og hljóp vel undir þremur klukkustundum. Þá var ljóst að þetta lægi svolítið vel fyrir manni,“ sagði Arnar sem kom foreldrum sínum svo sannarlega á óvart: „Þau bjuggust ekki við mér í markinu svona snemma. Þau voru á leiðinni út á Seltjarnarnes til að ná að horfa á mig, þegar þau voru látin vita að ég væri að koma í mark. Þau bjuggust ekki við mér á þessum tíma og ekki ég heldur eiginlega. Ég vissi ekki hvort þetta væri gott eða slæmt, ég hljóp bara eins og mér fannst þægilegt að hlaupa. Þegar ég kom í mark fékk ég svo einhvern miða sem á stóð að ég þyrfti að mæta í verðlaunaafhendingu. Það var svo ekki fyrr en tveimur árum seinna sem ég fór í hlaupin af alvöru.“ Martin fékk landsliðssætið og þá var ekki aftur snúið Hlaupin tóku sem sagt við af körfuboltanum og þar spilaði inn í að Martin nokkur Hermannsson var valinn fram yfir Arnar í U20-landsliðið á sínum tíma. „Þegar ég var í fótbolta og körfubolta fór ég aldrei út að hlaupa tíu kílómetra bara af því að mér þætti það einhver snilld. Langt því frá. Ég hljóp alltaf á eftir bolta. Það var svo ekki fyrr en í U20-landsliðinu í körfubolta, að ég ákvað að fara í útskriftarferðina í Versló og missti því af fyrstu tveimur æfingunum, og ég var á endanum „þrettándi maður“ í landsliðshópnum en tólf fóru út. Fyrir mér á þeim tíma þá leit þetta út fyrir að vera barátta á milli mín og Martins Hermannssonar. Hann er þó ´94-módel og þremur árum yngri, en var samt valinn í U20-landsliðið. Mér fannst að ég ætti að vera valinn, en ég held að það hafi verið mjög gott fyrir báða aðila að þetta færi svona. Ég ákvað þá í byrjun sumars að prófa að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið, eftir að hafa ekkert æft fyrir fyrsta hlaupið, og það endaði þá með því að ég vann hlaupið, fyrstur af bæði útlendingum og Íslendingum. Þá sá maður að þetta væri vettvangur þar sem að allt væri genatískt með mér, öfugt við í körfunni þar sem ég er nú ekki tveir metrar á hæð. Hlaupin lágu fyrir manni,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í dag - Arnar Pétursson um hvernig hann byrjaði í langhlaupum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Sportið í dag Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sjá meira
Arnar Pétursson var á kafi í körfubolta þegar hann kom foreldrum sínum og fleirum í opna skjöldu með því að hlaupa maraþon 18 ára gamall, og slá 26 ára gamalt Íslandsmet. Arnar er án vafa fremsti maraþonhlaupari Íslands í dag en hann hefur komið fyrstur í mark í heilu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu fjögur síðustu ár í röð. Hann vann hlaupið í fyrsta sinn árið 2011 eftir að hafa óvænt keppt árið 2009 og náð frábærum árangri þrátt fyrir engan sérstakan undirbúning: „Ég fer 18 ára og skrái mig í Reykjavíkurmaraþonið. Þetta var þá í fyrsta sinn sem það var ekki landsliðsverkefni hjá yngri landsliðunum í körfubolta, þannig að ég gat mætt. Ég ákvað þetta bara með 2-3 vikna fyrirvara og lét mömmu og pabba vita í einhverju matarboði. Það var eins og að fólk missti bara hnífapörin á diskana við þetta, eins og að ég hefði ákveðið að stökkva úr flugvél með enga fallhlíf,“ sagði Arnar í Sportinu í dag. Foreldrarnir á leið út á Nes þegar Arnar var að koma í mark „Í fyrsta lagi hafði enginn trú á að ég gæti gert þetta og svo fannst fólki þetta bara galið. Eini undirbúningurinn minn var í raun að búa til playlista fyrir hlaupið – ákveða hvaða lög ég vildi hlusta á. Ég ákvað líka að labba á öllum drykkjarstöðvunum, borða banana þar og svona, og ég var að hlaupa með einhverjum hópi sem ég þurfti svo alltaf að spretta til að ná á milli drykkjarstöðva. En þetta endaði með því að ég varð í 2. sæti af Íslendingum, og sló eitthvað 26 ára gamalt Íslandsmet í flokki 20-22 ára, og 18-20 ára, og hljóp vel undir þremur klukkustundum. Þá var ljóst að þetta lægi svolítið vel fyrir manni,“ sagði Arnar sem kom foreldrum sínum svo sannarlega á óvart: „Þau bjuggust ekki við mér í markinu svona snemma. Þau voru á leiðinni út á Seltjarnarnes til að ná að horfa á mig, þegar þau voru látin vita að ég væri að koma í mark. Þau bjuggust ekki við mér á þessum tíma og ekki ég heldur eiginlega. Ég vissi ekki hvort þetta væri gott eða slæmt, ég hljóp bara eins og mér fannst þægilegt að hlaupa. Þegar ég kom í mark fékk ég svo einhvern miða sem á stóð að ég þyrfti að mæta í verðlaunaafhendingu. Það var svo ekki fyrr en tveimur árum seinna sem ég fór í hlaupin af alvöru.“ Martin fékk landsliðssætið og þá var ekki aftur snúið Hlaupin tóku sem sagt við af körfuboltanum og þar spilaði inn í að Martin nokkur Hermannsson var valinn fram yfir Arnar í U20-landsliðið á sínum tíma. „Þegar ég var í fótbolta og körfubolta fór ég aldrei út að hlaupa tíu kílómetra bara af því að mér þætti það einhver snilld. Langt því frá. Ég hljóp alltaf á eftir bolta. Það var svo ekki fyrr en í U20-landsliðinu í körfubolta, að ég ákvað að fara í útskriftarferðina í Versló og missti því af fyrstu tveimur æfingunum, og ég var á endanum „þrettándi maður“ í landsliðshópnum en tólf fóru út. Fyrir mér á þeim tíma þá leit þetta út fyrir að vera barátta á milli mín og Martins Hermannssonar. Hann er þó ´94-módel og þremur árum yngri, en var samt valinn í U20-landsliðið. Mér fannst að ég ætti að vera valinn, en ég held að það hafi verið mjög gott fyrir báða aðila að þetta færi svona. Ég ákvað þá í byrjun sumars að prófa að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið, eftir að hafa ekkert æft fyrir fyrsta hlaupið, og það endaði þá með því að ég vann hlaupið, fyrstur af bæði útlendingum og Íslendingum. Þá sá maður að þetta væri vettvangur þar sem að allt væri genatískt með mér, öfugt við í körfunni þar sem ég er nú ekki tveir metrar á hæð. Hlaupin lágu fyrir manni,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í dag - Arnar Pétursson um hvernig hann byrjaði í langhlaupum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Sportið í dag Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sjá meira