Arnar hljóp fyrsta maraþonið án undirbúnings og sló 26 ára met - Valdi hlaupin eftir að Martin fékk landsliðssæti Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 18:00 Arnar Pétursson var gestur í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT Arnar Pétursson var á kafi í körfubolta þegar hann kom foreldrum sínum og fleirum í opna skjöldu með því að hlaupa maraþon 18 ára gamall, og slá 26 ára gamalt Íslandsmet. Arnar er án vafa fremsti maraþonhlaupari Íslands í dag en hann hefur komið fyrstur í mark í heilu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu fjögur síðustu ár í röð. Hann vann hlaupið í fyrsta sinn árið 2011 eftir að hafa óvænt keppt árið 2009 og náð frábærum árangri þrátt fyrir engan sérstakan undirbúning: „Ég fer 18 ára og skrái mig í Reykjavíkurmaraþonið. Þetta var þá í fyrsta sinn sem það var ekki landsliðsverkefni hjá yngri landsliðunum í körfubolta, þannig að ég gat mætt. Ég ákvað þetta bara með 2-3 vikna fyrirvara og lét mömmu og pabba vita í einhverju matarboði. Það var eins og að fólk missti bara hnífapörin á diskana við þetta, eins og að ég hefði ákveðið að stökkva úr flugvél með enga fallhlíf,“ sagði Arnar í Sportinu í dag. Foreldrarnir á leið út á Nes þegar Arnar var að koma í mark „Í fyrsta lagi hafði enginn trú á að ég gæti gert þetta og svo fannst fólki þetta bara galið. Eini undirbúningurinn minn var í raun að búa til playlista fyrir hlaupið – ákveða hvaða lög ég vildi hlusta á. Ég ákvað líka að labba á öllum drykkjarstöðvunum, borða banana þar og svona, og ég var að hlaupa með einhverjum hópi sem ég þurfti svo alltaf að spretta til að ná á milli drykkjarstöðva. En þetta endaði með því að ég varð í 2. sæti af Íslendingum, og sló eitthvað 26 ára gamalt Íslandsmet í flokki 20-22 ára, og 18-20 ára, og hljóp vel undir þremur klukkustundum. Þá var ljóst að þetta lægi svolítið vel fyrir manni,“ sagði Arnar sem kom foreldrum sínum svo sannarlega á óvart: „Þau bjuggust ekki við mér í markinu svona snemma. Þau voru á leiðinni út á Seltjarnarnes til að ná að horfa á mig, þegar þau voru látin vita að ég væri að koma í mark. Þau bjuggust ekki við mér á þessum tíma og ekki ég heldur eiginlega. Ég vissi ekki hvort þetta væri gott eða slæmt, ég hljóp bara eins og mér fannst þægilegt að hlaupa. Þegar ég kom í mark fékk ég svo einhvern miða sem á stóð að ég þyrfti að mæta í verðlaunaafhendingu. Það var svo ekki fyrr en tveimur árum seinna sem ég fór í hlaupin af alvöru.“ Martin fékk landsliðssætið og þá var ekki aftur snúið Hlaupin tóku sem sagt við af körfuboltanum og þar spilaði inn í að Martin nokkur Hermannsson var valinn fram yfir Arnar í U20-landsliðið á sínum tíma. „Þegar ég var í fótbolta og körfubolta fór ég aldrei út að hlaupa tíu kílómetra bara af því að mér þætti það einhver snilld. Langt því frá. Ég hljóp alltaf á eftir bolta. Það var svo ekki fyrr en í U20-landsliðinu í körfubolta, að ég ákvað að fara í útskriftarferðina í Versló og missti því af fyrstu tveimur æfingunum, og ég var á endanum „þrettándi maður“ í landsliðshópnum en tólf fóru út. Fyrir mér á þeim tíma þá leit þetta út fyrir að vera barátta á milli mín og Martins Hermannssonar. Hann er þó ´94-módel og þremur árum yngri, en var samt valinn í U20-landsliðið. Mér fannst að ég ætti að vera valinn, en ég held að það hafi verið mjög gott fyrir báða aðila að þetta færi svona. Ég ákvað þá í byrjun sumars að prófa að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið, eftir að hafa ekkert æft fyrir fyrsta hlaupið, og það endaði þá með því að ég vann hlaupið, fyrstur af bæði útlendingum og Íslendingum. Þá sá maður að þetta væri vettvangur þar sem að allt væri genatískt með mér, öfugt við í körfunni þar sem ég er nú ekki tveir metrar á hæð. Hlaupin lágu fyrir manni,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í dag - Arnar Pétursson um hvernig hann byrjaði í langhlaupum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Sportið í dag Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Arnar Pétursson var á kafi í körfubolta þegar hann kom foreldrum sínum og fleirum í opna skjöldu með því að hlaupa maraþon 18 ára gamall, og slá 26 ára gamalt Íslandsmet. Arnar er án vafa fremsti maraþonhlaupari Íslands í dag en hann hefur komið fyrstur í mark í heilu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu fjögur síðustu ár í röð. Hann vann hlaupið í fyrsta sinn árið 2011 eftir að hafa óvænt keppt árið 2009 og náð frábærum árangri þrátt fyrir engan sérstakan undirbúning: „Ég fer 18 ára og skrái mig í Reykjavíkurmaraþonið. Þetta var þá í fyrsta sinn sem það var ekki landsliðsverkefni hjá yngri landsliðunum í körfubolta, þannig að ég gat mætt. Ég ákvað þetta bara með 2-3 vikna fyrirvara og lét mömmu og pabba vita í einhverju matarboði. Það var eins og að fólk missti bara hnífapörin á diskana við þetta, eins og að ég hefði ákveðið að stökkva úr flugvél með enga fallhlíf,“ sagði Arnar í Sportinu í dag. Foreldrarnir á leið út á Nes þegar Arnar var að koma í mark „Í fyrsta lagi hafði enginn trú á að ég gæti gert þetta og svo fannst fólki þetta bara galið. Eini undirbúningurinn minn var í raun að búa til playlista fyrir hlaupið – ákveða hvaða lög ég vildi hlusta á. Ég ákvað líka að labba á öllum drykkjarstöðvunum, borða banana þar og svona, og ég var að hlaupa með einhverjum hópi sem ég þurfti svo alltaf að spretta til að ná á milli drykkjarstöðva. En þetta endaði með því að ég varð í 2. sæti af Íslendingum, og sló eitthvað 26 ára gamalt Íslandsmet í flokki 20-22 ára, og 18-20 ára, og hljóp vel undir þremur klukkustundum. Þá var ljóst að þetta lægi svolítið vel fyrir manni,“ sagði Arnar sem kom foreldrum sínum svo sannarlega á óvart: „Þau bjuggust ekki við mér í markinu svona snemma. Þau voru á leiðinni út á Seltjarnarnes til að ná að horfa á mig, þegar þau voru látin vita að ég væri að koma í mark. Þau bjuggust ekki við mér á þessum tíma og ekki ég heldur eiginlega. Ég vissi ekki hvort þetta væri gott eða slæmt, ég hljóp bara eins og mér fannst þægilegt að hlaupa. Þegar ég kom í mark fékk ég svo einhvern miða sem á stóð að ég þyrfti að mæta í verðlaunaafhendingu. Það var svo ekki fyrr en tveimur árum seinna sem ég fór í hlaupin af alvöru.“ Martin fékk landsliðssætið og þá var ekki aftur snúið Hlaupin tóku sem sagt við af körfuboltanum og þar spilaði inn í að Martin nokkur Hermannsson var valinn fram yfir Arnar í U20-landsliðið á sínum tíma. „Þegar ég var í fótbolta og körfubolta fór ég aldrei út að hlaupa tíu kílómetra bara af því að mér þætti það einhver snilld. Langt því frá. Ég hljóp alltaf á eftir bolta. Það var svo ekki fyrr en í U20-landsliðinu í körfubolta, að ég ákvað að fara í útskriftarferðina í Versló og missti því af fyrstu tveimur æfingunum, og ég var á endanum „þrettándi maður“ í landsliðshópnum en tólf fóru út. Fyrir mér á þeim tíma þá leit þetta út fyrir að vera barátta á milli mín og Martins Hermannssonar. Hann er þó ´94-módel og þremur árum yngri, en var samt valinn í U20-landsliðið. Mér fannst að ég ætti að vera valinn, en ég held að það hafi verið mjög gott fyrir báða aðila að þetta færi svona. Ég ákvað þá í byrjun sumars að prófa að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið, eftir að hafa ekkert æft fyrir fyrsta hlaupið, og það endaði þá með því að ég vann hlaupið, fyrstur af bæði útlendingum og Íslendingum. Þá sá maður að þetta væri vettvangur þar sem að allt væri genatískt með mér, öfugt við í körfunni þar sem ég er nú ekki tveir metrar á hæð. Hlaupin lágu fyrir manni,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í dag - Arnar Pétursson um hvernig hann byrjaði í langhlaupum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Sportið í dag Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira