Egypskir læknar kenna stjórnvöldum um dauða félaga sinna Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2020 16:50 Heilbrigðisstarfsmaður á sjúkrahúsi í Kaíró rýnir í röntgenmynd af lungum. Kórónuveirufaraldurinn er ekki í rénun í Egyptalandi og læknar varar við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álagi. Vísir/EPA Dauði lækna í kórónuveirufaraldrinum er á ábyrgð egypskra heilbrigðisyfirvalda, að sögn þarlendra læknasamtaka. Þau saka yfirvöld um vanrækslu og vara við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álagi. Nítján læknar eru látnir vegna kórónuveirusýkingar og 350 aðrir hafa smitast, að sögn samtaka egypskra lækna. Ástæðuna segja þau skort á hlífðarbúnaði og sjúkrarúmum fyrir sýkt starfsfólk, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðisráðherrann hafnar gagnrýninni og fullyrðir að nægur búnaður sé til staðar, heilbrigðisstarfsfólk hafi fengið bestu meðferð sem kostur var á. Hann þrætir einnig fyrir tölu látinna lækna og segir þá í raun vera ellefu. Hátt í átta hundruð manns hafa látið lífið í Egyptalandi til þessa og um 18.000 smit hafa greinst. Sóttvarnasjúkrahús eru sögð við það að fyllast og að engin merki sé um að faraldurinn sé í rénun. Læknasamtökin gáfu frá sér yfirlýsingu sína eftir að Walid Yehia, 31 árs gamall læknir, lést úr Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Ekki var pláss til að leggja hann inn á sóttvarnaspítala í höfuðborginni Kaíró. „Heilbrigðisráðuneytið hefur skyldu gagnvart læknum sem fórna lífi sínu á framlínunni í að verja öryggi heimalandsins,“ segja samtökin. Yfirvöld verði að veita þeim nauðsynlegan hlífðarbúnað og skjóta læknismeðferð ef þeir veikjast við störf sín. Egyptaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Dauði lækna í kórónuveirufaraldrinum er á ábyrgð egypskra heilbrigðisyfirvalda, að sögn þarlendra læknasamtaka. Þau saka yfirvöld um vanrækslu og vara við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álagi. Nítján læknar eru látnir vegna kórónuveirusýkingar og 350 aðrir hafa smitast, að sögn samtaka egypskra lækna. Ástæðuna segja þau skort á hlífðarbúnaði og sjúkrarúmum fyrir sýkt starfsfólk, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðisráðherrann hafnar gagnrýninni og fullyrðir að nægur búnaður sé til staðar, heilbrigðisstarfsfólk hafi fengið bestu meðferð sem kostur var á. Hann þrætir einnig fyrir tölu látinna lækna og segir þá í raun vera ellefu. Hátt í átta hundruð manns hafa látið lífið í Egyptalandi til þessa og um 18.000 smit hafa greinst. Sóttvarnasjúkrahús eru sögð við það að fyllast og að engin merki sé um að faraldurinn sé í rénun. Læknasamtökin gáfu frá sér yfirlýsingu sína eftir að Walid Yehia, 31 árs gamall læknir, lést úr Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Ekki var pláss til að leggja hann inn á sóttvarnaspítala í höfuðborginni Kaíró. „Heilbrigðisráðuneytið hefur skyldu gagnvart læknum sem fórna lífi sínu á framlínunni í að verja öryggi heimalandsins,“ segja samtökin. Yfirvöld verði að veita þeim nauðsynlegan hlífðarbúnað og skjóta læknismeðferð ef þeir veikjast við störf sín.
Egyptaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira