Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2020 15:22 Verkefnastjórnin telur að heimildir lögreglu, meðal annars í tengslum við frávísun, verði að vera alveg á hreinu. Vísir/Vilhelm Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma, þegar umferð um Keflavíkurflugvöll fari að aukast á ný. Skýrsla verkefnastjórnarinnar var afhent ráðherra í gær og birtist á vef Stjórnarráðsins í dag. Skýrslunnar hefur verið beðið með eftirvæntingu enda er hún liður í því að hægt verði að opna Ísland fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Líkt og komið hefur fram á Vísi í dag er skýrslan viðamikil en þar er meðal annars tæpt á því hvað lögregla geti gert ætli einhver sem komi til landsins sér ekki að fylgja þeim sóttvarnarráðstöfunum sem eru í gildi. Segir í skýrslunni í kafla um áskoranir og úrlausnarefni lögreglu að eftirfylgni með þeim einstaklingum geti verið erfið í framkvæmd, og þegar hafi komið upp dæmi þar sem lögregla hafi þurft að hafa slík afskipti af fólki. „Þegar og ef umferð um FLE fer að aukast þarf að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hefur til að bregðast við gagnvart þeim sem ljóst þykir að ætla ekki að hlíta sóttvarnaráðstöfunum eins og sóttkví, þ.m.t. frávísun.“ Þannig sé til skoðunar að flytja frávísunarheimild sem byggi á almannaheilbrigði frá Útlendingastofnun til lögreglunnar en bent er á að liggja þurfi alveg ljóst fyrir hvort heimilt sé að vísa útlendingi frá landi við komu þrátt fyrir að ekki sé unnt að staðfesta smitsjúkdóm. Það sé þó ekki á starfssviði verkefnastjórnarinnar að gera tillögur í þeim efnum en samkvæmt upplýsingum sem koma fram í skýrslunni hefur ríkislögreglustjóra verið falið að leiða vinnuhóp sem meðal annars eigi að fjalla um þessi álitaefni. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma, þegar umferð um Keflavíkurflugvöll fari að aukast á ný. Skýrsla verkefnastjórnarinnar var afhent ráðherra í gær og birtist á vef Stjórnarráðsins í dag. Skýrslunnar hefur verið beðið með eftirvæntingu enda er hún liður í því að hægt verði að opna Ísland fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Líkt og komið hefur fram á Vísi í dag er skýrslan viðamikil en þar er meðal annars tæpt á því hvað lögregla geti gert ætli einhver sem komi til landsins sér ekki að fylgja þeim sóttvarnarráðstöfunum sem eru í gildi. Segir í skýrslunni í kafla um áskoranir og úrlausnarefni lögreglu að eftirfylgni með þeim einstaklingum geti verið erfið í framkvæmd, og þegar hafi komið upp dæmi þar sem lögregla hafi þurft að hafa slík afskipti af fólki. „Þegar og ef umferð um FLE fer að aukast þarf að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hefur til að bregðast við gagnvart þeim sem ljóst þykir að ætla ekki að hlíta sóttvarnaráðstöfunum eins og sóttkví, þ.m.t. frávísun.“ Þannig sé til skoðunar að flytja frávísunarheimild sem byggi á almannaheilbrigði frá Útlendingastofnun til lögreglunnar en bent er á að liggja þurfi alveg ljóst fyrir hvort heimilt sé að vísa útlendingi frá landi við komu þrátt fyrir að ekki sé unnt að staðfesta smitsjúkdóm. Það sé þó ekki á starfssviði verkefnastjórnarinnar að gera tillögur í þeim efnum en samkvæmt upplýsingum sem koma fram í skýrslunni hefur ríkislögreglustjóra verið falið að leiða vinnuhóp sem meðal annars eigi að fjalla um þessi álitaefni.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira