Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2020 15:22 Verkefnastjórnin telur að heimildir lögreglu, meðal annars í tengslum við frávísun, verði að vera alveg á hreinu. Vísir/Vilhelm Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma, þegar umferð um Keflavíkurflugvöll fari að aukast á ný. Skýrsla verkefnastjórnarinnar var afhent ráðherra í gær og birtist á vef Stjórnarráðsins í dag. Skýrslunnar hefur verið beðið með eftirvæntingu enda er hún liður í því að hægt verði að opna Ísland fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Líkt og komið hefur fram á Vísi í dag er skýrslan viðamikil en þar er meðal annars tæpt á því hvað lögregla geti gert ætli einhver sem komi til landsins sér ekki að fylgja þeim sóttvarnarráðstöfunum sem eru í gildi. Segir í skýrslunni í kafla um áskoranir og úrlausnarefni lögreglu að eftirfylgni með þeim einstaklingum geti verið erfið í framkvæmd, og þegar hafi komið upp dæmi þar sem lögregla hafi þurft að hafa slík afskipti af fólki. „Þegar og ef umferð um FLE fer að aukast þarf að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hefur til að bregðast við gagnvart þeim sem ljóst þykir að ætla ekki að hlíta sóttvarnaráðstöfunum eins og sóttkví, þ.m.t. frávísun.“ Þannig sé til skoðunar að flytja frávísunarheimild sem byggi á almannaheilbrigði frá Útlendingastofnun til lögreglunnar en bent er á að liggja þurfi alveg ljóst fyrir hvort heimilt sé að vísa útlendingi frá landi við komu þrátt fyrir að ekki sé unnt að staðfesta smitsjúkdóm. Það sé þó ekki á starfssviði verkefnastjórnarinnar að gera tillögur í þeim efnum en samkvæmt upplýsingum sem koma fram í skýrslunni hefur ríkislögreglustjóra verið falið að leiða vinnuhóp sem meðal annars eigi að fjalla um þessi álitaefni. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira
Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma, þegar umferð um Keflavíkurflugvöll fari að aukast á ný. Skýrsla verkefnastjórnarinnar var afhent ráðherra í gær og birtist á vef Stjórnarráðsins í dag. Skýrslunnar hefur verið beðið með eftirvæntingu enda er hún liður í því að hægt verði að opna Ísland fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Líkt og komið hefur fram á Vísi í dag er skýrslan viðamikil en þar er meðal annars tæpt á því hvað lögregla geti gert ætli einhver sem komi til landsins sér ekki að fylgja þeim sóttvarnarráðstöfunum sem eru í gildi. Segir í skýrslunni í kafla um áskoranir og úrlausnarefni lögreglu að eftirfylgni með þeim einstaklingum geti verið erfið í framkvæmd, og þegar hafi komið upp dæmi þar sem lögregla hafi þurft að hafa slík afskipti af fólki. „Þegar og ef umferð um FLE fer að aukast þarf að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hefur til að bregðast við gagnvart þeim sem ljóst þykir að ætla ekki að hlíta sóttvarnaráðstöfunum eins og sóttkví, þ.m.t. frávísun.“ Þannig sé til skoðunar að flytja frávísunarheimild sem byggi á almannaheilbrigði frá Útlendingastofnun til lögreglunnar en bent er á að liggja þurfi alveg ljóst fyrir hvort heimilt sé að vísa útlendingi frá landi við komu þrátt fyrir að ekki sé unnt að staðfesta smitsjúkdóm. Það sé þó ekki á starfssviði verkefnastjórnarinnar að gera tillögur í þeim efnum en samkvæmt upplýsingum sem koma fram í skýrslunni hefur ríkislögreglustjóra verið falið að leiða vinnuhóp sem meðal annars eigi að fjalla um þessi álitaefni.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira