Göngustígar við Skógafoss lagðir ull af íslensku sauðfé Kristján Már Unnarsson skrifar 25. maí 2020 21:35 Þyrlan var við stígagerðina síðustu fjóra daga. Takið eftir að enginn ferðamaður sést við Skógafoss. Búast hefði mátt við að bílastæðið væri þéttsetið rútum og bílaleigubílum, ef veirufaraldurinn hefði ekki blossað upp. Mynd/Norðurflug. Ull sauðkindarinnar hefur nýst íslensku þjóðinni vel til að verjast kulda og vosbúð í gegnum aldirnar. En núna hefur ullin fengið nýtt hlutverk, - sem undirlag á göngustíga sem verið er að leggja yfir mýrlendi ofan við Skógafoss og er þannig ætlað að verja ferðamenn frá því að blotna í fæturna. Sjá mátti þyrluna fljúga í fréttum Stöðvar 2. Ullin kemur sem neðsta lag ofan á mýrina. Síðan er malarlag sett yfir.Mynd/Norðurflug. Það kannski kemur sér vel í verkefni sem þessu að það er engin örtröð ferðamanna á bílastæðinu við Skógafoss þessa dagana, þyrlan frá Norðurflugi hefur því haft nægt rými til að athafna sig. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri er að leggja upp í flug með síló af möl til leggja í nýja göngustíga ofan við fossinn. En það er ekki bara verið að leggja möl í stígana heldur einnig íslenska sauðaull, en ullin þykir henta sem undirlag þar sem stígarnir liggja yfir mýrlendi. Ullin kemur eins og teppi yfir mýrina og síðan fer mölin yfir og þannig er ullinni ætlað að halda bleytunni frá fótum ferðamanna. Þyrlan hefur frá því á föstudag flogið yfir tvöhundruð ferðir með efni en átta manns vinna að stígagerðinni. Hún ber um 850 kíló af möl í hverri ferð. Landslagsarkitektinn Gunnar Óli Guðjónsson hannaði stígana og útsýnispalla en verktaki er faðir hans, Guðjón Kristinsson í fyrirtækinu Stokkar og Steinar. Þyrlufluginu lauk í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Rangárþing eystra Fréttir af flugi Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Ull sauðkindarinnar hefur nýst íslensku þjóðinni vel til að verjast kulda og vosbúð í gegnum aldirnar. En núna hefur ullin fengið nýtt hlutverk, - sem undirlag á göngustíga sem verið er að leggja yfir mýrlendi ofan við Skógafoss og er þannig ætlað að verja ferðamenn frá því að blotna í fæturna. Sjá mátti þyrluna fljúga í fréttum Stöðvar 2. Ullin kemur sem neðsta lag ofan á mýrina. Síðan er malarlag sett yfir.Mynd/Norðurflug. Það kannski kemur sér vel í verkefni sem þessu að það er engin örtröð ferðamanna á bílastæðinu við Skógafoss þessa dagana, þyrlan frá Norðurflugi hefur því haft nægt rými til að athafna sig. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri er að leggja upp í flug með síló af möl til leggja í nýja göngustíga ofan við fossinn. En það er ekki bara verið að leggja möl í stígana heldur einnig íslenska sauðaull, en ullin þykir henta sem undirlag þar sem stígarnir liggja yfir mýrlendi. Ullin kemur eins og teppi yfir mýrina og síðan fer mölin yfir og þannig er ullinni ætlað að halda bleytunni frá fótum ferðamanna. Þyrlan hefur frá því á föstudag flogið yfir tvöhundruð ferðir með efni en átta manns vinna að stígagerðinni. Hún ber um 850 kíló af möl í hverri ferð. Landslagsarkitektinn Gunnar Óli Guðjónsson hannaði stígana og útsýnispalla en verktaki er faðir hans, Guðjón Kristinsson í fyrirtækinu Stokkar og Steinar. Þyrlufluginu lauk í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Rangárþing eystra Fréttir af flugi Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira