Grunar að Jón Arnór eigi hinsta dansinn eftir Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2020 21:00 Körfuboltaferli Jóns Arnórs Stefánssonar gæti hafa lokið í vetur. VÍSIR/BÁRA Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon gætu vel átt eftir að spila með KR á næstu leiktíð og freista þess að tryggja liðinu sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð í körfubolta. Þetta mátti heyra á Böðvari Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR, í Sportinu í dag. Hann kvaðst hafa átt góðan fund í síðustu viku með leikmönnum en viðurkenndi að staðan væri óljós varðandi Jón Arnór og Helga Má. Jón Arnór sagði í viðtali í Sportinu í kvöld þann 1. apríl að meiri líkur en minni væru á að hann væri nú hættur að spila körfubolta. „Ég veit ekki alveg stöðuna með Jón Arnór. Hann segist vera farinn að hallast að því að hann sé hættur en mig grunar nú að hann eigi eftir að skipta um skoðun í sumar og taka hinsta dansinn, og klára mótið. Það er hundleiðinlegt að hafa ekki getað klárað. Helgi Magnússon liggur líka undir feldi og er að hugsa málið. Við erum ekki með neina pressu á þá en þeir þurfa bara að gefa okkur svör þegar líður á sumarið,“ sagði Böðvar en minntist ekki á Jakob Örn Sigurðarson, sem ku vera samningslaus. Spurður út í Kristófer Acox, sem nýráðinn þjálfari Darri Freyr Atlason sagði í dag að þyrfti að axla enn meiri ábyrgð en áður hjá KR, svaraði Böðvar: „Kristófer Acox er flottur leikmaður og það er ekkert skrýtið þó að önnur lið hafi áhuga á honum en hann er samningsbundinn KR þannig að hann verður hér áfram,“ og benti svo á að einnig væri til staðar hjá KR góður efniviður ungra leikmanna. Klippa: Sportið í dag - Vongóður um að Jón Arnór spili á næstu leiktíð Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Sportið í dag KR Tengdar fréttir „Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00 Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 „Meiri líkur á að ég hætti“ „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. 1. apríl 2020 20:24 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon gætu vel átt eftir að spila með KR á næstu leiktíð og freista þess að tryggja liðinu sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð í körfubolta. Þetta mátti heyra á Böðvari Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR, í Sportinu í dag. Hann kvaðst hafa átt góðan fund í síðustu viku með leikmönnum en viðurkenndi að staðan væri óljós varðandi Jón Arnór og Helga Má. Jón Arnór sagði í viðtali í Sportinu í kvöld þann 1. apríl að meiri líkur en minni væru á að hann væri nú hættur að spila körfubolta. „Ég veit ekki alveg stöðuna með Jón Arnór. Hann segist vera farinn að hallast að því að hann sé hættur en mig grunar nú að hann eigi eftir að skipta um skoðun í sumar og taka hinsta dansinn, og klára mótið. Það er hundleiðinlegt að hafa ekki getað klárað. Helgi Magnússon liggur líka undir feldi og er að hugsa málið. Við erum ekki með neina pressu á þá en þeir þurfa bara að gefa okkur svör þegar líður á sumarið,“ sagði Böðvar en minntist ekki á Jakob Örn Sigurðarson, sem ku vera samningslaus. Spurður út í Kristófer Acox, sem nýráðinn þjálfari Darri Freyr Atlason sagði í dag að þyrfti að axla enn meiri ábyrgð en áður hjá KR, svaraði Böðvar: „Kristófer Acox er flottur leikmaður og það er ekkert skrýtið þó að önnur lið hafi áhuga á honum en hann er samningsbundinn KR þannig að hann verður hér áfram,“ og benti svo á að einnig væri til staðar hjá KR góður efniviður ungra leikmanna. Klippa: Sportið í dag - Vongóður um að Jón Arnór spili á næstu leiktíð Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Sportið í dag KR Tengdar fréttir „Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00 Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 „Meiri líkur á að ég hætti“ „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. 1. apríl 2020 20:24 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
„Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00
Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36
Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16
„Meiri líkur á að ég hætti“ „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. 1. apríl 2020 20:24