Dæmdur morðingi gæti náð kjöri sem forseti Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2020 14:41 Bouterse komst fyrst til valda í valdaráni árið 1980 og stýrði Súrínam í reynd til 1987. Hann studdi aftur valdarán gegn sitjandi forseta árið 1990 en var sjálfur kjörinn forseti árið 2010 og náði endurkjöri 2015. Vísir/EPA Sitjandi forseti Suður-Ameríkulandsins Súrínam gæti náð endurkjöri í kosningum sem fara fram í dag þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í fyrra. Áfrýjun í máli hans verður tekin fyrir í næsta mánuði. Dési Bouterse, forseti Súrínam, var fundinn sekur um morð á fimmtán pólitískum andstæðingum sínum í fyrra. Morðin voru framin í desember árið 1982 eftir að Bouterse leiddi valdarán hersins og steypti kjörinni ríkisstjórn landsins af stóli. Hann viðurkenndi pólitíska ábyrgð á morðunum árið 2007 en hefur alla tíð hafnað persónulegri ábyrgð. Engin handtökuskipun var gefin út eftir að dómurinn féll í nóvember í fyrra. Bouterse áfrýjaði og verður málið tekið fyrir í júní. Ólíklegt er talið að hann verði fangelsaður áður en hann hefur tæmt alla mögulega á áfrýjun. Þrátt fyrir dóminn sækist Bouterse, sem er 73 ára gamall, eftir endurkjöri í kosningunum sem fara fram í dag. Hann segist bjartsýnn á að vinna þriðja kjörtímabil sitt sem forseti í röð þrátt fyrir að skoðanakannanir benda til þess að nokkuð hafi fjarað undan stuðningi við stjórnarflokk hans vegna efnahagsþrenginga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við því að úrslit liggi fyrir að hluta til í kvöld eða nótt. Bráðabirgðatölur ættu svo að vera tilbúnar á morgun. Forsetinn er ekki kjörinn beinni kosningu heldur velur nýtt þing hann. Bouterse hefur haldið því fram að fórnarlömb desembermorðanna svokölluðu fyrir tæpum fjörutíu árum hafi verið skotin til bana þegar þau flúðu virki þar sem þeim var haldið föngnum. Á meðal þeirra voru leiðtogar verkalýðsfélaga og blaðamenn. Forsetinn hefur ekki aðeins verið dæmdur fyrir morð heldur var hann fundinn sekur um stórfellt kókaínsmygl í Hollandi árið 1999. Hann var dæmdur í ellefu ára fangelsi að sér fjarstöddum. Bouterse hefur alltaf neitað sök. Súrínam Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Sitjandi forseti Suður-Ameríkulandsins Súrínam gæti náð endurkjöri í kosningum sem fara fram í dag þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í fyrra. Áfrýjun í máli hans verður tekin fyrir í næsta mánuði. Dési Bouterse, forseti Súrínam, var fundinn sekur um morð á fimmtán pólitískum andstæðingum sínum í fyrra. Morðin voru framin í desember árið 1982 eftir að Bouterse leiddi valdarán hersins og steypti kjörinni ríkisstjórn landsins af stóli. Hann viðurkenndi pólitíska ábyrgð á morðunum árið 2007 en hefur alla tíð hafnað persónulegri ábyrgð. Engin handtökuskipun var gefin út eftir að dómurinn féll í nóvember í fyrra. Bouterse áfrýjaði og verður málið tekið fyrir í júní. Ólíklegt er talið að hann verði fangelsaður áður en hann hefur tæmt alla mögulega á áfrýjun. Þrátt fyrir dóminn sækist Bouterse, sem er 73 ára gamall, eftir endurkjöri í kosningunum sem fara fram í dag. Hann segist bjartsýnn á að vinna þriðja kjörtímabil sitt sem forseti í röð þrátt fyrir að skoðanakannanir benda til þess að nokkuð hafi fjarað undan stuðningi við stjórnarflokk hans vegna efnahagsþrenginga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við því að úrslit liggi fyrir að hluta til í kvöld eða nótt. Bráðabirgðatölur ættu svo að vera tilbúnar á morgun. Forsetinn er ekki kjörinn beinni kosningu heldur velur nýtt þing hann. Bouterse hefur haldið því fram að fórnarlömb desembermorðanna svokölluðu fyrir tæpum fjörutíu árum hafi verið skotin til bana þegar þau flúðu virki þar sem þeim var haldið föngnum. Á meðal þeirra voru leiðtogar verkalýðsfélaga og blaðamenn. Forsetinn hefur ekki aðeins verið dæmdur fyrir morð heldur var hann fundinn sekur um stórfellt kókaínsmygl í Hollandi árið 1999. Hann var dæmdur í ellefu ára fangelsi að sér fjarstöddum. Bouterse hefur alltaf neitað sök.
Súrínam Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira