Reynir Traustason nýr ritstjóri Mannlífs Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2020 15:19 Reynir Traustason hefur marga fjöruna sopið á vettvangi fjölmiðlanna, sem harðsnúinn blaðamaður og ritstjóri. Hann var hættur en snýr nú til baka. Hann segir enga leið að hætta. visir/vilhelm „Ég var náttúrlega bara hættur. Svo allt í einu rann upp fyrir mér ljós. Engin leið að hætta, eins og segir í Stuðmannalaginu. Mér hefur liðið vel, fór til fjalla, hugsaði málið í sex ár og svo er ég kominn aftur. Það er bara svoleiðis,“ segir Reynir Traustason blaðamaður sem tekur við ritstjórnartaumum á Mannlífi, vikublaði sem dreift er frítt. Auk þess sem rekinn samnefndur vefur. Útgefandi er Birtingur sem að auki gefur út tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Eigandi, sem jafnframt er útgefandi og ábyrgðarmaður, er Halldór Kristmannsson. Útgáfustjóri Mannlífs er svo Roald Evindarsson. Hólmfríður Gísladóttir hættir störfum sem fréttastjóri Mannlífs samhliða þessum breytingum. Reynir segist hafa haft í hyggju að vera rólegur og einbeita sér að öðru en svo fannst honum þetta spennandi kostur þegar hann kom upp. „Bransinn er allur í einhverri klessu. Við vitum ekkert hvernig þetta þróast. En, ég er spenntur að snúa aftur,“ sagði Reynir í samtali við Vísi í gær. Og varðist allra frétta þó hann hafi verið að gefa eitt og annað til kynna í dularfullum Facebook-færslum. „Ég þarf að fara í klippingu svo fólk verði ekki hrætt við mig. En ég geng með bros á vörð að þessu verkefni,“ sagði Reynir léttur í gær. Þetta hafi komið upp óvænt og hann ákveðið að taka þennan slag. „Lífið fer í hringi.“ Reynir er einn stofnenda Stundarinnar og á þar 14 prósenta hlut. Sonur Reynis, Jón Trausti, er ritstjóri þar ásamt Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Reynir segir að þetta verkefni eigi ekki að þurfa að rekast á við það. „Ég hef ekki skipt mér að rekstrinum í tvö ár. Ég styð þetta fólk eindregið, þau eru að gera fína hluti og það er allt í lagi. Þau eru í hagnaði sem er afrek út af fyrir sig. En, Stundin er ekki alveg minn fjölmiðill. Ég er poppaðari en svo. Stundin er flott blað en alvörugefið, ég er ekki eins alvörugefinn einstaklingur. En, meðan vel gengur er maður þögull hluthafi.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
„Ég var náttúrlega bara hættur. Svo allt í einu rann upp fyrir mér ljós. Engin leið að hætta, eins og segir í Stuðmannalaginu. Mér hefur liðið vel, fór til fjalla, hugsaði málið í sex ár og svo er ég kominn aftur. Það er bara svoleiðis,“ segir Reynir Traustason blaðamaður sem tekur við ritstjórnartaumum á Mannlífi, vikublaði sem dreift er frítt. Auk þess sem rekinn samnefndur vefur. Útgefandi er Birtingur sem að auki gefur út tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Eigandi, sem jafnframt er útgefandi og ábyrgðarmaður, er Halldór Kristmannsson. Útgáfustjóri Mannlífs er svo Roald Evindarsson. Hólmfríður Gísladóttir hættir störfum sem fréttastjóri Mannlífs samhliða þessum breytingum. Reynir segist hafa haft í hyggju að vera rólegur og einbeita sér að öðru en svo fannst honum þetta spennandi kostur þegar hann kom upp. „Bransinn er allur í einhverri klessu. Við vitum ekkert hvernig þetta þróast. En, ég er spenntur að snúa aftur,“ sagði Reynir í samtali við Vísi í gær. Og varðist allra frétta þó hann hafi verið að gefa eitt og annað til kynna í dularfullum Facebook-færslum. „Ég þarf að fara í klippingu svo fólk verði ekki hrætt við mig. En ég geng með bros á vörð að þessu verkefni,“ sagði Reynir léttur í gær. Þetta hafi komið upp óvænt og hann ákveðið að taka þennan slag. „Lífið fer í hringi.“ Reynir er einn stofnenda Stundarinnar og á þar 14 prósenta hlut. Sonur Reynis, Jón Trausti, er ritstjóri þar ásamt Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Reynir segir að þetta verkefni eigi ekki að þurfa að rekast á við það. „Ég hef ekki skipt mér að rekstrinum í tvö ár. Ég styð þetta fólk eindregið, þau eru að gera fína hluti og það er allt í lagi. Þau eru í hagnaði sem er afrek út af fyrir sig. En, Stundin er ekki alveg minn fjölmiðill. Ég er poppaðari en svo. Stundin er flott blað en alvörugefið, ég er ekki eins alvörugefinn einstaklingur. En, meðan vel gengur er maður þögull hluthafi.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira