Hafþór trylltur vegna myndbandsins hans Eddie Hall og segist vera hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 08:30 Arnold Schwarzenegger afhendir Hafþóri Júlíusi Björnssyni verðlaunin fyrir sigurinn í Arnold Strongman Classic mótinu. Getty/Frank Jansky Við sjáum ekki „Fjallið“ okkar keppa aftur í keppninni um sterkasta mann heims en þetta tilkynnti öskureiður Hafþór Júlíus Björnsson í Twitch netspjallinu um helgina. Það er óhætt að segja að Hafþór Júlíus hafi verið bálreiður í spjallinu enda þarna í fyrsta sinn að bregðast við útspili Eddie Hall á dögunum. Þeir Hafþór og Eddie Hall eru ekki miklir vinir og ætla að gera út um sín mál í hnefaleikahring í Las Vegas á næsta ári eins og frægt er. Hafþór hefur alltaf verið mjög ósáttur með það hvernig Eddie Hall tókst að vinna hann með einu stigi í keppninni um sterkasta mann heims árið 2017. Hafþór sakaði Eddie Hall og einn dómara keppninnar um svindl. ??? 'That was just the last straw for me, that BS video. Those motherf*****s went too far and I m done with this'Hafthor Bjornsson has seemingly RETIRED from competing at World's Strongest Man! ??https://t.co/7CY6Qt0b90— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 24, 2020 Eddie Hall með hjálp Giants Live svaraði því á dögunum með því að birta myndband unnið af Giants Live þar sem hann taldi sig sanna að það að hann hafi unnið titilinn heiðarlega og ef einhver hafði svindlað þá hafi það verið Hafþór. Yfir þrjár milljónir horfðu á þetta „Exposed!“ myndband Eddie Hall og það var allt annað en gott fyrir málstað Hafþórs Júlíusar sem hafði rétt áður stolið athygli heimsins með því að lyfta 501 kílói í réttstöðulyftu og taka heimsmetið af Eddie Hall. "Those motherf*****s went too far and I'm done with this.'The Mountain' has finally issued an emotional response to Eddie Hall's 'Exposed' video. https://t.co/AWYwNyzhPy pic.twitter.com/saah2mfJ9D— SPORTbible (@sportbible) May 24, 2020 „Ég er alveg búinn að fá nóg,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í netspjalli Twitch. „Ég mun aldrei á ævinni keppa aftur á vegum Giants Live, aldrei. Ég mun líklega aldrei keppa um titilinn Sterkasta mann heims aftur. Ég er líklega hættur,“ sagði Hafþór. „Þetta var síðasta stráið, þetta fáránlega myndband og það að Giants Live birti það á sínum miðlum. Þetta var kornið sem fyllti mælinn,“ sagði Hafþór. „Þessi andskotans vitleysingur fór of langt og ég er hættur þessu,“ sagði Hafþór allt annað en sáttur. „Ég keppi ekki hjá þessum gæjum aftur. Ég mun kannski keppa á Arnold mótinu [Strongman Classic] en aldrei aftur á móti á vegum Giants Live,“ sagði Hafþór. Kraftlyftingar Box Sterkasti maður heims Aflraunir Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Fleiri fréttir Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Sjá meira
Við sjáum ekki „Fjallið“ okkar keppa aftur í keppninni um sterkasta mann heims en þetta tilkynnti öskureiður Hafþór Júlíus Björnsson í Twitch netspjallinu um helgina. Það er óhætt að segja að Hafþór Júlíus hafi verið bálreiður í spjallinu enda þarna í fyrsta sinn að bregðast við útspili Eddie Hall á dögunum. Þeir Hafþór og Eddie Hall eru ekki miklir vinir og ætla að gera út um sín mál í hnefaleikahring í Las Vegas á næsta ári eins og frægt er. Hafþór hefur alltaf verið mjög ósáttur með það hvernig Eddie Hall tókst að vinna hann með einu stigi í keppninni um sterkasta mann heims árið 2017. Hafþór sakaði Eddie Hall og einn dómara keppninnar um svindl. ??? 'That was just the last straw for me, that BS video. Those motherf*****s went too far and I m done with this'Hafthor Bjornsson has seemingly RETIRED from competing at World's Strongest Man! ??https://t.co/7CY6Qt0b90— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 24, 2020 Eddie Hall með hjálp Giants Live svaraði því á dögunum með því að birta myndband unnið af Giants Live þar sem hann taldi sig sanna að það að hann hafi unnið titilinn heiðarlega og ef einhver hafði svindlað þá hafi það verið Hafþór. Yfir þrjár milljónir horfðu á þetta „Exposed!“ myndband Eddie Hall og það var allt annað en gott fyrir málstað Hafþórs Júlíusar sem hafði rétt áður stolið athygli heimsins með því að lyfta 501 kílói í réttstöðulyftu og taka heimsmetið af Eddie Hall. "Those motherf*****s went too far and I'm done with this.'The Mountain' has finally issued an emotional response to Eddie Hall's 'Exposed' video. https://t.co/AWYwNyzhPy pic.twitter.com/saah2mfJ9D— SPORTbible (@sportbible) May 24, 2020 „Ég er alveg búinn að fá nóg,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í netspjalli Twitch. „Ég mun aldrei á ævinni keppa aftur á vegum Giants Live, aldrei. Ég mun líklega aldrei keppa um titilinn Sterkasta mann heims aftur. Ég er líklega hættur,“ sagði Hafþór. „Þetta var síðasta stráið, þetta fáránlega myndband og það að Giants Live birti það á sínum miðlum. Þetta var kornið sem fyllti mælinn,“ sagði Hafþór. „Þessi andskotans vitleysingur fór of langt og ég er hættur þessu,“ sagði Hafþór allt annað en sáttur. „Ég keppi ekki hjá þessum gæjum aftur. Ég mun kannski keppa á Arnold mótinu [Strongman Classic] en aldrei aftur á móti á vegum Giants Live,“ sagði Hafþór.
Kraftlyftingar Box Sterkasti maður heims Aflraunir Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Fleiri fréttir Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Sjá meira