Hafþór trylltur vegna myndbandsins hans Eddie Hall og segist vera hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 08:30 Arnold Schwarzenegger afhendir Hafþóri Júlíusi Björnssyni verðlaunin fyrir sigurinn í Arnold Strongman Classic mótinu. Getty/Frank Jansky Við sjáum ekki „Fjallið“ okkar keppa aftur í keppninni um sterkasta mann heims en þetta tilkynnti öskureiður Hafþór Júlíus Björnsson í Twitch netspjallinu um helgina. Það er óhætt að segja að Hafþór Júlíus hafi verið bálreiður í spjallinu enda þarna í fyrsta sinn að bregðast við útspili Eddie Hall á dögunum. Þeir Hafþór og Eddie Hall eru ekki miklir vinir og ætla að gera út um sín mál í hnefaleikahring í Las Vegas á næsta ári eins og frægt er. Hafþór hefur alltaf verið mjög ósáttur með það hvernig Eddie Hall tókst að vinna hann með einu stigi í keppninni um sterkasta mann heims árið 2017. Hafþór sakaði Eddie Hall og einn dómara keppninnar um svindl. ??? 'That was just the last straw for me, that BS video. Those motherf*****s went too far and I m done with this'Hafthor Bjornsson has seemingly RETIRED from competing at World's Strongest Man! ??https://t.co/7CY6Qt0b90— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 24, 2020 Eddie Hall með hjálp Giants Live svaraði því á dögunum með því að birta myndband unnið af Giants Live þar sem hann taldi sig sanna að það að hann hafi unnið titilinn heiðarlega og ef einhver hafði svindlað þá hafi það verið Hafþór. Yfir þrjár milljónir horfðu á þetta „Exposed!“ myndband Eddie Hall og það var allt annað en gott fyrir málstað Hafþórs Júlíusar sem hafði rétt áður stolið athygli heimsins með því að lyfta 501 kílói í réttstöðulyftu og taka heimsmetið af Eddie Hall. "Those motherf*****s went too far and I'm done with this.'The Mountain' has finally issued an emotional response to Eddie Hall's 'Exposed' video. https://t.co/AWYwNyzhPy pic.twitter.com/saah2mfJ9D— SPORTbible (@sportbible) May 24, 2020 „Ég er alveg búinn að fá nóg,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í netspjalli Twitch. „Ég mun aldrei á ævinni keppa aftur á vegum Giants Live, aldrei. Ég mun líklega aldrei keppa um titilinn Sterkasta mann heims aftur. Ég er líklega hættur,“ sagði Hafþór. „Þetta var síðasta stráið, þetta fáránlega myndband og það að Giants Live birti það á sínum miðlum. Þetta var kornið sem fyllti mælinn,“ sagði Hafþór. „Þessi andskotans vitleysingur fór of langt og ég er hættur þessu,“ sagði Hafþór allt annað en sáttur. „Ég keppi ekki hjá þessum gæjum aftur. Ég mun kannski keppa á Arnold mótinu [Strongman Classic] en aldrei aftur á móti á vegum Giants Live,“ sagði Hafþór. Kraftlyftingar Box Sterkasti maður heims Aflraunir Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira
Við sjáum ekki „Fjallið“ okkar keppa aftur í keppninni um sterkasta mann heims en þetta tilkynnti öskureiður Hafþór Júlíus Björnsson í Twitch netspjallinu um helgina. Það er óhætt að segja að Hafþór Júlíus hafi verið bálreiður í spjallinu enda þarna í fyrsta sinn að bregðast við útspili Eddie Hall á dögunum. Þeir Hafþór og Eddie Hall eru ekki miklir vinir og ætla að gera út um sín mál í hnefaleikahring í Las Vegas á næsta ári eins og frægt er. Hafþór hefur alltaf verið mjög ósáttur með það hvernig Eddie Hall tókst að vinna hann með einu stigi í keppninni um sterkasta mann heims árið 2017. Hafþór sakaði Eddie Hall og einn dómara keppninnar um svindl. ??? 'That was just the last straw for me, that BS video. Those motherf*****s went too far and I m done with this'Hafthor Bjornsson has seemingly RETIRED from competing at World's Strongest Man! ??https://t.co/7CY6Qt0b90— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 24, 2020 Eddie Hall með hjálp Giants Live svaraði því á dögunum með því að birta myndband unnið af Giants Live þar sem hann taldi sig sanna að það að hann hafi unnið titilinn heiðarlega og ef einhver hafði svindlað þá hafi það verið Hafþór. Yfir þrjár milljónir horfðu á þetta „Exposed!“ myndband Eddie Hall og það var allt annað en gott fyrir málstað Hafþórs Júlíusar sem hafði rétt áður stolið athygli heimsins með því að lyfta 501 kílói í réttstöðulyftu og taka heimsmetið af Eddie Hall. "Those motherf*****s went too far and I'm done with this.'The Mountain' has finally issued an emotional response to Eddie Hall's 'Exposed' video. https://t.co/AWYwNyzhPy pic.twitter.com/saah2mfJ9D— SPORTbible (@sportbible) May 24, 2020 „Ég er alveg búinn að fá nóg,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í netspjalli Twitch. „Ég mun aldrei á ævinni keppa aftur á vegum Giants Live, aldrei. Ég mun líklega aldrei keppa um titilinn Sterkasta mann heims aftur. Ég er líklega hættur,“ sagði Hafþór. „Þetta var síðasta stráið, þetta fáránlega myndband og það að Giants Live birti það á sínum miðlum. Þetta var kornið sem fyllti mælinn,“ sagði Hafþór. „Þessi andskotans vitleysingur fór of langt og ég er hættur þessu,“ sagði Hafþór allt annað en sáttur. „Ég keppi ekki hjá þessum gæjum aftur. Ég mun kannski keppa á Arnold mótinu [Strongman Classic] en aldrei aftur á móti á vegum Giants Live,“ sagði Hafþór.
Kraftlyftingar Box Sterkasti maður heims Aflraunir Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira