Þeim smitum fjölgar sem ekki er hægt að greina hvaðan koma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2020 12:12 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að nú sé aðeins farið að fjölga þeim smitum sem ekki sé hægt að gera grein fyrir hvaðan koma. Það hafi haft áhrif á tillögu hans um að setja á samkomubann hér á landi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir hádegi þar sem greint var frá samkomubanni í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti þann 15. mars, það er aðfaranótt mánudags. Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman verða óheimilar þegar bannið tekur gildi og þá verða fjarlægðarmörk sett á milli fólk á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og leikskóla- og grunnskólastarf verður skilyrðum háð. Alls er nú 126 smit staðfest kórónuveirunnar hér á landi. Þeir sem hafa greinst með veiruna eru allir í einangrun. 919 manns eru í sóttkví og þá hafa verið tekin 1188 sýni. Langflest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu eða 121. Fjögur smit eru á Suðurlandi og eitt er óstaðsett. Það má segja að samkomubannið hafi verið yfirvofandi undanfarna daga en sóttvarnalæknir var spurður hvað hefði breyst þannig að ákveðið var að setja bannið á. „Við höfum verið að ræða um það undanfarna daga að þessi tími væri að nálgast. Við erum að sjá fleiri smit, innlend smit út frá þessum ferðalöngum sem eru að koma hingað inn, þessum íslensku ferðalöngum, og við erum farin að sjá aðeins fjölgun á smitum sem við getum ekki gert grein fyrir hvaðan koma. Þannig að á þeim tímapunkti erum við þarna neðst í þessari kúrvu sem við höfum verið að sýna, þessari faraldsfræðilegu kúrvu, og þá að mínu mati er kominn tími til þess að beita eiginlega öllum þeim ráðum innan skynsamlegra marka sem við höfum til þess að takmarka útbreiðsluna,“ sagði Þórólfur á blaðamannafundinum í dag. Íslensk erfðagreining byrjaði að skima fyrir veirunni í dag. Var Þórólfur spurður að því hvort að staðan muni breytast varðandi samkomubannið ef niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar muni sýna að veiran sé orðin mjög dreifð í samfélaginu. Þórólfur sagði erfitt að segja. „Ég held að við bíðum fyrst eftir niðurstöðunni, sjáum hvernig hún er og hvernig hún tengist einkennum sem fólk er með og svo framvegis áður en maður fer að tjá sig um hvað muni gerast. En það er ljóst að við erum með ýmis ráð uppi í erminni sem við getum gripið til, annað hvort að herða aðgerðir eða lina á þeim. Það fer allt eftir því hvernig faraldurinn verður og ástandið verður.“ Wuhan-veiran Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að nú sé aðeins farið að fjölga þeim smitum sem ekki sé hægt að gera grein fyrir hvaðan koma. Það hafi haft áhrif á tillögu hans um að setja á samkomubann hér á landi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir hádegi þar sem greint var frá samkomubanni í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti þann 15. mars, það er aðfaranótt mánudags. Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman verða óheimilar þegar bannið tekur gildi og þá verða fjarlægðarmörk sett á milli fólk á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og leikskóla- og grunnskólastarf verður skilyrðum háð. Alls er nú 126 smit staðfest kórónuveirunnar hér á landi. Þeir sem hafa greinst með veiruna eru allir í einangrun. 919 manns eru í sóttkví og þá hafa verið tekin 1188 sýni. Langflest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu eða 121. Fjögur smit eru á Suðurlandi og eitt er óstaðsett. Það má segja að samkomubannið hafi verið yfirvofandi undanfarna daga en sóttvarnalæknir var spurður hvað hefði breyst þannig að ákveðið var að setja bannið á. „Við höfum verið að ræða um það undanfarna daga að þessi tími væri að nálgast. Við erum að sjá fleiri smit, innlend smit út frá þessum ferðalöngum sem eru að koma hingað inn, þessum íslensku ferðalöngum, og við erum farin að sjá aðeins fjölgun á smitum sem við getum ekki gert grein fyrir hvaðan koma. Þannig að á þeim tímapunkti erum við þarna neðst í þessari kúrvu sem við höfum verið að sýna, þessari faraldsfræðilegu kúrvu, og þá að mínu mati er kominn tími til þess að beita eiginlega öllum þeim ráðum innan skynsamlegra marka sem við höfum til þess að takmarka útbreiðsluna,“ sagði Þórólfur á blaðamannafundinum í dag. Íslensk erfðagreining byrjaði að skima fyrir veirunni í dag. Var Þórólfur spurður að því hvort að staðan muni breytast varðandi samkomubannið ef niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar muni sýna að veiran sé orðin mjög dreifð í samfélaginu. Þórólfur sagði erfitt að segja. „Ég held að við bíðum fyrst eftir niðurstöðunni, sjáum hvernig hún er og hvernig hún tengist einkennum sem fólk er með og svo framvegis áður en maður fer að tjá sig um hvað muni gerast. En það er ljóst að við erum með ýmis ráð uppi í erminni sem við getum gripið til, annað hvort að herða aðgerðir eða lina á þeim. Það fer allt eftir því hvernig faraldurinn verður og ástandið verður.“
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira