Samkomubann í fjórar vikur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2020 11:07 Frá blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir skemmstu samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur. Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt samkomubann er sett á í lýðveldisssögunni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði þessa fordæmalausu tíma kalla á fordæmalausar aðgerðir. Fjarlægðartakmarkanir á minni samkomum Samkomubannið er sett á í samræmi við sóttvarnalög og er gert að tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Samkomur verða þar með takmarkaðar í fjórar vikur en með takmörkun er átt við viðburði þar sem 100 manns og fleiri koma saman. Slíkar samkomur verða þar með óheimilar. Þá verða líka sett fjarlægðarmörk á milli fólks á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum á meðan bannið er í gildi. Starf leikskóla og grunnskóla verður áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Börn í sem minnstum hópum og aðskilin sem kostur er Útfærslan á starfi leik- og grunnskóla verður gerð í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og kennaraforystuna en Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagði skilyrðin meðal annars felast í því að börn yrðu í sem minnstum hópum og aðskilin eins og kostur er. Alþjóðahafnir og alþjóðaflugvellir eru undanskildir banninu en verslanir eru ekki undanskildar. Þannig verður takmarkað hversu margir mega vera inn í stórum verslunum á hverjum tíma, á tónleikum, íþróttaviðburðum, í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum. Aðspurð hvort lögregla yrði þá við stórar verslanir til að framfylgja banninu svaraði forsætisráðherra neitandi og sagði að almenningi yrði treyst til þess að fylgja banninu. Öll smitin nema fimm á höfuðborgarsvæðinu Alls er nú 126 smit staðfest kórónuveirunnar hér á landi. Þeir eru allir í einangrun. 919 manns eru í sóttkví og þá hafa verið tekin 1188 sýni. Langflest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu eða 121. Fjögur smit eru á Suðurlandi og eitt er óstaðsett. Fréttin hefur verið uppfærð en blaðamannafundinn má sjá hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir skemmstu samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur. Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt samkomubann er sett á í lýðveldisssögunni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði þessa fordæmalausu tíma kalla á fordæmalausar aðgerðir. Fjarlægðartakmarkanir á minni samkomum Samkomubannið er sett á í samræmi við sóttvarnalög og er gert að tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Samkomur verða þar með takmarkaðar í fjórar vikur en með takmörkun er átt við viðburði þar sem 100 manns og fleiri koma saman. Slíkar samkomur verða þar með óheimilar. Þá verða líka sett fjarlægðarmörk á milli fólks á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum á meðan bannið er í gildi. Starf leikskóla og grunnskóla verður áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Börn í sem minnstum hópum og aðskilin sem kostur er Útfærslan á starfi leik- og grunnskóla verður gerð í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og kennaraforystuna en Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagði skilyrðin meðal annars felast í því að börn yrðu í sem minnstum hópum og aðskilin eins og kostur er. Alþjóðahafnir og alþjóðaflugvellir eru undanskildir banninu en verslanir eru ekki undanskildar. Þannig verður takmarkað hversu margir mega vera inn í stórum verslunum á hverjum tíma, á tónleikum, íþróttaviðburðum, í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum. Aðspurð hvort lögregla yrði þá við stórar verslanir til að framfylgja banninu svaraði forsætisráðherra neitandi og sagði að almenningi yrði treyst til þess að fylgja banninu. Öll smitin nema fimm á höfuðborgarsvæðinu Alls er nú 126 smit staðfest kórónuveirunnar hér á landi. Þeir eru allir í einangrun. 919 manns eru í sóttkví og þá hafa verið tekin 1188 sýni. Langflest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu eða 121. Fjögur smit eru á Suðurlandi og eitt er óstaðsett. Fréttin hefur verið uppfærð en blaðamannafundinn má sjá hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira