Mestu áhyggjur þríeykisins að þurfa að byrja upp á nýtt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2020 15:09 Mikið hefur mætt á þríeykinu að undanförnu. Þeim þætti ekki gott að sá árangur sem nú hefur náðst yrði að engu eftir að takmörkunum verður aflétt. Ljósmynd/Lögreglan Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að helstu áhyggjur hans, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Ölmu D. Möller landlæknis, sé það sem við tekur þegar byrjað verður á afléttingu samfélagslegra takmarkana 4. maí næstkomandi. Slæmt væri ef aflétting aðgerða sem gripið hefur verið til myndi valda aukningu smita og setja viðbragðsaðila og heilbrigðiskerfið á byrjunarreit. Hann segir teymið hafa velt útfærslu á afléttingu takmarkana, viðbrögð við þeim og afleiðingar þeirra vera óvissuþátt og áhyggjuefni. „Við erum að reyna að finna bestu lausnina sóttvarnalega séð og síðan það að gera það sem okkar sérfræðingar telja öruggt að gera til þess að koma samfélaginu í gang. Við erum öll orðin langþreytt og öll búin að leggja mikið á okkur,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Sjá einnig: Svona var 47. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Auðvitað væri það skelfilegt af það sem við gerðum í maí myndi verða til þess að við þyrftum að byrja upp á nýtt. Þetta þarf að spila einhvern veginn saman og það er það sem við höfum mestar áhyggjur af.“ Í lok fundarins ítrekaði Víðir þessi skilaboð og benti á að búið sé að loka fyrirtækjum, setja heimsóknarbann á hjúkrunarheimili, margir vinnu heima á meðan aðrir hafi misst vinnuna og eigi fjárhagslega erfiða tíma fyrir höndum. „Við verðum að tryggja það að allt sem við gerum næstu vikurnar skemmi ekki það sem við erum búin að gera.“ „Að við lendum ekki í því núna í maí að við höfum hegðað okkur með þeim óábyrga hætti að þurfa að byrja upp á nýtt. Ég veit að það vill það enginn og það ætlar sér enginn að gera þetta. Við verðum að vera fókuseruð og einbeitt á þetta. Við ætlum að vinna þetta saman, við ætlum að klára þetta. Það er dálítill tími eftir, gerum þetta saman,“ sagði Víðir áður en hann sleit upplýsingafundi dagsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að helstu áhyggjur hans, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Ölmu D. Möller landlæknis, sé það sem við tekur þegar byrjað verður á afléttingu samfélagslegra takmarkana 4. maí næstkomandi. Slæmt væri ef aflétting aðgerða sem gripið hefur verið til myndi valda aukningu smita og setja viðbragðsaðila og heilbrigðiskerfið á byrjunarreit. Hann segir teymið hafa velt útfærslu á afléttingu takmarkana, viðbrögð við þeim og afleiðingar þeirra vera óvissuþátt og áhyggjuefni. „Við erum að reyna að finna bestu lausnina sóttvarnalega séð og síðan það að gera það sem okkar sérfræðingar telja öruggt að gera til þess að koma samfélaginu í gang. Við erum öll orðin langþreytt og öll búin að leggja mikið á okkur,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Sjá einnig: Svona var 47. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Auðvitað væri það skelfilegt af það sem við gerðum í maí myndi verða til þess að við þyrftum að byrja upp á nýtt. Þetta þarf að spila einhvern veginn saman og það er það sem við höfum mestar áhyggjur af.“ Í lok fundarins ítrekaði Víðir þessi skilaboð og benti á að búið sé að loka fyrirtækjum, setja heimsóknarbann á hjúkrunarheimili, margir vinnu heima á meðan aðrir hafi misst vinnuna og eigi fjárhagslega erfiða tíma fyrir höndum. „Við verðum að tryggja það að allt sem við gerum næstu vikurnar skemmi ekki það sem við erum búin að gera.“ „Að við lendum ekki í því núna í maí að við höfum hegðað okkur með þeim óábyrga hætti að þurfa að byrja upp á nýtt. Ég veit að það vill það enginn og það ætlar sér enginn að gera þetta. Við verðum að vera fókuseruð og einbeitt á þetta. Við ætlum að vinna þetta saman, við ætlum að klára þetta. Það er dálítill tími eftir, gerum þetta saman,“ sagði Víðir áður en hann sleit upplýsingafundi dagsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira