Minna á fimm manna regluna á norðanverðum Vestfjörðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2020 13:38 Traðarhyrna gnæfir yfir Bolungarvík. Vísir/Samúel Karl Níu ný smit hafa greinst á Vestfjörðum síðustu tvo daga, tvö á Ísafirði og sjö í Bolungarvík. Alls hafa því verið greind 86 smit í umdæminu. „Við þurfum að taka höndum saman,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Sautján einstaklingar (20%) hafa náð bata og eru því virk smit 67 (80%), öll staðsett á norðanverðum Vestfjörðum. Fimm prósent Bolvíkinga greinst með Covid-19 Rúmlega fimm prósent íbúa Bolungarvíkur hafa greinst af kórónuveirunni en íbúar þar eru í kringum 930 samkvæmt upplýsingum af vef Hagstofunnar. Allir íbúar í Árborg, húsnæði dvalarheimilisins Bergs í Bolungarvík, sæta nú sóttkví eftir að tveir íbúar í húsinu, sem ekki eru heimilismenn á Bergi, greindust með kórónuveiruna. „Þannig eru enn að greinast samfélagssmit á norðanverðum Vestfjörðum. Til að stöðva slíkt smit þurfum við öll að leggjast á eitt að fara eftir þeim leiðbeiningum sem yfirvöld hafa lagt fram og e.a. leiðbeina hvort öðru í þeim efnum. Handþvottur, sprittun, halda tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga, virða leiðbeiningar er varða sóttkví, einangrun og þ.h.,“ segir í tilkynningu lögreglu. Íbúafundur í beinu streymi „Enn er minnt á fyrirmælin um takmörkun fjölda einstaklinga í hóp, en hann miðast við 5 manns, nema ef um er að ræða fjölskyldu sem býr á sama heimili. Þetta á við um norðanverða Vestfirði, Bolungarvík, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Þessi fyrirmæli ganga lengra en annars staðar á landinu og gilda til og með 26. apríl nk.“ Samkomubann á Íslandi miðar almennt við tuttugu manns. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Bolungarvík, Ísafjarðarbær og lögreglan á Vestfjörðum halda stöðufundi um Covid-19 fyrir íbúa í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík á næstu dögum. Fyrsti fundurinn fer fram í Bolungarvík klukkan 15 í dag og verður streymt á Facebook. „Enn og aftur er brýnt fyrir öllum sem finna fyrir flensueinkennum að halda sig heima og hafa samband við sína heilsugæslustöð, sjá heimasíður þeirra, www.hvest.is og www.hve.is Læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður mun veita ráð og ákveða sýnatöku.“ Þá er minnt á hjálparsíma Rauðakrossins, 1717. En þar er fólk boðið og búið til að veita þeim sem finna til vanlíðunar andlegan stuðning, aðstoða einstaklinga sem eru í einangrun, sóttkví eða eiga erfitt um vik af einhverju orsökum. Fyrirsögn hefur verið löguð þar sem fyrir mistök var talað um fimm metra reglu en ekki fimm manna reglu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Bolungarvík Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Níu ný smit hafa greinst á Vestfjörðum síðustu tvo daga, tvö á Ísafirði og sjö í Bolungarvík. Alls hafa því verið greind 86 smit í umdæminu. „Við þurfum að taka höndum saman,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Sautján einstaklingar (20%) hafa náð bata og eru því virk smit 67 (80%), öll staðsett á norðanverðum Vestfjörðum. Fimm prósent Bolvíkinga greinst með Covid-19 Rúmlega fimm prósent íbúa Bolungarvíkur hafa greinst af kórónuveirunni en íbúar þar eru í kringum 930 samkvæmt upplýsingum af vef Hagstofunnar. Allir íbúar í Árborg, húsnæði dvalarheimilisins Bergs í Bolungarvík, sæta nú sóttkví eftir að tveir íbúar í húsinu, sem ekki eru heimilismenn á Bergi, greindust með kórónuveiruna. „Þannig eru enn að greinast samfélagssmit á norðanverðum Vestfjörðum. Til að stöðva slíkt smit þurfum við öll að leggjast á eitt að fara eftir þeim leiðbeiningum sem yfirvöld hafa lagt fram og e.a. leiðbeina hvort öðru í þeim efnum. Handþvottur, sprittun, halda tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga, virða leiðbeiningar er varða sóttkví, einangrun og þ.h.,“ segir í tilkynningu lögreglu. Íbúafundur í beinu streymi „Enn er minnt á fyrirmælin um takmörkun fjölda einstaklinga í hóp, en hann miðast við 5 manns, nema ef um er að ræða fjölskyldu sem býr á sama heimili. Þetta á við um norðanverða Vestfirði, Bolungarvík, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Þessi fyrirmæli ganga lengra en annars staðar á landinu og gilda til og með 26. apríl nk.“ Samkomubann á Íslandi miðar almennt við tuttugu manns. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Bolungarvík, Ísafjarðarbær og lögreglan á Vestfjörðum halda stöðufundi um Covid-19 fyrir íbúa í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík á næstu dögum. Fyrsti fundurinn fer fram í Bolungarvík klukkan 15 í dag og verður streymt á Facebook. „Enn og aftur er brýnt fyrir öllum sem finna fyrir flensueinkennum að halda sig heima og hafa samband við sína heilsugæslustöð, sjá heimasíður þeirra, www.hvest.is og www.hve.is Læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður mun veita ráð og ákveða sýnatöku.“ Þá er minnt á hjálparsíma Rauðakrossins, 1717. En þar er fólk boðið og búið til að veita þeim sem finna til vanlíðunar andlegan stuðning, aðstoða einstaklinga sem eru í einangrun, sóttkví eða eiga erfitt um vik af einhverju orsökum. Fyrirsögn hefur verið löguð þar sem fyrir mistök var talað um fimm metra reglu en ekki fimm manna reglu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Bolungarvík Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira