Kínverjar segja að hámarki faraldursins hafi verið náð Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2020 15:52 Sjúklingar og læknar yfirgefa bráðabirgðasjúkrahús í Wuhan eftir að allir sjúklingar þar voru útskrifaðir fyrr í vikunni. Vísir/EPA Innan við tíu ný kórónuveirusmit greindust í Hubei-héraði í Kína þar sem faraldurinn hefur verið sem verstur í gær. Heilbrigðisyfirvöld þar fullyrða að faraldurinn hafi nú þegar náð hámarki og sé í rénun. Smám saman er byrjað að létta á aðgerðum sem komið var á til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta er í fyrsta skipti frá því að kórónufaraldurinn braust út í Kína sem innan við tíu ný smit greinast á einum degi. Smitin í Hubei-héraði voru átta, öll þeirra í Wuhan-borg, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Utan Hubei greindust sjö ný tilfelli á meginlandi Kína. Sex þeirra smituðust erlendis. „Almennt talað er hámark faraldursins liðið hjá í Kína. Fjölgun nýrra tilfella fer lækkandi,“ segir Mi Feng, talsmaður heilbrigðisnefndar Kína. Mörgum fyrirtækjum hefur nú verið leyft að hefja starfsemi aftur og slakað hefur verið á ferðatakmörkunum. Kínversk stjórnvöld gripu til umfangsmikilla aðgerða til að stöðva útbreiðslu veirunnar fyrr á þessu ári, þar á meðal með því að setja ellefu milljónir íbúa Wuhan-borgar nánast í einangrun. Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum kom fyrst upp í borginni í desember. Alls hafa nú 80.793 smitast af kórónuveirunni í Kína og 3.169 látið lífið. Af þeim sem hafa sýkst hafa nærri því áttatíu prósent þegar náð bata og verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lofaði viðbrögð kínverskra og suður-kóreskra stjórnvalda við faraldrinum í vikunni. Kínversk stjórnvöld gripu til harðra aðgerða með viðamikilli leit að mögulega smituðu fólki, greininingum, sóttkví í sérstökum miðstöðvum og umfangsmiklum ferðatakmörkunum. Wuhan-veiran Kína Tengdar fréttir Staðan að skána í Kína Stjórnvöldum í Kína virðist takast vel að hefta útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Læknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sagði hægt að læra af hörðum og snöggum viðbrögð Kínverja. 9. mars 2020 19:00 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Innan við tíu ný kórónuveirusmit greindust í Hubei-héraði í Kína þar sem faraldurinn hefur verið sem verstur í gær. Heilbrigðisyfirvöld þar fullyrða að faraldurinn hafi nú þegar náð hámarki og sé í rénun. Smám saman er byrjað að létta á aðgerðum sem komið var á til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta er í fyrsta skipti frá því að kórónufaraldurinn braust út í Kína sem innan við tíu ný smit greinast á einum degi. Smitin í Hubei-héraði voru átta, öll þeirra í Wuhan-borg, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Utan Hubei greindust sjö ný tilfelli á meginlandi Kína. Sex þeirra smituðust erlendis. „Almennt talað er hámark faraldursins liðið hjá í Kína. Fjölgun nýrra tilfella fer lækkandi,“ segir Mi Feng, talsmaður heilbrigðisnefndar Kína. Mörgum fyrirtækjum hefur nú verið leyft að hefja starfsemi aftur og slakað hefur verið á ferðatakmörkunum. Kínversk stjórnvöld gripu til umfangsmikilla aðgerða til að stöðva útbreiðslu veirunnar fyrr á þessu ári, þar á meðal með því að setja ellefu milljónir íbúa Wuhan-borgar nánast í einangrun. Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum kom fyrst upp í borginni í desember. Alls hafa nú 80.793 smitast af kórónuveirunni í Kína og 3.169 látið lífið. Af þeim sem hafa sýkst hafa nærri því áttatíu prósent þegar náð bata og verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lofaði viðbrögð kínverskra og suður-kóreskra stjórnvalda við faraldrinum í vikunni. Kínversk stjórnvöld gripu til harðra aðgerða með viðamikilli leit að mögulega smituðu fólki, greininingum, sóttkví í sérstökum miðstöðvum og umfangsmiklum ferðatakmörkunum.
Wuhan-veiran Kína Tengdar fréttir Staðan að skána í Kína Stjórnvöldum í Kína virðist takast vel að hefta útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Læknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sagði hægt að læra af hörðum og snöggum viðbrögð Kínverja. 9. mars 2020 19:00 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Staðan að skána í Kína Stjórnvöldum í Kína virðist takast vel að hefta útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Læknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sagði hægt að læra af hörðum og snöggum viðbrögð Kínverja. 9. mars 2020 19:00