Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. mars 2020 13:48 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/vilhelm Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati Jóhannesar Þ. Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Bandaríski markaðurinn er um 34 prósent af gjaldeyristekjum ferðaþjónustunnar þannig að það er ljóst ef það verður algjört fall á honum þá hefur það gríðarlega erfiðar afleiðingar,“ sagði Jóhannes í aukafréttatíma fréttastofunnar í hádeginu. Jóhannes segir líka að þau skilaboð, sem Bandaríkjastjórn sé að senda frá sér með banninu, séu einnig „mjög slæm. Við verðum að vona að þau dreifist ekki meira um heiminn. Við verðum samt að horfa fram á veginn og takast á við þessar aðstæður eins og aðrar,“ segir Jóhannes. „Ég hef fulla trú á því að við getum gert það sameiginlega af styrk. Við höfum verið í miklum samskiptum, bæði við stjórnvöld, stofnanir og okkar félagsmenn til þess að meta stöðuna og sjá hvað hægt er að gera. Ég tel að það sé mikið af hlutum sem við getum gert til að bregðast við og nú gildir að gera það nokkuð hratt.“ Þó svo að Jóhannes segist vona að ferðaþjónustufyrirtæki muni ekki þurfa að grípa til fjöldauppsagna segir hann að launakostnaður sé einn stærsti kostnaðarliður fyrirtækjanna. „Þegar tekjufallið verður svona þá er það eina sem er á borðinu fyrir fyrirtæki er að minnka launakostnaðinn. Þannig að það eru held ég mörg ferðaþjónustufyrirtæki, og væntanlega í öðrum greinum líka, að velta því fyrir sér hvort og hversu mörgum þarf að segja upp.“ Hann segist því telja „mjög mikilvægt að við sjáum svolítið fram úr þessu með stjórnvöldum - þ.e. hvernig við nálgumst það verkefni.“ Ferðamennska á Íslandi Wuhan-veiran Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Við munum fylgja þessu máli fast eftir“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. 12. mars 2020 13:32 Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33 Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Unnur Sverrisdóttir vonast til hægt verði að milda höggið á atvinnulífið vegna kórónuveirunnar með sérstökum aðgerðum sem ætlað er að hvetja atvinnurekendur til að lækka starfshlutfall, í stað þess að grípa til uppsagna. 12. mars 2020 12:05 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati Jóhannesar Þ. Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Bandaríski markaðurinn er um 34 prósent af gjaldeyristekjum ferðaþjónustunnar þannig að það er ljóst ef það verður algjört fall á honum þá hefur það gríðarlega erfiðar afleiðingar,“ sagði Jóhannes í aukafréttatíma fréttastofunnar í hádeginu. Jóhannes segir líka að þau skilaboð, sem Bandaríkjastjórn sé að senda frá sér með banninu, séu einnig „mjög slæm. Við verðum að vona að þau dreifist ekki meira um heiminn. Við verðum samt að horfa fram á veginn og takast á við þessar aðstæður eins og aðrar,“ segir Jóhannes. „Ég hef fulla trú á því að við getum gert það sameiginlega af styrk. Við höfum verið í miklum samskiptum, bæði við stjórnvöld, stofnanir og okkar félagsmenn til þess að meta stöðuna og sjá hvað hægt er að gera. Ég tel að það sé mikið af hlutum sem við getum gert til að bregðast við og nú gildir að gera það nokkuð hratt.“ Þó svo að Jóhannes segist vona að ferðaþjónustufyrirtæki muni ekki þurfa að grípa til fjöldauppsagna segir hann að launakostnaður sé einn stærsti kostnaðarliður fyrirtækjanna. „Þegar tekjufallið verður svona þá er það eina sem er á borðinu fyrir fyrirtæki er að minnka launakostnaðinn. Þannig að það eru held ég mörg ferðaþjónustufyrirtæki, og væntanlega í öðrum greinum líka, að velta því fyrir sér hvort og hversu mörgum þarf að segja upp.“ Hann segist því telja „mjög mikilvægt að við sjáum svolítið fram úr þessu með stjórnvöldum - þ.e. hvernig við nálgumst það verkefni.“
Ferðamennska á Íslandi Wuhan-veiran Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Við munum fylgja þessu máli fast eftir“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. 12. mars 2020 13:32 Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33 Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Unnur Sverrisdóttir vonast til hægt verði að milda höggið á atvinnulífið vegna kórónuveirunnar með sérstökum aðgerðum sem ætlað er að hvetja atvinnurekendur til að lækka starfshlutfall, í stað þess að grípa til uppsagna. 12. mars 2020 12:05 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
„Við munum fylgja þessu máli fast eftir“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. 12. mars 2020 13:32
Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33
Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Unnur Sverrisdóttir vonast til hægt verði að milda höggið á atvinnulífið vegna kórónuveirunnar með sérstökum aðgerðum sem ætlað er að hvetja atvinnurekendur til að lækka starfshlutfall, í stað þess að grípa til uppsagna. 12. mars 2020 12:05