Undirbýr kvörtun til Persónuverndar vegna færslu Heitirpottar.is Andri Eysteinsson skrifar 24. maí 2020 15:09 Ein myndanna sem birtist í færslu Heitirpottar.is. Persónugreinanlegar upplýsingar hafa verið afmáðar af myndinni. Færslunni hefur nú verið eytt. Skjáskot Tómas Kristjánsson, lögfræðingur og eigandi fyrirtækisins Lögréttu, telur að heitirpottar.is, sem rekið er af Kristjáni Berg Ásgeirssyni, sem betur er þekktur sem Fiskikóngurinn, brotið persónuverndarlög þegar myndir sem innihéldu persónuupplýsingar viðskiptavina voru birtar á Facebook-síðu fyrirtækisins. Hann gerir ráð fyrir að skila kvörtun til Persónuverndar vegna málsins á morgun. Í gær birtust á Facebook-síðu fyrirtækisins myndir af skjölum til staðfestingar á seldum pottum. Á skjölunum má glögglega sjá nöfn kaupenda, símanúmer og í sumum tilfellum heimilisföng. Þá kemur fram hvers lags pottur var keyptur og hvenær fyrirhugað er að hann verði sóttur. Tómas telur að í þessu tilfelli ekki sé hægt að skýla sér á bak við ungan aldur núverandi persónuverndarlaga. Samsvarandi ákvæði um mál af sama meiði hafi verið að finna í eldri löggjöf.MYND/AÐSEND „Þessi birting eins og hún er þarna, þetta telst vera vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt persónuverndarlögum,“ segir Tómas og vísar sérstaklega til 8. greinar laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, þar sem meginreglur um vinnslu persónuupplýsinga er að finna. Tómas bendir jafnframt á að ákvæðið sem vísað er til sé ekki nýtilkomið. Þannig geti menn ekki „skýlt sér á bak við það“ að Alþingi hafi samþykkt nýja persónuverndarlöggjöf í júní 2018. Hann segir sambærilegt ákvæði hafa verið í fyrri persónuverndarlögum frá árinu 2000. Tómas segist hafa verið í sambandi við nokkra þeirra viðskiptavini sem nafngreindir voru í færslunni. Þeir séu flestir óánægðir með uppátækið. Þá geri hann ráð fyrir því að vera kominn með umboð til að ganga frá formlegri kvörtun til Persónuverndar á morgun. Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitirpottar.is, sagði í samtali við Vísi að engar kvartanir hefðu borist vegna málsins og að um mistök hafi verið að ræða. Um leið og hann hafi áttað sig á hvernig var í pottinn búið hafi færslan verið fjarlægð. „Ég vil lítið vera að tjá mig um þetta en það var engin ætlun hjá okkur að fara að birta einhverjar upplýsingar,“ sagði Kristján. Kristján, einnig þekktur sem Fiskikóngurinn, segir að upplýsingarnar hafi verið birtar fyrir mistök.Stöð 2 Persónuvernd Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tómas Kristjánsson, lögfræðingur og eigandi fyrirtækisins Lögréttu, telur að heitirpottar.is, sem rekið er af Kristjáni Berg Ásgeirssyni, sem betur er þekktur sem Fiskikóngurinn, brotið persónuverndarlög þegar myndir sem innihéldu persónuupplýsingar viðskiptavina voru birtar á Facebook-síðu fyrirtækisins. Hann gerir ráð fyrir að skila kvörtun til Persónuverndar vegna málsins á morgun. Í gær birtust á Facebook-síðu fyrirtækisins myndir af skjölum til staðfestingar á seldum pottum. Á skjölunum má glögglega sjá nöfn kaupenda, símanúmer og í sumum tilfellum heimilisföng. Þá kemur fram hvers lags pottur var keyptur og hvenær fyrirhugað er að hann verði sóttur. Tómas telur að í þessu tilfelli ekki sé hægt að skýla sér á bak við ungan aldur núverandi persónuverndarlaga. Samsvarandi ákvæði um mál af sama meiði hafi verið að finna í eldri löggjöf.MYND/AÐSEND „Þessi birting eins og hún er þarna, þetta telst vera vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt persónuverndarlögum,“ segir Tómas og vísar sérstaklega til 8. greinar laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, þar sem meginreglur um vinnslu persónuupplýsinga er að finna. Tómas bendir jafnframt á að ákvæðið sem vísað er til sé ekki nýtilkomið. Þannig geti menn ekki „skýlt sér á bak við það“ að Alþingi hafi samþykkt nýja persónuverndarlöggjöf í júní 2018. Hann segir sambærilegt ákvæði hafa verið í fyrri persónuverndarlögum frá árinu 2000. Tómas segist hafa verið í sambandi við nokkra þeirra viðskiptavini sem nafngreindir voru í færslunni. Þeir séu flestir óánægðir með uppátækið. Þá geri hann ráð fyrir því að vera kominn með umboð til að ganga frá formlegri kvörtun til Persónuverndar á morgun. Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitirpottar.is, sagði í samtali við Vísi að engar kvartanir hefðu borist vegna málsins og að um mistök hafi verið að ræða. Um leið og hann hafi áttað sig á hvernig var í pottinn búið hafi færslan verið fjarlægð. „Ég vil lítið vera að tjá mig um þetta en það var engin ætlun hjá okkur að fara að birta einhverjar upplýsingar,“ sagði Kristján. Kristján, einnig þekktur sem Fiskikóngurinn, segir að upplýsingarnar hafi verið birtar fyrir mistök.Stöð 2
Persónuvernd Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira