„Fór til Danmerkur og lenti á vegg en sænska deildin er ekkert ósvipuð Olís-deildinni“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2020 11:30 Daníel Freyr er á leið út á ný. vísir/bára Handboltamarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson er á leið til Svíþjóðar þar sem hann mun leika með sænska liðinu Eskilstuna Guif á næstu leiktíð. Hann segir að samningurinn hafi hentað vel fyrir báða aðila. Daníel Freyr gekk í raðir Vals sumarið 2018 en hann hefur verið öflugur frá því að hann kom heim. Valur sat í toppsætinu er deildin var blásin af í vetur og var komið í 8-liða úrslit Áskorendabikars Evrópu en markvörðurinn er spenntur fyrir útlandsævintýri. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hef verið þarna áður á þessu svæði svo þetta er pínu eins og að koma aftur til Íslands. Þetta eru engir stórir flutningar og ekki ný deild og ekki nýtt umhverfi svo þetta leggst mjög vel í mig,“ sagði Daníel í Sportinu í dag. „Já og nei. Þetta hentar mjög vel fyrir mig að kærastan mín býr í Stokkhólmi en það er tilviljun að þetta lið kom akkúrat upp. Þetta hentaði gríðarlega vel og þeir vildu markmann sem þyrftu ekki tíma til að aðlagast svo þetta hentaði vel fyrir báða.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daníel fer í atvinnumennsku en hann hefur áður leikið bæði í sænsku og dönsku deildinni áður en hann kom aftur heim og lék með Val. „Ég fór til Danmerkur og þar lenti maður á smá vegg. Síðan er sænska deildin ekkert svo ósvipuð Olís-deildinni á meðan danska er aðeins sterkari og meiri „physic“ og meiri atvinnumennska. Þegar ég var síðast í Svíþjóð var ég með sænskan markmannsþjálfara og þá komu fullt af nýjum hugmyndum sem var hægt að viðhalda hér. Svo eldist maður og þroskast sem leikmaður og verður betri.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan en þar segir Daníel meðal annars að hann vilji spila með uppeldisfélaginu, FH, áður en ferlinum lýkur. Klippa: Sportið í dag - Daníel Freyr er á leiðinni til Svíþjóðar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sænski handboltinn Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Handbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Handboltamarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson er á leið til Svíþjóðar þar sem hann mun leika með sænska liðinu Eskilstuna Guif á næstu leiktíð. Hann segir að samningurinn hafi hentað vel fyrir báða aðila. Daníel Freyr gekk í raðir Vals sumarið 2018 en hann hefur verið öflugur frá því að hann kom heim. Valur sat í toppsætinu er deildin var blásin af í vetur og var komið í 8-liða úrslit Áskorendabikars Evrópu en markvörðurinn er spenntur fyrir útlandsævintýri. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hef verið þarna áður á þessu svæði svo þetta er pínu eins og að koma aftur til Íslands. Þetta eru engir stórir flutningar og ekki ný deild og ekki nýtt umhverfi svo þetta leggst mjög vel í mig,“ sagði Daníel í Sportinu í dag. „Já og nei. Þetta hentar mjög vel fyrir mig að kærastan mín býr í Stokkhólmi en það er tilviljun að þetta lið kom akkúrat upp. Þetta hentaði gríðarlega vel og þeir vildu markmann sem þyrftu ekki tíma til að aðlagast svo þetta hentaði vel fyrir báða.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daníel fer í atvinnumennsku en hann hefur áður leikið bæði í sænsku og dönsku deildinni áður en hann kom aftur heim og lék með Val. „Ég fór til Danmerkur og þar lenti maður á smá vegg. Síðan er sænska deildin ekkert svo ósvipuð Olís-deildinni á meðan danska er aðeins sterkari og meiri „physic“ og meiri atvinnumennska. Þegar ég var síðast í Svíþjóð var ég með sænskan markmannsþjálfara og þá komu fullt af nýjum hugmyndum sem var hægt að viðhalda hér. Svo eldist maður og þroskast sem leikmaður og verður betri.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan en þar segir Daníel meðal annars að hann vilji spila með uppeldisfélaginu, FH, áður en ferlinum lýkur. Klippa: Sportið í dag - Daníel Freyr er á leiðinni til Svíþjóðar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sænski handboltinn Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Handbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira