„Forgangsmál að láta þennan tíma líða og að skaðinn verði sem minnstur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2020 10:57 Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri. Vísir/Birgir Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, segir að ferðabann til Evrópu sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, setti á í nótt og gildir næstu fjórar vikur sé högg fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Hins vegar sé þetta aðgerð sem sé ekki til mjög langs tíma þannig að menn verði að gera ráð fyrir því að þetta jafni sig nú á árinu. „Fókusinn verður að vera á því að við munum nú ná okkur upp úr þessu í vor og það er það sem skiptir mestu máli. Auðvitað stoppa komur bandarískra ferðamanna næstu fjórar vikurnar en þetta er sá tími ársins sem ferðalög hafa verið frekar umfangslítil almennt þannig að það er kannski einhver huggun í því,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hann segir apríl klárlega vera fremur slakan mánuð almennt þegar kemur að ferðaþjónustunni. „Auðvitað er þetta högg og auðvitað er þetta vont fyrir ferðaþjónustuna en það verður að líta á það í því samhengi að þetta er ekki háönn,“ segir hann. Hann segir enga spurningu um það að þessar aðgerðir bandarískra yfirvalda séu alvarlegt mál en fókusinn nú verði að vera á það að vinna sig út úr þessu. „Og áherslan á að passa upp á bókanir sumarsins að þær haldi sér og fjölgi því það er sá árstími sem er mikilvægastur fyrir ferðaþjónustuna.“ Skarphéðinn segir að undanfarið hafi þetta fyrst og fremst verið þannig í ferðaþjónustunni að bókanir séu ekki að berast vegna óvissunar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur skapað. „Auðvitað eru einhverjar afbókanir en alvarleikinn liggur fyrst og fremst í því að bókanir eru ekki að berast, það er ekki að bætast við fyrir sumarið en þetta er tímabil sem menn gera ekki ráð fyrir að vari ekki nema í nokkrar vikur þannig að fyrir sumarið ætti þetta að vera farið að jafna sig þannig að menn gera ráð fyrir að ferðamenn skili sér í sumar,“ segir Skarphéðinn. Spurður út í aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í vikunni og miða að því að fjölga ferðamönnum hingað til lands og hvetja Íslendinga til ferða innanlands og hvenær þær geti hafist segir Skarphéðinn að slík átök verði af fara af stað á réttum tíma þegar markaðir séu móttækilegir fyrir slíkum skilaboðum. „Það er engin ástæða til að fara af stað með það á meðan sú óvissa sem núna er í gangi á meðan hún er til staðar, sérstaklega á erlendum mörkuðum, það eru margar ferðamannaþjóðir sem halda að sér höndum á meðan og það er forgangsmál að láta þennan tíma líða og að skaðinn verði sem minnstur á meðan á því stendur. Þetta er allt öðruvísi krísa í ferðaþjónustu en í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 eða við slíkar kringumstæður, þetta á að jafna sig fremur hratt þegar að því kemur.“ Wuhan-veiran Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, segir að ferðabann til Evrópu sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, setti á í nótt og gildir næstu fjórar vikur sé högg fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Hins vegar sé þetta aðgerð sem sé ekki til mjög langs tíma þannig að menn verði að gera ráð fyrir því að þetta jafni sig nú á árinu. „Fókusinn verður að vera á því að við munum nú ná okkur upp úr þessu í vor og það er það sem skiptir mestu máli. Auðvitað stoppa komur bandarískra ferðamanna næstu fjórar vikurnar en þetta er sá tími ársins sem ferðalög hafa verið frekar umfangslítil almennt þannig að það er kannski einhver huggun í því,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hann segir apríl klárlega vera fremur slakan mánuð almennt þegar kemur að ferðaþjónustunni. „Auðvitað er þetta högg og auðvitað er þetta vont fyrir ferðaþjónustuna en það verður að líta á það í því samhengi að þetta er ekki háönn,“ segir hann. Hann segir enga spurningu um það að þessar aðgerðir bandarískra yfirvalda séu alvarlegt mál en fókusinn nú verði að vera á það að vinna sig út úr þessu. „Og áherslan á að passa upp á bókanir sumarsins að þær haldi sér og fjölgi því það er sá árstími sem er mikilvægastur fyrir ferðaþjónustuna.“ Skarphéðinn segir að undanfarið hafi þetta fyrst og fremst verið þannig í ferðaþjónustunni að bókanir séu ekki að berast vegna óvissunar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur skapað. „Auðvitað eru einhverjar afbókanir en alvarleikinn liggur fyrst og fremst í því að bókanir eru ekki að berast, það er ekki að bætast við fyrir sumarið en þetta er tímabil sem menn gera ekki ráð fyrir að vari ekki nema í nokkrar vikur þannig að fyrir sumarið ætti þetta að vera farið að jafna sig þannig að menn gera ráð fyrir að ferðamenn skili sér í sumar,“ segir Skarphéðinn. Spurður út í aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í vikunni og miða að því að fjölga ferðamönnum hingað til lands og hvetja Íslendinga til ferða innanlands og hvenær þær geti hafist segir Skarphéðinn að slík átök verði af fara af stað á réttum tíma þegar markaðir séu móttækilegir fyrir slíkum skilaboðum. „Það er engin ástæða til að fara af stað með það á meðan sú óvissa sem núna er í gangi á meðan hún er til staðar, sérstaklega á erlendum mörkuðum, það eru margar ferðamannaþjóðir sem halda að sér höndum á meðan og það er forgangsmál að láta þennan tíma líða og að skaðinn verði sem minnstur á meðan á því stendur. Þetta er allt öðruvísi krísa í ferðaþjónustu en í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 eða við slíkar kringumstæður, þetta á að jafna sig fremur hratt þegar að því kemur.“
Wuhan-veiran Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira