Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verða til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma sem hefst á Alþingi klukkan 10:30.
Ætla má að kórónuveirufaraldurinn og áhrif hennar á efnahagslífið verði þingmönnum ofarlega í huga í ljósi tíðinda dagsins og undanfarinna missera. Hægt er að fylgjast með þingfundinum í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.