Tölvuárásum fjölgar mjög á tímum fjarvinnu Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2020 12:19 Finnskir rannsakendur segja einnig að tíðni tölvuárása í Bandaríkjunum og víða í Evrópu hafi tvöfaldast frá janúar til mars. EPA/RITCHIE B. TONGO Tölvuárásum gegn fyrirtækjum í Bandaríkjunum og víðar hefur fjölgað verulega að undanförnu, samhliða aukinni heimavinnu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Tölvuþrjótar hafa reynt að nýta sér það að fólk sé að vinna heima en það hefur gert netöryggissérfræðingum erfitt að tryggja innri kerfi fyrirtækja. Það er vegna þess hve margir vinna að heiman, á mismunandi tölvur, með mismunandi netbúnað og misgott öryggi. Það að svo margir tengi sig við innri kerfi fyrirtækja utan frá, hefur sömuleiðis aukið hættu á tölvuárásum, samkvæmt frétt Reuters. Forsvarsmenn netöryggisfyrirtækisins VMWare Carbon Black sögðust hafa tekið eftir 148 prósenta aukningu í svokölluðum „ransomware“ árásum í mars, samanborið við mars í fyrra. Slíkar árásir ganga út á að tölvuþrjótar reyna að ná stjórn á tölvum og kerfum og þvinga fólk og fyrirtæki til að greiða svo gögnum sé ekki eytt. Finnskir rannsakendur segja einnig að tíðni tölvuárása í Bandaríkjunum og víða í Evrópu hafi tvöfaldast frá janúar til mars. Yfirvöld Bandaríkjanna vöruðu við því á miðvikudaginn að tölvuþrjótar á vegum einræðisstjórnar Norður-Kóreu væru að reyna árásir á alþjóðafjármálastofnanir og fyrirtæki. Markmið þeirra væri að stela peningum og skaða stöðugleika alþjóðafjármálakerfisins. Í yfirlýsingu frá Utanríkisráðuneyti, Fjármálaráðuneyti og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, segir að einræðisstjórn Kim Jong Un reiði sig sífellt meira á tölvuárásir til að verða sér út um fé til vopnaþróunar og framleiðslu. Til marks um það megi benda á WannaCry 2.0 árásina í maí 2017. Ormurinn fór í að minnsta kosti 300 þúsund tölvur í 150 löndum vítt og breitt um heiminn og olli gífurlegu tjóni. Politico sagði frá því í gær að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa greint mikla aukningu í tölvuárásum á bandarísk fyrirtæki sem vinna að verkefnum fyrir herafla ríkisins og búa yfir leynilegum upplýsingum. Þar á meðal eru fyrirtæki sem vinna í heilbrigðistækni. Árásirnar hafa verið raktar til tölvuþrjóta á vegum Kommúnistaflokks Kína. Fjarvinna Netöryggi Netglæpir Norður-Kórea Kína Bandaríkin Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Tölvuárásum gegn fyrirtækjum í Bandaríkjunum og víðar hefur fjölgað verulega að undanförnu, samhliða aukinni heimavinnu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Tölvuþrjótar hafa reynt að nýta sér það að fólk sé að vinna heima en það hefur gert netöryggissérfræðingum erfitt að tryggja innri kerfi fyrirtækja. Það er vegna þess hve margir vinna að heiman, á mismunandi tölvur, með mismunandi netbúnað og misgott öryggi. Það að svo margir tengi sig við innri kerfi fyrirtækja utan frá, hefur sömuleiðis aukið hættu á tölvuárásum, samkvæmt frétt Reuters. Forsvarsmenn netöryggisfyrirtækisins VMWare Carbon Black sögðust hafa tekið eftir 148 prósenta aukningu í svokölluðum „ransomware“ árásum í mars, samanborið við mars í fyrra. Slíkar árásir ganga út á að tölvuþrjótar reyna að ná stjórn á tölvum og kerfum og þvinga fólk og fyrirtæki til að greiða svo gögnum sé ekki eytt. Finnskir rannsakendur segja einnig að tíðni tölvuárása í Bandaríkjunum og víða í Evrópu hafi tvöfaldast frá janúar til mars. Yfirvöld Bandaríkjanna vöruðu við því á miðvikudaginn að tölvuþrjótar á vegum einræðisstjórnar Norður-Kóreu væru að reyna árásir á alþjóðafjármálastofnanir og fyrirtæki. Markmið þeirra væri að stela peningum og skaða stöðugleika alþjóðafjármálakerfisins. Í yfirlýsingu frá Utanríkisráðuneyti, Fjármálaráðuneyti og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, segir að einræðisstjórn Kim Jong Un reiði sig sífellt meira á tölvuárásir til að verða sér út um fé til vopnaþróunar og framleiðslu. Til marks um það megi benda á WannaCry 2.0 árásina í maí 2017. Ormurinn fór í að minnsta kosti 300 þúsund tölvur í 150 löndum vítt og breitt um heiminn og olli gífurlegu tjóni. Politico sagði frá því í gær að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa greint mikla aukningu í tölvuárásum á bandarísk fyrirtæki sem vinna að verkefnum fyrir herafla ríkisins og búa yfir leynilegum upplýsingum. Þar á meðal eru fyrirtæki sem vinna í heilbrigðistækni. Árásirnar hafa verið raktar til tölvuþrjóta á vegum Kommúnistaflokks Kína.
Fjarvinna Netöryggi Netglæpir Norður-Kórea Kína Bandaríkin Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira