Hjúkrunarfræðingur furðar sig á „heift og reiði“ í garð heilbrigðisstarfsfólks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2020 23:09 Hjúkrunarfræðingar eru í fremstu víglínu þegar kemur að því að tækla kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Hjúkrunarfræðingur segist gáttaður á þeirri heift og reiði í garð heilbrigðisstarfsfólks sem hún segir ríkja í samfélaginu. Hún undrast viðbrögð landlæknis og forstjóra Landspítalans við utanlandsferðum heilbrigðisstarfsfólks og segir að setja ætti á ferðabann ef raunverulegur vilji til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit heilbrigðisstarfsfólks sé fyrir hendi. Umræddur hjúkrunarfræðingur er Helga Jónsdóttir, sem ritaði stuttan pistil um málið í dag. Með pistlinum deilir Helga frétt Vísis frá því í dag, þar sem greint var frá því að starfsmenn Landspítala hefðu haldið til Austurríkis eftir að landlæknir gaf út tilmæli um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. „Í fyrsta lagi fóru þessir hjúkrunarfræðingar og læknar til svæða sem ekki voru skilgreind sem hættusvæði á þeim tíma sem farið var. Það má vel vera að staðan hafi breyst seinna meir,“ skrifar Helga og bætir við að ekki hafi verið lagt bann við ferðum til annarra landa. Á mánudag gaf landlæknir út fréttatilkynningu um að skilgreindum áhættusvæðum í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar hefði verið fjölgað. Meðal þeirra svæða sem bættust við lista yfir áhættusvæði vöru afmörkuð svæði í Austurríki, Sviss, Þýskalandi og Frakklandi. Umræddir heilbrigðisstarfsmenn fóru hins vegar á þessi svæði áður en svæðin voru skilgreind sem hættusvæði, en síðar var hættumatinu breytt og starfsfólkið fór því í sóttkví við heimkomu. „Í öðru lagi, ef landlækni, forstjóra Landspítala og fleirum var svona umhugað um að koma í veg fyrir smit heilbrigðisstarfsfólks þá hefði bara átt að setja ferðabann Á ALLA LANDSMENN STRAX! Fólk getur smitast hvar sem er, ERLENDIS OG HÉRLENDIS,“ skrifar Helga, en ekki hefur verið lagt bann við ferðalögum, hvorki heilbrigðisstarfsmanna né annarra. „Í þriðja lagi, þá finnst mér það alltaf jafn fáránlegt þegar verið er að setja þessar ógeðslega miklu kröfur á okkur sem vinnum í heilbrigðiskerfinu þar sem við eigum bara að hunsa allt sem skiptir okkur máli til þess að fórna okkur fyrir alla hina sem bæði meta okkur ekki að verðleikum og/eða taka okkur af lífi fyrir það að standa aðeins í lappirnar og setja einhver mörk. Við erum fólk eins og allir aðrir sem eigum rétt á okkar persónulega lífi þegar við erum ekki að vinna og erum að reyna að gera okkar besta,“ skrifar Helga að lokum. Samkvæmt heimildum Vísis er Helga langt í frá eini heilbrigðisstarfsmaðurinn sem er þessarar skoðunar. Miklar umræður sköpuðust á Facebook-síðu hjúkrunarfræðinga í dag vegna málsins og var mörgum heitt í hamsi. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Óska eftir heilbrigðisstarfsfólki á útkallslista vegna veirunnar Heilbrigðisyfirvöld hérlendis hafa óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 11. mars 2020 13:09 Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 12:00 69 starfsmenn Landspítala nú í sóttkví 11. mars 2020 13:29 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur segist gáttaður á þeirri heift og reiði í garð heilbrigðisstarfsfólks sem hún segir ríkja í samfélaginu. Hún undrast viðbrögð landlæknis og forstjóra Landspítalans við utanlandsferðum heilbrigðisstarfsfólks og segir að setja ætti á ferðabann ef raunverulegur vilji til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit heilbrigðisstarfsfólks sé fyrir hendi. Umræddur hjúkrunarfræðingur er Helga Jónsdóttir, sem ritaði stuttan pistil um málið í dag. Með pistlinum deilir Helga frétt Vísis frá því í dag, þar sem greint var frá því að starfsmenn Landspítala hefðu haldið til Austurríkis eftir að landlæknir gaf út tilmæli um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. „Í fyrsta lagi fóru þessir hjúkrunarfræðingar og læknar til svæða sem ekki voru skilgreind sem hættusvæði á þeim tíma sem farið var. Það má vel vera að staðan hafi breyst seinna meir,“ skrifar Helga og bætir við að ekki hafi verið lagt bann við ferðum til annarra landa. Á mánudag gaf landlæknir út fréttatilkynningu um að skilgreindum áhættusvæðum í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar hefði verið fjölgað. Meðal þeirra svæða sem bættust við lista yfir áhættusvæði vöru afmörkuð svæði í Austurríki, Sviss, Þýskalandi og Frakklandi. Umræddir heilbrigðisstarfsmenn fóru hins vegar á þessi svæði áður en svæðin voru skilgreind sem hættusvæði, en síðar var hættumatinu breytt og starfsfólkið fór því í sóttkví við heimkomu. „Í öðru lagi, ef landlækni, forstjóra Landspítala og fleirum var svona umhugað um að koma í veg fyrir smit heilbrigðisstarfsfólks þá hefði bara átt að setja ferðabann Á ALLA LANDSMENN STRAX! Fólk getur smitast hvar sem er, ERLENDIS OG HÉRLENDIS,“ skrifar Helga, en ekki hefur verið lagt bann við ferðalögum, hvorki heilbrigðisstarfsmanna né annarra. „Í þriðja lagi, þá finnst mér það alltaf jafn fáránlegt þegar verið er að setja þessar ógeðslega miklu kröfur á okkur sem vinnum í heilbrigðiskerfinu þar sem við eigum bara að hunsa allt sem skiptir okkur máli til þess að fórna okkur fyrir alla hina sem bæði meta okkur ekki að verðleikum og/eða taka okkur af lífi fyrir það að standa aðeins í lappirnar og setja einhver mörk. Við erum fólk eins og allir aðrir sem eigum rétt á okkar persónulega lífi þegar við erum ekki að vinna og erum að reyna að gera okkar besta,“ skrifar Helga að lokum. Samkvæmt heimildum Vísis er Helga langt í frá eini heilbrigðisstarfsmaðurinn sem er þessarar skoðunar. Miklar umræður sköpuðust á Facebook-síðu hjúkrunarfræðinga í dag vegna málsins og var mörgum heitt í hamsi.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Óska eftir heilbrigðisstarfsfólki á útkallslista vegna veirunnar Heilbrigðisyfirvöld hérlendis hafa óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 11. mars 2020 13:09 Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 12:00 69 starfsmenn Landspítala nú í sóttkví 11. mars 2020 13:29 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Óska eftir heilbrigðisstarfsfólki á útkallslista vegna veirunnar Heilbrigðisyfirvöld hérlendis hafa óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 11. mars 2020 13:09
Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 12:00