Segja óljóst hvernig ríkisstjórnin hyggst útfæra aðgerðirnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. mars 2020 19:35 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja jákvætt að ríkisstjórnin bregðist við efnahagsáhrifum af völdum kórónuveirunnar. Aftur á móti þykir þeim nokkuð óljóst hvernig stendur til að útfæra þessar aðgerðir. Stjórnarandstaðan kallaði eftir sérstakri umræðu á Alþingi um stöðuna í efnahagsmálum og mun forsætisráðherra flytja munnlega skýrslu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þingfundi á morgun. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem telur aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðaði í gær vera óljósar. „Það er svolítið erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað mér finnst um þær. Það þarf að koma frekari skýring á þeim. Hins vegar þykir okkur í Samfylkingunni mjög mikilvægt að það sé tryggt eins og hægt er að fyrirtæki haldi áfram í rekstri og reyna að koma í veg fyrir atvinnuleysi eins og mögulegt er þannig að við styðjum slíkar aðgerðir,“ segir Oddný. „Gamaldags aðferðir“ dugi ekki einar og sér Þá taki Samfylkingin heilshugar undir athugasemdir Alþýðusambands Íslands sem telur skorta á félagslegar aðgerðir og samtal við verkalýðshreyfinguna í þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin boðaði í gær. „Það er alls ekki nóg að hafa aðeins samráð við fjármálafyrirtæki og samtök atvinnulífsins í þessari stöðu. Það er ekki hægt heldur að beita þessum gamaldags aðgerðum í gegnum peningastefnu og ríkisfjármál eingöngu. Þetta er mjög sérstök staða og sérstaklega ástandið sem skapast á meðan faraldurinn er að ganga yfir. Við þurfum að horfa á skemmtanaiðnaðinn, við þurfum að horfa á einyrkjana og þetta eru blandaðar aðgerðir sem að við þurfum að fara í og passa að enginn verði útundan,“ segir Oddný. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir hljóðið þungt meðal atvinnurekenda. „Óvissan sem við erum að horfa framan í núna svona næstu þrjá til sex mánuðina myndi ég segja er án fordæma. Það kallar á mjög afgerandi og skýrar aðgerðir þannig að fyrirtæki viti alveg að hverju þau gangi þegar að kemur að stuðningi frá ríkinu,“ segir Þorsteinn. „Og það var því miður í þessum sjö atriðum sem tínd voru til í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í gær sáralítið að finna þar annað heldur en að gistináttagjaldið yrði fellt niður sem er milljarður á ári í góðu ári fyrir ríkissjóð.“ Spurður hvort ekki sé eðlilegt að aðgerðir hafi ekki verið fyllilega útfærðar á þessu stigi, í ljósi óvissunnar sem uppi er og þess hve hratt forsendur hafa breyst, segist Þorsteinn vona að ríkisstjórnin taki ekki of langan tíma í að ákvarða útfærslu. „Því að við erum að horfa á tveggja til fjögurra mánaða neyðarástand myndi ég segja og við ætlum að bregðast við því með slíkum hætti. Við eigum að koma með afgerandi aðgerðir strax þannig að atvinnulífið og heimilin viti að hverju þau ganga,“ segir Þorsteinn. Getum tekið talsvert högg Hvað varðar að setja aukinn kraft í opinberar framkvæmdir hljóti það að vera svo að fyrir liggi verkefni sem þegar sé hafinn undirbúningur að sem ætti að vera hægt að ráðast í strax. „Það er blessunarlega vill svo til að ríkissjóður er vel staddur. Við getum tekið talsvert högg á ríkissjóð tímabundið og það er auðvitað, til þess að við séum heldur ekki að mála skrattann á vegginn of dökkum litum hér, þetta er tímabundin skörp niðursveifla. En það er engin ástæða til að ætla annað en að við réttum svo nokkuð hratt úr kútnum aftur og það réttlætir eiginlega enn frekar að ríkissjóður komi með ákveðnum hætti inn núna,“ segir Þorsteinn. Alþingi Efnahagsmál Wuhan-veiran Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja jákvætt að ríkisstjórnin bregðist við efnahagsáhrifum af völdum kórónuveirunnar. Aftur á móti þykir þeim nokkuð óljóst hvernig stendur til að útfæra þessar aðgerðir. Stjórnarandstaðan kallaði eftir sérstakri umræðu á Alþingi um stöðuna í efnahagsmálum og mun forsætisráðherra flytja munnlega skýrslu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þingfundi á morgun. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem telur aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðaði í gær vera óljósar. „Það er svolítið erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað mér finnst um þær. Það þarf að koma frekari skýring á þeim. Hins vegar þykir okkur í Samfylkingunni mjög mikilvægt að það sé tryggt eins og hægt er að fyrirtæki haldi áfram í rekstri og reyna að koma í veg fyrir atvinnuleysi eins og mögulegt er þannig að við styðjum slíkar aðgerðir,“ segir Oddný. „Gamaldags aðferðir“ dugi ekki einar og sér Þá taki Samfylkingin heilshugar undir athugasemdir Alþýðusambands Íslands sem telur skorta á félagslegar aðgerðir og samtal við verkalýðshreyfinguna í þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin boðaði í gær. „Það er alls ekki nóg að hafa aðeins samráð við fjármálafyrirtæki og samtök atvinnulífsins í þessari stöðu. Það er ekki hægt heldur að beita þessum gamaldags aðgerðum í gegnum peningastefnu og ríkisfjármál eingöngu. Þetta er mjög sérstök staða og sérstaklega ástandið sem skapast á meðan faraldurinn er að ganga yfir. Við þurfum að horfa á skemmtanaiðnaðinn, við þurfum að horfa á einyrkjana og þetta eru blandaðar aðgerðir sem að við þurfum að fara í og passa að enginn verði útundan,“ segir Oddný. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir hljóðið þungt meðal atvinnurekenda. „Óvissan sem við erum að horfa framan í núna svona næstu þrjá til sex mánuðina myndi ég segja er án fordæma. Það kallar á mjög afgerandi og skýrar aðgerðir þannig að fyrirtæki viti alveg að hverju þau gangi þegar að kemur að stuðningi frá ríkinu,“ segir Þorsteinn. „Og það var því miður í þessum sjö atriðum sem tínd voru til í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í gær sáralítið að finna þar annað heldur en að gistináttagjaldið yrði fellt niður sem er milljarður á ári í góðu ári fyrir ríkissjóð.“ Spurður hvort ekki sé eðlilegt að aðgerðir hafi ekki verið fyllilega útfærðar á þessu stigi, í ljósi óvissunnar sem uppi er og þess hve hratt forsendur hafa breyst, segist Þorsteinn vona að ríkisstjórnin taki ekki of langan tíma í að ákvarða útfærslu. „Því að við erum að horfa á tveggja til fjögurra mánaða neyðarástand myndi ég segja og við ætlum að bregðast við því með slíkum hætti. Við eigum að koma með afgerandi aðgerðir strax þannig að atvinnulífið og heimilin viti að hverju þau ganga,“ segir Þorsteinn. Getum tekið talsvert högg Hvað varðar að setja aukinn kraft í opinberar framkvæmdir hljóti það að vera svo að fyrir liggi verkefni sem þegar sé hafinn undirbúningur að sem ætti að vera hægt að ráðast í strax. „Það er blessunarlega vill svo til að ríkissjóður er vel staddur. Við getum tekið talsvert högg á ríkissjóð tímabundið og það er auðvitað, til þess að við séum heldur ekki að mála skrattann á vegginn of dökkum litum hér, þetta er tímabundin skörp niðursveifla. En það er engin ástæða til að ætla annað en að við réttum svo nokkuð hratt úr kútnum aftur og það réttlætir eiginlega enn frekar að ríkissjóður komi með ákveðnum hætti inn núna,“ segir Þorsteinn.
Alþingi Efnahagsmál Wuhan-veiran Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent