Velgengni Joe Biden í forvali Demókrataflokksins og slæmt gengi Bernie Sanders, er það helsta sem er til umfjöllunar í fjórða þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál.
Einnig ræða fréttamenn hvaða mögulegu áhrif kórónuveiran getur haft á forsetakosningarnar í nóvember og mögulegt val Joe Biden og Donald Trump á varaforsetaefni og varaforseta.
Þá sér Jakob Bjarnar, sérstakur gestur þáttarins, um að leiklesa Trump-tíst.
Fréttastofa stendur að þessu hlaðvarpi, Bandaríkjunum, í aðdraganda þeirra kosninga sem verða í nóvember.
Hlusta má á þriðja þátt Bandaríkjanna hér að neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify: