Grikkir hafna því að þeir reki leynifangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2020 15:53 Grikkir eru sakaðir um að brjóta á mannréttindum flóttafólks sem reynir að komast til Evrópu frá Tyrklandi. Vísir/EPA Talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar þvertekur fyrir að hún reki leynifangelsi þar sem flóttafólki er haldið og neitað um að leggja fram hælisumsókn eða ræða við lögfræðing. New York Times greindi frá leynifangelsinu sem er sagt nærri landamærum Grikklands og Tyrklands. Tugir þúsunda sýrlenskra flóttamanna hafa reynt að komast inn í Grikkland eftir að tyrknesk stjórnvöld ákváðu að halda þeim ekki lengur þar og byrjaði að flytja þá að landamærunum. Grikkir lokuðu landamærunum og hættu að taka við hælisumsóknum í kjölfarið. Lýsingar flóttamanna sem New York Times ræddi við voru á þá leið að þeir hefðu verið fluttir í fangageymslu þar sem þeir fengu hvorki að tala við lögfræðing né leggja fram umsókn um alþjóðlega vernd. Lögreglumenn hafi svo flutt þá aftur yfir til Tyrklands. Fyrrverandi sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna sagðist telja aðfarir Grikkja stríða gegn alþjóðalögum. Stelios Petsas, talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar, svaraði fyrirspurn New York Times um leynifangelsið ekki beint. Nú fullyrðir hann að ekkert sé hæft í fréttinni. Algert gegnsæi ríki um landamæraeftirlit og öryggi þar. Stjórnarskrá Grikklands sé virt. „Það eru engin leynifangelsi í Grikklandi,“ segir Petsas sem færði einnig rök fyrir því að ef alþjóðlegt dagblað vissi um fangelsið væri það ekki leynilegt, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá hafnaði Petsas því að grískir her- eða lögreglumenn hefðu drepið flóttamenn á landamærunum. New York Times vísaði í myndbandsupptökur og framburð vitna um að í það minnsta einn sýrlensku flóttamaður hefði verið skotinn til bana í síðustu viku. „Við höfum hafnað afdráttarlaust að slíkt hafi verið á ferðinni, að minnsta kosti af hálfu Grikklands…Þetta er skipulagður tyrkneskur áróður og dreifing falsfrétta,“ sagði Petsas. Grikkland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. 11. mars 2020 10:55 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar þvertekur fyrir að hún reki leynifangelsi þar sem flóttafólki er haldið og neitað um að leggja fram hælisumsókn eða ræða við lögfræðing. New York Times greindi frá leynifangelsinu sem er sagt nærri landamærum Grikklands og Tyrklands. Tugir þúsunda sýrlenskra flóttamanna hafa reynt að komast inn í Grikkland eftir að tyrknesk stjórnvöld ákváðu að halda þeim ekki lengur þar og byrjaði að flytja þá að landamærunum. Grikkir lokuðu landamærunum og hættu að taka við hælisumsóknum í kjölfarið. Lýsingar flóttamanna sem New York Times ræddi við voru á þá leið að þeir hefðu verið fluttir í fangageymslu þar sem þeir fengu hvorki að tala við lögfræðing né leggja fram umsókn um alþjóðlega vernd. Lögreglumenn hafi svo flutt þá aftur yfir til Tyrklands. Fyrrverandi sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna sagðist telja aðfarir Grikkja stríða gegn alþjóðalögum. Stelios Petsas, talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar, svaraði fyrirspurn New York Times um leynifangelsið ekki beint. Nú fullyrðir hann að ekkert sé hæft í fréttinni. Algert gegnsæi ríki um landamæraeftirlit og öryggi þar. Stjórnarskrá Grikklands sé virt. „Það eru engin leynifangelsi í Grikklandi,“ segir Petsas sem færði einnig rök fyrir því að ef alþjóðlegt dagblað vissi um fangelsið væri það ekki leynilegt, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá hafnaði Petsas því að grískir her- eða lögreglumenn hefðu drepið flóttamenn á landamærunum. New York Times vísaði í myndbandsupptökur og framburð vitna um að í það minnsta einn sýrlensku flóttamaður hefði verið skotinn til bana í síðustu viku. „Við höfum hafnað afdráttarlaust að slíkt hafi verið á ferðinni, að minnsta kosti af hálfu Grikklands…Þetta er skipulagður tyrkneskur áróður og dreifing falsfrétta,“ sagði Petsas.
Grikkland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. 11. mars 2020 10:55 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. 11. mars 2020 10:55
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13