Rúmlega sjö prósent íbúa Stokkhólms höfðu myndað mótefni í lok apríl Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. maí 2020 17:14 Svíar hafa ekki gripið til jafn róttækra aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og margar aðrar þjóðir. Þessi mynd var tekin í almenningsgarði í Stokkhólmi, 8.maí síðastliðinn. Vísir/EPA Aðeins 7,3 prósent íbúa Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar, höfðu myndað mótefni við kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Þetta leiðir rannsókn á vegum Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar í ljós. Niðurstöðurnar hafa valdið áhyggjum meðal sérfræðinga í Svíþjóð, en viðbrögð landsins við kórónuveirunni hafa verið harðlega gagnrýnd. Nálgun Svía hefur að einhverju leyti hverfst um að ná upp svokölluðu hjarðónæmi gegn kórónuveirunni, en tæplega 3900 manns hafa látist af völdum veirunnar í Svíþjóð. Sú tala er hærri en tala látinna á öllum öðrum Norðurlöndunum til samans. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa talið að hlutfall þeirra sem myndað hefðu mótefni yrði hærra. Hann telur þó að þessi tala 7,3 prósent, endurspegli ástandið eins og það var fyrir nokkrum vikum. Það sé hans trú að nú sé hlutfallið litlu meira en 20 prósent. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.Vísir/AP Lýðheilsustofnun Svíþjóðar hafði hins vegar áður lýst því yfir að áætlað væri að niðurstöður rannsóknarinnar myndu benda til þess að um fjórðungur íbúa Stokkhólms hefðu myndað mótefni. Tom Britton, stærðfræðingur sem unnið hafði að spálíkani um málið, segir tölurnar koma sér á óvart. „Þetta þýðir eitt af tvennu. Annað hvort eru útreikningar stofnunarinnar og mínir rangir, sem gæti verið. En ef það er tilfellið kemur á óvart hve miklu munar. Hinn möguleikinn er að fleiri hafi smitast en myndað mótefni.“ Aðferðin gagnrýnd Björn Olsen, sérfræðingur í smitsjúkdómum við háskólann í Uppsala, hefur sagt að nálgun sem stólar á hjarðónæmi sé „hættuleg og óraunhæf.“ „Ég held að hjarðónæmi sé órafjarri, að því gefnu að það náist yfir höfuð,“ sagði Olsen þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við tölfræði um mótefnamælingarnar. Tegnell hefur sjálfur sagt að hjarðónæmi sé ekki markmið í sjálfu sér, heldur að hægja á útbreiðslu faraldursins svo heilbrigðiskerfið hafi undan að sinna þeim sem veikjast. Hann hefur þó einnig sagt að lönd sem gripið hafa til harðra aðgerða, til dæmis útgöngubanns, til þess að hefta útbreiðslu veirunnar, gætu verið berskjaldaðri fyrir annarri bylgju veirunnar, sökum þess hve lítill hluti þjóðanna hefðu myndað mótefni við henni. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Aðeins 7,3 prósent íbúa Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar, höfðu myndað mótefni við kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Þetta leiðir rannsókn á vegum Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar í ljós. Niðurstöðurnar hafa valdið áhyggjum meðal sérfræðinga í Svíþjóð, en viðbrögð landsins við kórónuveirunni hafa verið harðlega gagnrýnd. Nálgun Svía hefur að einhverju leyti hverfst um að ná upp svokölluðu hjarðónæmi gegn kórónuveirunni, en tæplega 3900 manns hafa látist af völdum veirunnar í Svíþjóð. Sú tala er hærri en tala látinna á öllum öðrum Norðurlöndunum til samans. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa talið að hlutfall þeirra sem myndað hefðu mótefni yrði hærra. Hann telur þó að þessi tala 7,3 prósent, endurspegli ástandið eins og það var fyrir nokkrum vikum. Það sé hans trú að nú sé hlutfallið litlu meira en 20 prósent. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.Vísir/AP Lýðheilsustofnun Svíþjóðar hafði hins vegar áður lýst því yfir að áætlað væri að niðurstöður rannsóknarinnar myndu benda til þess að um fjórðungur íbúa Stokkhólms hefðu myndað mótefni. Tom Britton, stærðfræðingur sem unnið hafði að spálíkani um málið, segir tölurnar koma sér á óvart. „Þetta þýðir eitt af tvennu. Annað hvort eru útreikningar stofnunarinnar og mínir rangir, sem gæti verið. En ef það er tilfellið kemur á óvart hve miklu munar. Hinn möguleikinn er að fleiri hafi smitast en myndað mótefni.“ Aðferðin gagnrýnd Björn Olsen, sérfræðingur í smitsjúkdómum við háskólann í Uppsala, hefur sagt að nálgun sem stólar á hjarðónæmi sé „hættuleg og óraunhæf.“ „Ég held að hjarðónæmi sé órafjarri, að því gefnu að það náist yfir höfuð,“ sagði Olsen þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við tölfræði um mótefnamælingarnar. Tegnell hefur sjálfur sagt að hjarðónæmi sé ekki markmið í sjálfu sér, heldur að hægja á útbreiðslu faraldursins svo heilbrigðiskerfið hafi undan að sinna þeim sem veikjast. Hann hefur þó einnig sagt að lönd sem gripið hafa til harðra aðgerða, til dæmis útgöngubanns, til þess að hefta útbreiðslu veirunnar, gætu verið berskjaldaðri fyrir annarri bylgju veirunnar, sökum þess hve lítill hluti þjóðanna hefðu myndað mótefni við henni.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira