Maguire leið vel með að snúa aftur á völlinn | Fyrirliði Watford ekki sama sinnis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 11:00 Maguire er ángæður með að æfingar séu farnar aftur af stað. Laurence Griffiths/Getty Images Ensk yfirvöld hafa slakað á fjöldatakmörkunum þar í landi undanfarna daga og þýðir það að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar mega nú æfa í litlum hópum. Sky Sports ræddi við Harry Maguire um endurkomuna en hann segir að sér hafi liðið mjög vel en leikmenn voru skimaðir fyrir veirunni þegar þeir snéru aftur. Eru liðin í „fasa eitt“ og ef allt gengur að óskum geta þau hafið æfingar í stærri hópum innan tíðar. Alls greindust sex með kórónuveiruna af þeim 747 sem voru skimaðir. Ekki er endilega um að ræða leikmenn en þjálfarar og starfsfólk var einnig skimað. Leikmenn Man Utd snéru aftur á Carrington, æfingasvæði félagsins, í gær – tveimur mánuðum eftir að liðið lék síðast leik – og þó æfingin hafi ekki verið með hefðbundnu sniði þá var Maguire sáttur með að vera kominn aftur á grasið. „Þetta er fyrsti dagurinn okkar í dag en það virðist allt vera mjög öruggt og allir eru að fara eftir fyrirmælum, svo lengi sem það heldur áfram þá hef ég engar áhyggjur,“ sagði Maguire meðal annars. Þá segir hann að það sé mun minna af fólki á æfingavæðinu en venjulega og liðið æfi í fjögurra manna hópum með einn þjálfara. Enjoy seeing today's training pics? @HarryMaguire93 lifts the lid on #MUFC's first day back — Manchester United (@ManUtd) May 20, 2020 Troy Deeney, fyrirliði Watford, mætti ekki til æfinga í gær en hann á ungan son sem hefur glímt við öndunarörðugleika. Nigel Pearson, þjálfari liðsins, sagðist skilja ákvörðun Deeney er hann ræddi við Sky í gær. Einn leikmaður Watford greindist með kórónuveiruna á dögunum sem og tveir starfsmenn félagsins. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og starfsmaður Sky í dag, er ekki á þeim buxunum og gagnrýndi þá leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að mæta aftur til æfinga í gær. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00 Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Ensk yfirvöld hafa slakað á fjöldatakmörkunum þar í landi undanfarna daga og þýðir það að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar mega nú æfa í litlum hópum. Sky Sports ræddi við Harry Maguire um endurkomuna en hann segir að sér hafi liðið mjög vel en leikmenn voru skimaðir fyrir veirunni þegar þeir snéru aftur. Eru liðin í „fasa eitt“ og ef allt gengur að óskum geta þau hafið æfingar í stærri hópum innan tíðar. Alls greindust sex með kórónuveiruna af þeim 747 sem voru skimaðir. Ekki er endilega um að ræða leikmenn en þjálfarar og starfsfólk var einnig skimað. Leikmenn Man Utd snéru aftur á Carrington, æfingasvæði félagsins, í gær – tveimur mánuðum eftir að liðið lék síðast leik – og þó æfingin hafi ekki verið með hefðbundnu sniði þá var Maguire sáttur með að vera kominn aftur á grasið. „Þetta er fyrsti dagurinn okkar í dag en það virðist allt vera mjög öruggt og allir eru að fara eftir fyrirmælum, svo lengi sem það heldur áfram þá hef ég engar áhyggjur,“ sagði Maguire meðal annars. Þá segir hann að það sé mun minna af fólki á æfingavæðinu en venjulega og liðið æfi í fjögurra manna hópum með einn þjálfara. Enjoy seeing today's training pics? @HarryMaguire93 lifts the lid on #MUFC's first day back — Manchester United (@ManUtd) May 20, 2020 Troy Deeney, fyrirliði Watford, mætti ekki til æfinga í gær en hann á ungan son sem hefur glímt við öndunarörðugleika. Nigel Pearson, þjálfari liðsins, sagðist skilja ákvörðun Deeney er hann ræddi við Sky í gær. Einn leikmaður Watford greindist með kórónuveiruna á dögunum sem og tveir starfsmenn félagsins. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og starfsmaður Sky í dag, er ekki á þeim buxunum og gagnrýndi þá leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að mæta aftur til æfinga í gær.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00 Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00
Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14