Daði Freyr gefur út nýtt lag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. maí 2020 10:26 Daði (fyrir miðju) ásamt Gagnamagninu góða. Skjáskot Daði Freyr Pétursson, höfuðpaurinn á bak við hljómsveitina Daði og Gagnamagnið, hefur gefið frá sér nýtt lag. Lagið ber heitið Where We Wanna Be og aðdáendur Daða þyrftu ekki að hlusta lengi á lagið áður en þeim yrði ljóst hvaðan lagið er komið. Með öðrum orðum: Það er Daða-vibe í laginu. Hér að neðan má hlusta á það. Daði Freyr hefði í síðustu viku átt að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram hefði farið í Rotterdam í Hollandi ef ekki hefði verið fyrir faraldur kórónuveirunnar. Margur Íslendingurinn er raunar á því að í ár hafi verið okkar ár, þar sem bókarar og aðrir veðmálasérfræðingar spáðu Íslandi sigri. Þá hafa Daði og Gagnamagnið hans, með lagið Think About Things, borið sigur úr býtum í nokkrum „litlum Eurovision-keppnum“ þátttökulanda. Keppnirnar virka þannig að öll lögin sem hefðu átt að keppa eru spiluð, og þjóðin sem á í hlut velur síðan sitt uppáhaldslag. Meðal þeirra þjóða sem völdu framlag Íslands sem sitt uppáhald eru Norðmenn, Danir og Ástralir. Ljóst er að lagið sem Daði hugðist halda með til Hollands hefur vakið talsverða athygli. Þegar þetta er skrifað er lagið með meira en tíu og hálfa milljón spilana á Spotify. Eins er tónlistarmyndbandið við lagið, sem sjá má hér að neðan, með rúmar átta milljónir spilana. Það hefur einnig verið notað ótal sinnum í myndböndum á hinu geysivinsæla samskiptaforriti TikTok. Eurovision Tónlist Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Daði Freyr Pétursson, höfuðpaurinn á bak við hljómsveitina Daði og Gagnamagnið, hefur gefið frá sér nýtt lag. Lagið ber heitið Where We Wanna Be og aðdáendur Daða þyrftu ekki að hlusta lengi á lagið áður en þeim yrði ljóst hvaðan lagið er komið. Með öðrum orðum: Það er Daða-vibe í laginu. Hér að neðan má hlusta á það. Daði Freyr hefði í síðustu viku átt að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram hefði farið í Rotterdam í Hollandi ef ekki hefði verið fyrir faraldur kórónuveirunnar. Margur Íslendingurinn er raunar á því að í ár hafi verið okkar ár, þar sem bókarar og aðrir veðmálasérfræðingar spáðu Íslandi sigri. Þá hafa Daði og Gagnamagnið hans, með lagið Think About Things, borið sigur úr býtum í nokkrum „litlum Eurovision-keppnum“ þátttökulanda. Keppnirnar virka þannig að öll lögin sem hefðu átt að keppa eru spiluð, og þjóðin sem á í hlut velur síðan sitt uppáhaldslag. Meðal þeirra þjóða sem völdu framlag Íslands sem sitt uppáhald eru Norðmenn, Danir og Ástralir. Ljóst er að lagið sem Daði hugðist halda með til Hollands hefur vakið talsverða athygli. Þegar þetta er skrifað er lagið með meira en tíu og hálfa milljón spilana á Spotify. Eins er tónlistarmyndbandið við lagið, sem sjá má hér að neðan, með rúmar átta milljónir spilana. Það hefur einnig verið notað ótal sinnum í myndböndum á hinu geysivinsæla samskiptaforriti TikTok.
Eurovision Tónlist Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira