Vitlaust viðhengi kostaði FB 1,3 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2020 23:07 Í viðhenginu voru ekki full nöfn eða kennitölur nemenda en þar mátti finna upplýsingar sem hægt var að rekja til einstakra nemenda. Mynd/FB Persónuvernd hefur sektað Fjölbrautaskólann í Breiðholti (FB) um 1,3 milljónir króna vegna öryggisbrests. Atvikið átti sér stað í ágúst síðastliðnum þegar kennari við skólann sendi fyrir mistök persónuupplýsingar um nemendur í tölvupósti til nýnema og forráðamanna þeirra, alls 57 manns. Pósturinn sem átti að innihalda yfirlit yfir viðtalstíma innihélt þess í stað skjal með upplýsingum um viðtöl sem höfðu verið tekin við aðra nemendur. Í skjalinu voru meðal annars viðkvæmar persónuupplýsingar sem vörðuðu umsjónarnemendur kennarans frá fyrra ári. Sjá einnig: Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Stjórnendur skólans tilkynntu málið strax til Persónuverndar og harmaði skólameistari atvikið þegar fréttastofa ræddi við hann fljótlega eftir að upp komst um málið í ágúst. Fram kemur í úrskurði Persónuverndar að það sé mat stofnunarinnar að öryggisbresturinn hafi verið afleiðing af skorti á tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum af hálfu FB til að tryggja öryggi persónuupplýsinga. Við ákvörðun sektarinnar var meðal annars litið til þess að umræddur öryggisbrestur fól í sér verulega skerðingu á einkalífsrétti viðkomandi nemenda, í ljósi eðlis þeirra persónuupplýsinga sem um ræddi. Elvar Jónsson, skólameistari FB sagði í ágúst að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að strax hafi verið haft samband við þá sem fjallað var um í viðhenginu. Voru viðtakendur þá einnig beðnir um að eyða gögnunum tafarlaust. Persónuvernd tekur undir með Elvari í úrskurði sínum og segir það ljóst að ekki hafi verið að ræða „vinnslu í ólögmætum tilgangi heldur mannleg mistök.“ Persónuvernd Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Persónuvernd hefur sektað Fjölbrautaskólann í Breiðholti (FB) um 1,3 milljónir króna vegna öryggisbrests. Atvikið átti sér stað í ágúst síðastliðnum þegar kennari við skólann sendi fyrir mistök persónuupplýsingar um nemendur í tölvupósti til nýnema og forráðamanna þeirra, alls 57 manns. Pósturinn sem átti að innihalda yfirlit yfir viðtalstíma innihélt þess í stað skjal með upplýsingum um viðtöl sem höfðu verið tekin við aðra nemendur. Í skjalinu voru meðal annars viðkvæmar persónuupplýsingar sem vörðuðu umsjónarnemendur kennarans frá fyrra ári. Sjá einnig: Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Stjórnendur skólans tilkynntu málið strax til Persónuverndar og harmaði skólameistari atvikið þegar fréttastofa ræddi við hann fljótlega eftir að upp komst um málið í ágúst. Fram kemur í úrskurði Persónuverndar að það sé mat stofnunarinnar að öryggisbresturinn hafi verið afleiðing af skorti á tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum af hálfu FB til að tryggja öryggi persónuupplýsinga. Við ákvörðun sektarinnar var meðal annars litið til þess að umræddur öryggisbrestur fól í sér verulega skerðingu á einkalífsrétti viðkomandi nemenda, í ljósi eðlis þeirra persónuupplýsinga sem um ræddi. Elvar Jónsson, skólameistari FB sagði í ágúst að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að strax hafi verið haft samband við þá sem fjallað var um í viðhenginu. Voru viðtakendur þá einnig beðnir um að eyða gögnunum tafarlaust. Persónuvernd tekur undir með Elvari í úrskurði sínum og segir það ljóst að ekki hafi verið að ræða „vinnslu í ólögmætum tilgangi heldur mannleg mistök.“
Persónuvernd Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira