Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2020 11:16 Grímuklæddur starfsmaður matvöruverslunar í Moskvu sótthreinsar yfirborð. Vísir/EPA Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. Þrátt fyrir að næstflest smit sem hafa greinst í heiminum séu í Rússlandi voru ný smit í gær þau fæstu þar frá 1. maí. Alls bættust 8.764 ný smit við. Samkvæmt opinberum tölum hafa 2.972 látist í Rússlandi sem er hlutfallslega mun færri en í Bandaríkjunum þar sem flest smit hafa greinst. Spurningar hafa vaknað um áreiðanleika tölfræði rússneskra yfirvalda en þau fullyrða á móti að þeirra aðferð til að telja dauðsföll sé réttari en annarra ríkja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Melita Vujnovitsj, fulltrúi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Rússlandi, segir að hún telji að faraldurinn sé að ná jafnvægi í Rússlandi. Í Brasilíu, þar sem smit er þau þriðju flestu í heiminum, hafa aldrei fleiri ný smit greinst eða fleiri látist á einum sólarhring en í gær. Þannig bættust við 17.408 ný smit og 1.179 dauðsföll á milli daga. Alls hafa nú rúmlega 271.600 manns smitast þar og tæplega 18.000 látist. Lýðheilsusérfræðingar óttast að enn fleiri séu smitaðir og látnir í faraldrinum en opinberar tölur segja til um vegna þess hversu takmörkuð skimun hefur farið fram. Faraldurinn gæti þyrmt yfir heilbrigðiskerfið ef smituðum fjölgar áfram á næstu vikum. Jair Bolsonaro, forseti, hefur lítið gert til að koma í veg fyrir það en hann hefur gagnrýnt harðlega aðgerðir ríkis- og borgarstjóra til að hefta útbreiðslu veirunnar. Brasilía Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35 Óttast að spítalar Sao Paulo verði yfirfullir innan tveggja vikna Bruno Covas, borgarstjóri Sao Paulo stærstu borgar Brasilíu og einnar stærstu borgar heims, segir að heilbrigðiskerfi borgarinnar sé á barmi þrots en kórónuveiran herjar nú á borgarbúa af miklum móð. 18. maí 2020 06:59 Rússar reiðir yfir fréttum af ótilgreindum dauðsföllum Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. 15. maí 2020 11:49 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. Þrátt fyrir að næstflest smit sem hafa greinst í heiminum séu í Rússlandi voru ný smit í gær þau fæstu þar frá 1. maí. Alls bættust 8.764 ný smit við. Samkvæmt opinberum tölum hafa 2.972 látist í Rússlandi sem er hlutfallslega mun færri en í Bandaríkjunum þar sem flest smit hafa greinst. Spurningar hafa vaknað um áreiðanleika tölfræði rússneskra yfirvalda en þau fullyrða á móti að þeirra aðferð til að telja dauðsföll sé réttari en annarra ríkja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Melita Vujnovitsj, fulltrúi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Rússlandi, segir að hún telji að faraldurinn sé að ná jafnvægi í Rússlandi. Í Brasilíu, þar sem smit er þau þriðju flestu í heiminum, hafa aldrei fleiri ný smit greinst eða fleiri látist á einum sólarhring en í gær. Þannig bættust við 17.408 ný smit og 1.179 dauðsföll á milli daga. Alls hafa nú rúmlega 271.600 manns smitast þar og tæplega 18.000 látist. Lýðheilsusérfræðingar óttast að enn fleiri séu smitaðir og látnir í faraldrinum en opinberar tölur segja til um vegna þess hversu takmörkuð skimun hefur farið fram. Faraldurinn gæti þyrmt yfir heilbrigðiskerfið ef smituðum fjölgar áfram á næstu vikum. Jair Bolsonaro, forseti, hefur lítið gert til að koma í veg fyrir það en hann hefur gagnrýnt harðlega aðgerðir ríkis- og borgarstjóra til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Brasilía Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35 Óttast að spítalar Sao Paulo verði yfirfullir innan tveggja vikna Bruno Covas, borgarstjóri Sao Paulo stærstu borgar Brasilíu og einnar stærstu borgar heims, segir að heilbrigðiskerfi borgarinnar sé á barmi þrots en kórónuveiran herjar nú á borgarbúa af miklum móð. 18. maí 2020 06:59 Rússar reiðir yfir fréttum af ótilgreindum dauðsföllum Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. 15. maí 2020 11:49 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35
Óttast að spítalar Sao Paulo verði yfirfullir innan tveggja vikna Bruno Covas, borgarstjóri Sao Paulo stærstu borgar Brasilíu og einnar stærstu borgar heims, segir að heilbrigðiskerfi borgarinnar sé á barmi þrots en kórónuveiran herjar nú á borgarbúa af miklum móð. 18. maí 2020 06:59
Rússar reiðir yfir fréttum af ótilgreindum dauðsföllum Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. 15. maí 2020 11:49