Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2020 11:16 Grímuklæddur starfsmaður matvöruverslunar í Moskvu sótthreinsar yfirborð. Vísir/EPA Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. Þrátt fyrir að næstflest smit sem hafa greinst í heiminum séu í Rússlandi voru ný smit í gær þau fæstu þar frá 1. maí. Alls bættust 8.764 ný smit við. Samkvæmt opinberum tölum hafa 2.972 látist í Rússlandi sem er hlutfallslega mun færri en í Bandaríkjunum þar sem flest smit hafa greinst. Spurningar hafa vaknað um áreiðanleika tölfræði rússneskra yfirvalda en þau fullyrða á móti að þeirra aðferð til að telja dauðsföll sé réttari en annarra ríkja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Melita Vujnovitsj, fulltrúi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Rússlandi, segir að hún telji að faraldurinn sé að ná jafnvægi í Rússlandi. Í Brasilíu, þar sem smit er þau þriðju flestu í heiminum, hafa aldrei fleiri ný smit greinst eða fleiri látist á einum sólarhring en í gær. Þannig bættust við 17.408 ný smit og 1.179 dauðsföll á milli daga. Alls hafa nú rúmlega 271.600 manns smitast þar og tæplega 18.000 látist. Lýðheilsusérfræðingar óttast að enn fleiri séu smitaðir og látnir í faraldrinum en opinberar tölur segja til um vegna þess hversu takmörkuð skimun hefur farið fram. Faraldurinn gæti þyrmt yfir heilbrigðiskerfið ef smituðum fjölgar áfram á næstu vikum. Jair Bolsonaro, forseti, hefur lítið gert til að koma í veg fyrir það en hann hefur gagnrýnt harðlega aðgerðir ríkis- og borgarstjóra til að hefta útbreiðslu veirunnar. Brasilía Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35 Óttast að spítalar Sao Paulo verði yfirfullir innan tveggja vikna Bruno Covas, borgarstjóri Sao Paulo stærstu borgar Brasilíu og einnar stærstu borgar heims, segir að heilbrigðiskerfi borgarinnar sé á barmi þrots en kórónuveiran herjar nú á borgarbúa af miklum móð. 18. maí 2020 06:59 Rússar reiðir yfir fréttum af ótilgreindum dauðsföllum Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. 15. maí 2020 11:49 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. Þrátt fyrir að næstflest smit sem hafa greinst í heiminum séu í Rússlandi voru ný smit í gær þau fæstu þar frá 1. maí. Alls bættust 8.764 ný smit við. Samkvæmt opinberum tölum hafa 2.972 látist í Rússlandi sem er hlutfallslega mun færri en í Bandaríkjunum þar sem flest smit hafa greinst. Spurningar hafa vaknað um áreiðanleika tölfræði rússneskra yfirvalda en þau fullyrða á móti að þeirra aðferð til að telja dauðsföll sé réttari en annarra ríkja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Melita Vujnovitsj, fulltrúi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Rússlandi, segir að hún telji að faraldurinn sé að ná jafnvægi í Rússlandi. Í Brasilíu, þar sem smit er þau þriðju flestu í heiminum, hafa aldrei fleiri ný smit greinst eða fleiri látist á einum sólarhring en í gær. Þannig bættust við 17.408 ný smit og 1.179 dauðsföll á milli daga. Alls hafa nú rúmlega 271.600 manns smitast þar og tæplega 18.000 látist. Lýðheilsusérfræðingar óttast að enn fleiri séu smitaðir og látnir í faraldrinum en opinberar tölur segja til um vegna þess hversu takmörkuð skimun hefur farið fram. Faraldurinn gæti þyrmt yfir heilbrigðiskerfið ef smituðum fjölgar áfram á næstu vikum. Jair Bolsonaro, forseti, hefur lítið gert til að koma í veg fyrir það en hann hefur gagnrýnt harðlega aðgerðir ríkis- og borgarstjóra til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Brasilía Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35 Óttast að spítalar Sao Paulo verði yfirfullir innan tveggja vikna Bruno Covas, borgarstjóri Sao Paulo stærstu borgar Brasilíu og einnar stærstu borgar heims, segir að heilbrigðiskerfi borgarinnar sé á barmi þrots en kórónuveiran herjar nú á borgarbúa af miklum móð. 18. maí 2020 06:59 Rússar reiðir yfir fréttum af ótilgreindum dauðsföllum Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. 15. maí 2020 11:49 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35
Óttast að spítalar Sao Paulo verði yfirfullir innan tveggja vikna Bruno Covas, borgarstjóri Sao Paulo stærstu borgar Brasilíu og einnar stærstu borgar heims, segir að heilbrigðiskerfi borgarinnar sé á barmi þrots en kórónuveiran herjar nú á borgarbúa af miklum móð. 18. maí 2020 06:59
Rússar reiðir yfir fréttum af ótilgreindum dauðsföllum Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. 15. maí 2020 11:49
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent