Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2020 11:16 Grímuklæddur starfsmaður matvöruverslunar í Moskvu sótthreinsar yfirborð. Vísir/EPA Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. Þrátt fyrir að næstflest smit sem hafa greinst í heiminum séu í Rússlandi voru ný smit í gær þau fæstu þar frá 1. maí. Alls bættust 8.764 ný smit við. Samkvæmt opinberum tölum hafa 2.972 látist í Rússlandi sem er hlutfallslega mun færri en í Bandaríkjunum þar sem flest smit hafa greinst. Spurningar hafa vaknað um áreiðanleika tölfræði rússneskra yfirvalda en þau fullyrða á móti að þeirra aðferð til að telja dauðsföll sé réttari en annarra ríkja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Melita Vujnovitsj, fulltrúi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Rússlandi, segir að hún telji að faraldurinn sé að ná jafnvægi í Rússlandi. Í Brasilíu, þar sem smit er þau þriðju flestu í heiminum, hafa aldrei fleiri ný smit greinst eða fleiri látist á einum sólarhring en í gær. Þannig bættust við 17.408 ný smit og 1.179 dauðsföll á milli daga. Alls hafa nú rúmlega 271.600 manns smitast þar og tæplega 18.000 látist. Lýðheilsusérfræðingar óttast að enn fleiri séu smitaðir og látnir í faraldrinum en opinberar tölur segja til um vegna þess hversu takmörkuð skimun hefur farið fram. Faraldurinn gæti þyrmt yfir heilbrigðiskerfið ef smituðum fjölgar áfram á næstu vikum. Jair Bolsonaro, forseti, hefur lítið gert til að koma í veg fyrir það en hann hefur gagnrýnt harðlega aðgerðir ríkis- og borgarstjóra til að hefta útbreiðslu veirunnar. Brasilía Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35 Óttast að spítalar Sao Paulo verði yfirfullir innan tveggja vikna Bruno Covas, borgarstjóri Sao Paulo stærstu borgar Brasilíu og einnar stærstu borgar heims, segir að heilbrigðiskerfi borgarinnar sé á barmi þrots en kórónuveiran herjar nú á borgarbúa af miklum móð. 18. maí 2020 06:59 Rússar reiðir yfir fréttum af ótilgreindum dauðsföllum Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. 15. maí 2020 11:49 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. Þrátt fyrir að næstflest smit sem hafa greinst í heiminum séu í Rússlandi voru ný smit í gær þau fæstu þar frá 1. maí. Alls bættust 8.764 ný smit við. Samkvæmt opinberum tölum hafa 2.972 látist í Rússlandi sem er hlutfallslega mun færri en í Bandaríkjunum þar sem flest smit hafa greinst. Spurningar hafa vaknað um áreiðanleika tölfræði rússneskra yfirvalda en þau fullyrða á móti að þeirra aðferð til að telja dauðsföll sé réttari en annarra ríkja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Melita Vujnovitsj, fulltrúi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Rússlandi, segir að hún telji að faraldurinn sé að ná jafnvægi í Rússlandi. Í Brasilíu, þar sem smit er þau þriðju flestu í heiminum, hafa aldrei fleiri ný smit greinst eða fleiri látist á einum sólarhring en í gær. Þannig bættust við 17.408 ný smit og 1.179 dauðsföll á milli daga. Alls hafa nú rúmlega 271.600 manns smitast þar og tæplega 18.000 látist. Lýðheilsusérfræðingar óttast að enn fleiri séu smitaðir og látnir í faraldrinum en opinberar tölur segja til um vegna þess hversu takmörkuð skimun hefur farið fram. Faraldurinn gæti þyrmt yfir heilbrigðiskerfið ef smituðum fjölgar áfram á næstu vikum. Jair Bolsonaro, forseti, hefur lítið gert til að koma í veg fyrir það en hann hefur gagnrýnt harðlega aðgerðir ríkis- og borgarstjóra til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Brasilía Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35 Óttast að spítalar Sao Paulo verði yfirfullir innan tveggja vikna Bruno Covas, borgarstjóri Sao Paulo stærstu borgar Brasilíu og einnar stærstu borgar heims, segir að heilbrigðiskerfi borgarinnar sé á barmi þrots en kórónuveiran herjar nú á borgarbúa af miklum móð. 18. maí 2020 06:59 Rússar reiðir yfir fréttum af ótilgreindum dauðsföllum Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. 15. maí 2020 11:49 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35
Óttast að spítalar Sao Paulo verði yfirfullir innan tveggja vikna Bruno Covas, borgarstjóri Sao Paulo stærstu borgar Brasilíu og einnar stærstu borgar heims, segir að heilbrigðiskerfi borgarinnar sé á barmi þrots en kórónuveiran herjar nú á borgarbúa af miklum móð. 18. maí 2020 06:59
Rússar reiðir yfir fréttum af ótilgreindum dauðsföllum Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. 15. maí 2020 11:49
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna