20 dagar í Pepsi Max: Guðmundur jafnaði markametið um leið og Pétur mætti aftur í íslenska boltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2020 10:00 Guðmundur Torfason með gullskóinn sinn á forsíðu bókarinnar „Mörk og sætir sigrar“ eftir Sigmund Ó. Steinarsson en í bókinn var meðal annars gert upp þetta ótrúlega 1986 tímabil þar sem Guðmundur skoraði 19 mörk fyrir Íslandsmeistaralið Fram. Skjámynd/Mörk og sætir sigrar Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag er 20 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nú er komið að öðrum manninum sem komst í nítján marka hópinn sem meðlimum í hópnum hefur síðan fjölgað síðan. Guðmundur Torfson skoraði 19 mörk í 18 leikjum með Fram sumarið 1986 og jafnaði þar með átta ára met Péturs Péturssonar frá 1978. Guðmundur varð aftur á móti fyrstur til að skora 19 mörk fyrir Íslandsmeistaralið því hann og Framarar unnu Íslandsmeistarabikarinn 1986. Pétur fór strax út í atvinnumennsku eftir 1978 tímabilið og hafði spilað í Hollandi, í Belgíu og á Spáni í átta ár. Pétur kom hins vegar aftur heim sumarið 1986 og spilaði aftur með Skagaliðinu. Pétur spilaði sinn fyrsta leik í ágúst en þá var Guðmundur kominn með 14 mörk í aðeins 13 leikjum og farinn að nálgast metið. Guðmundur jafnaði síðan markamet Péturs í næstsíðustu umferð þegar hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Fram á Laugardalsvellinum. Fyrra markið skoraði hann þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem var varin en seinna markið kom á 63. mínútu með skoti sem fór af varnarmanni og í netið. Guðmundi tókst ekki að bæta metið í lokaleiknum en fagnaði engu að síður eftir hann því Framliðið tryggði sér þá Íslandmeistarabikarinn með því að gera markalaust jafntefli á móti KR. Guðmundur var reyndar nálægt því að skora en Stefán Jóhannsson, markvörður KR, varð þá frábærlega frá honum. „Ég sá boltann í markinu, hann stefndi uppí vinkilinn en Stefán varði þetta stórkostlega," sagði Guðmundur við Þjóðviljann. „Ég er alls ekkert svekktur yfir því að hafa ekki náð að skora. Ég er fyrst og fremst ánægður með Íslandsmeistaratitilinn. Nú á ég markametið með Pétri, 19 mörk, og get sett mér það markmið að bæta það næst," sagði Guðmundur enn fremur við Þjóðviljann eftir leikinn. Guðmundur fékk þó ekki tækifæri til þess því að hann fór út í atvinnumennsku og spilaði ekki aftur í deildinni fyrr en hann var orðinn 35 ára gamall og orðinn spilandi þjálfari Grindavíkur. Þá voru meðlimir nítján marka klúbbsins orðnir þrír en það er önnur saga. Annar meðlimur nítján marka klúbbsins: Guðmundur Torfason, Fram 1986 19 mörk í 18 leikjum 10 á heimavelli - 9 á útivelli 8 í fyrri hálfleik - 11 í seinni hálfeik 9 mörk i fyrri umferð - 10 mörk í seinni umferð 11 skot - 2 víti - 2 aukaspyrnur - 3 skallamörk 4 tvennur - 1 þrenna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 5 mörk á móti efri hluta 14 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í júní 5 mörk í júlí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti FH 3 mörk á móti Víði 3 mörk á móti Breiðabliki 3 mörk á móti ÍBV Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Fram Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Leik lokið: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag er 20 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nú er komið að öðrum manninum sem komst í nítján marka hópinn sem meðlimum í hópnum hefur síðan fjölgað síðan. Guðmundur Torfson skoraði 19 mörk í 18 leikjum með Fram sumarið 1986 og jafnaði þar með átta ára met Péturs Péturssonar frá 1978. Guðmundur varð aftur á móti fyrstur til að skora 19 mörk fyrir Íslandsmeistaralið því hann og Framarar unnu Íslandsmeistarabikarinn 1986. Pétur fór strax út í atvinnumennsku eftir 1978 tímabilið og hafði spilað í Hollandi, í Belgíu og á Spáni í átta ár. Pétur kom hins vegar aftur heim sumarið 1986 og spilaði aftur með Skagaliðinu. Pétur spilaði sinn fyrsta leik í ágúst en þá var Guðmundur kominn með 14 mörk í aðeins 13 leikjum og farinn að nálgast metið. Guðmundur jafnaði síðan markamet Péturs í næstsíðustu umferð þegar hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Fram á Laugardalsvellinum. Fyrra markið skoraði hann þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem var varin en seinna markið kom á 63. mínútu með skoti sem fór af varnarmanni og í netið. Guðmundi tókst ekki að bæta metið í lokaleiknum en fagnaði engu að síður eftir hann því Framliðið tryggði sér þá Íslandmeistarabikarinn með því að gera markalaust jafntefli á móti KR. Guðmundur var reyndar nálægt því að skora en Stefán Jóhannsson, markvörður KR, varð þá frábærlega frá honum. „Ég sá boltann í markinu, hann stefndi uppí vinkilinn en Stefán varði þetta stórkostlega," sagði Guðmundur við Þjóðviljann. „Ég er alls ekkert svekktur yfir því að hafa ekki náð að skora. Ég er fyrst og fremst ánægður með Íslandsmeistaratitilinn. Nú á ég markametið með Pétri, 19 mörk, og get sett mér það markmið að bæta það næst," sagði Guðmundur enn fremur við Þjóðviljann eftir leikinn. Guðmundur fékk þó ekki tækifæri til þess því að hann fór út í atvinnumennsku og spilaði ekki aftur í deildinni fyrr en hann var orðinn 35 ára gamall og orðinn spilandi þjálfari Grindavíkur. Þá voru meðlimir nítján marka klúbbsins orðnir þrír en það er önnur saga. Annar meðlimur nítján marka klúbbsins: Guðmundur Torfason, Fram 1986 19 mörk í 18 leikjum 10 á heimavelli - 9 á útivelli 8 í fyrri hálfleik - 11 í seinni hálfeik 9 mörk i fyrri umferð - 10 mörk í seinni umferð 11 skot - 2 víti - 2 aukaspyrnur - 3 skallamörk 4 tvennur - 1 þrenna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 5 mörk á móti efri hluta 14 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í júní 5 mörk í júlí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti FH 3 mörk á móti Víði 3 mörk á móti Breiðabliki 3 mörk á móti ÍBV
Annar meðlimur nítján marka klúbbsins: Guðmundur Torfason, Fram 1986 19 mörk í 18 leikjum 10 á heimavelli - 9 á útivelli 8 í fyrri hálfleik - 11 í seinni hálfeik 9 mörk i fyrri umferð - 10 mörk í seinni umferð 11 skot - 2 víti - 2 aukaspyrnur - 3 skallamörk 4 tvennur - 1 þrenna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 5 mörk á móti efri hluta 14 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í júní 5 mörk í júlí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti FH 3 mörk á móti Víði 3 mörk á móti Breiðabliki 3 mörk á móti ÍBV
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Fram Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Leik lokið: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira