Innlent

Smitin á Íslandi orðin sjötíu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Greint var frá því í dag að fyrsta þriðja stigs smitið hefði greinst hér á landi.
Greint var frá því í dag að fyrsta þriðja stigs smitið hefði greinst hér á landi. Vísir/vilhelm

Eitt kórónuveirusmit hefur greinst hér á landi nú síðdegis og eru smitin því nú alls sjötíu talsins. Fimm smit hafa greinst síðasta sólarhringinn; eitt þeirra má rekja til skíðasvæða í Ölpunum en fjögur eru innanlandssmit. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu almannavarna sem send var út nú á sjötta tímanum.

Innanlandssmitin eru því nú orðin sextán í heildina. Þá hafa um 710 sýni verið tekin, þar af 93 í dag. 

Allir þeir sjötíu sem smitaðir eru af veirunni hér á landi sæta nú einangrun. Þá eru 598 einstaklingar í sóttkví, langflestir á höfuðborgarsvæðinu. Fólk sætir þó sóttkví í öllum landshlutum.

Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að fyrsta þriðja stigs smitið hefði verið greint hér á landi.  Þar er um að ræða maka einstaklings sem smitaðist af  sem var í skíðaferð í Ölpunum.


Tengdar fréttir

Svona á að haga sér í sóttkví

Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×