Yfirmaður mannaðra geimferða NASA hættir vegna „mistaka“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2020 22:30 Í bréfi sem sent var á starfsmenn NASA í dag sagði Douglas Loverro að hann væri að hætta vegna „mistaka“ sem hann hafi gert. Vísir/Getty Yfirmaður mannaðra geimferða hjá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, sagði af sér í dag. Rétt rúm vika er þar til NASA ætlar að skjóta mönnum út í geim frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá árinu 2011. Í bréfi sem sent var á starfsmenn NASA í dag sagði Douglas Loverro að hann væri að hætta vegna „mistaka“ sem hann hafi gert. Loverro hafði sinnt stöðu sinni í einungis sjö mánuði eftir að forveri hans var lækkaður í tign og yfirgaf stofnunina. Áður hafði Loverro starfað hjá National Reconnaissance Office, sem byggir hernaðargervihnetti, í áratugi. Samkvæmt frétt Politico skrifaði Loverro í áðurnefnt bréf að hann viti til þess að leiðtogar þurfi af og til að taka áhættu. Þær ákvarðandir geti þó komið niður á þeim. „Ég tók slíka ákvörðun fyrr á árinu því ég taldi það nauðsynlegt til að ná markmiði okkar,“ skrifaði hann. „Núna, eftir smá tíma, er ljóst að ég gerði mistök og þarf að bera ábyrgð á gjörðum mínum.“ Í samtali við blaðamenn Politico, neitaði Loverro að útskýra nánar hvaða „mistök“ hann væri að tala um. Hann sagði afsögn sína þó ekki tengjast einhvers konar deilum við Jim Bridenstine, yfirmann NASA, eða geimskotinu í næstu viku. Meðal annars var Loverro yfir þróunarverkefnum SpaceX og Boeing varðandi mannaðar geimferðir og var hann einnig yfir Artemis-verkefninu, sem snýr að því að lenda mönnum á tunglinu á árinu 2024. Loverro átti að stýra nefndarfundi á fimmtudaginn þar sem ákveða ætti hvort að Crew Dragon geimfar SpaceX væri tilbúið í mannaðar geimferðir. Ákvörðunin hefði þó að endingu verið hans að taka. ARS Technica segir yfirlýsinguna hafa komið starfsmönnum NASA verulega á óvart. Loverro hafi verið vinsæll meðal þeirra þrátt fyrir að hafa verið í starfinu í skamman tíma. Forsvarsmenn NASA segjast ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að Loverro hafi ákveðið að segja af sér. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að störf Loverro hafi hjálpað verulega við Artemis-áætlunina. Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Yfirmaður mannaðra geimferða hjá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, sagði af sér í dag. Rétt rúm vika er þar til NASA ætlar að skjóta mönnum út í geim frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá árinu 2011. Í bréfi sem sent var á starfsmenn NASA í dag sagði Douglas Loverro að hann væri að hætta vegna „mistaka“ sem hann hafi gert. Loverro hafði sinnt stöðu sinni í einungis sjö mánuði eftir að forveri hans var lækkaður í tign og yfirgaf stofnunina. Áður hafði Loverro starfað hjá National Reconnaissance Office, sem byggir hernaðargervihnetti, í áratugi. Samkvæmt frétt Politico skrifaði Loverro í áðurnefnt bréf að hann viti til þess að leiðtogar þurfi af og til að taka áhættu. Þær ákvarðandir geti þó komið niður á þeim. „Ég tók slíka ákvörðun fyrr á árinu því ég taldi það nauðsynlegt til að ná markmiði okkar,“ skrifaði hann. „Núna, eftir smá tíma, er ljóst að ég gerði mistök og þarf að bera ábyrgð á gjörðum mínum.“ Í samtali við blaðamenn Politico, neitaði Loverro að útskýra nánar hvaða „mistök“ hann væri að tala um. Hann sagði afsögn sína þó ekki tengjast einhvers konar deilum við Jim Bridenstine, yfirmann NASA, eða geimskotinu í næstu viku. Meðal annars var Loverro yfir þróunarverkefnum SpaceX og Boeing varðandi mannaðar geimferðir og var hann einnig yfir Artemis-verkefninu, sem snýr að því að lenda mönnum á tunglinu á árinu 2024. Loverro átti að stýra nefndarfundi á fimmtudaginn þar sem ákveða ætti hvort að Crew Dragon geimfar SpaceX væri tilbúið í mannaðar geimferðir. Ákvörðunin hefði þó að endingu verið hans að taka. ARS Technica segir yfirlýsinguna hafa komið starfsmönnum NASA verulega á óvart. Loverro hafi verið vinsæll meðal þeirra þrátt fyrir að hafa verið í starfinu í skamman tíma. Forsvarsmenn NASA segjast ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að Loverro hafi ákveðið að segja af sér. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að störf Loverro hafi hjálpað verulega við Artemis-áætlunina.
Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira