Leikur Lask og Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn mun vera spilaður fyrir luktum dyrum.
Leikur liðanna bætist í hóp fjölmarga leikja í Evrópukeppnunum í vikunni sem verða áhorfendalausir. Ástæðan er eins og allir villa baráttan gegn útbreiðslu kórónuveirunnar.
BREAKING: Manchester United's Europa League last-16 tie against Austria's LASK will be played behind closed doors.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 10, 2020
Þetta er fyrri leikur liðanna og hann mun fara fram en aðeins af því að engum áhorfendum verður hleypt inn á völlinn.
Þetta er náttúrulega mjög leiðinlegt fyrir heimamenn í Lask sem fá ekki stórlið eins og Manchester United í heimsókn á hverjum degi.
Margir stuðningsmenn Manchester United eru líka búnir að kaupa sér miða og ferð út á leikinn en þeir fá nú ekki að sjá sína menn spila.