Enska úrvalsdeildarfélagið Burnley hefur staðfest að Ian Woan, aðstoðarþjálfari félagsins, sé enn þeirra sex úr ensku úrvalsdeildinni sem greindist með kórónuveiruna.
Allt þjálfarateymi og leikmenn Burnley voru settir í próf um helgina þar sem þeir voru skannaðir fyrir veirunni og niðurstaðan úr prófi Woan var jákvæð.
Woan sem er 52 ára og spilaði sjálfur með Burnley er einkennalaus og mun nú fara í sóttkví næstu sjö daga en sex prófin af þeim 748 sem tekin voru reyndust jákvæð.
Nítján af tuttugu liðum deildarinnar tóku prófin um helgina en Norwich tók prófin í dag svo ekki er komin niðurstaða úr þeim. Flest lið enska boltans byrjuðu að æfa í dag í minni hópum og með fjarlægðartakmörkunum.
Burnley assistant manager Ian Woan has tested positive for coronavirus.
— BBC Sport (@BBCSport) May 19, 2020
More: https://t.co/SliYVs0Tqw pic.twitter.com/8yUNxyr2ku