Kári og Alexandra fórnarlömb dularfulls og grófs stafræns ofbeldis Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2020 11:08 Kári ritar áhrifaríkan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann lýsir stafrænu ofbeldi sem hann og kærasta hans Alexandra hafa mátt sæta en óprúttinn aðili hefur stolið myndum af Alexöndru og notað á falskan reikning þar sem hún er sögð vændiskona. Kári Viðarsson leikari og athafnamaður, eigandi leikhússins Frystiklefans á Rifi greinir frá, í pistli sem hann birtir á Facebook, að Alexandra Jurkovic hafi mátt sæta því sem hlýtur að flokkast undir stafrænt kynferðislegt ofbeldi. Kára bárust myndskilaboð frá tæplega fimmtugum breskum manni sem sýna að myndir sem höfðu verið teknar af Instagram reikningi Alexöndru hafa verið notaðar til að setja upp falskan reikning á fylgdar- eða vændisþjónustu á netinu. Þar er hún sögð vændiskona í Reykjavík. „Við erum að bíða og sjá hvað gerist,“ segir Kári. Hann segir að hann og kærasta hans, Alexandra séu ekki tilbúin að tjá sig um málið frekar en orðið er. Ekki á þessu stigi. Óskar eftir upplýsingum Myndin er af Alexöndru í sundbol í sundlaug á Vestfjörðum sem hún tók sjálf þegar hún var þar, ein á ferðalagi. „Sama myndin er notuð tvisvar og nafnið hennar líka. Annars vegar var opnumynd og svo var myndin notuð aftur við hliðina á því sem einungis er hægt að lýsa sem einhverskonar “matseðli” yfir þá kynlífsþjónustu sem hún veitti, hvað þjónusta frá henni kostaði og þar fram eftir götunum,“ segir meðal annars í pistli Kára. Kári og Alexandra hafa leitað til lögreglu en hefur ekki enn borist nein frekari viðbrögð úr þeirri átt. Kári væntir þess að málið sé þar til rannsóknar.Thomas Lefebvre Þau leituðu til lögreglu með málið, fyrir rúmum hálfum mánuði og bíða nú átekta, vilja sjá hvað kemur út úr því áður en þau taka næsta skref. Pistillinn talar sínu máli. Kári hvetur fólk á samfélagsmiðlinum til að dreifa honum ef það má verða til að varpa frekari ljósi á málið; að fólk geti veitt frekari upplýsingar. Hann telur liggja fyrir að þetta sé að undirlagi einhverra innlendra aðila, af hverju ætti einhver breskur maður að standa í öðru eins og þessu tilviljunakennt? Auk þess sem í tengslum við þetta mál virðist sem hann viti meira en er á allra vitorði. Hefur sett líf þeirra á hliðina Eins og áður sagði líta þau Kári og Alexandra þetta vitaskuld alvarlegum augum og hefur hið ömurlega tiltæki vakið veruleg ónot og ótta með Alexöndru. Reyndar sett líf þeirra beggja á hliðina. Kári segir að þau hafi orðið þess vör að reynt hafi verið að brjótast inn á reikninga þeirra á samfélagsmiðlum og í tölvupósta þeirra. „Alexandra hræðist það að vera ein á vappi í Reykjavík, við hræðumst það að sá, eða þeir, sem standi á bak við þetta hafi látið falsa meira efni af henni eða okkur báðum til að reyna að skaða mannorð okkar og valda frekari sársauka. Við vitum ekki betur en að þetta sé mögulega bara toppurinn á ísjakanum. Í þessari árás má, að okkar mati, finna margskonar glæpsamlegt atferli,“ segir Kári sem segir þetta ærumeiðingar og ofsóknir. „Þetta er klárt áreiti, þetta er persónuþjófnaður (identity theft) og hér er saklaus kona lögð á borð sem einhver vara fyrir vændiskaupendur. Það er ekkert annað en stórhættulegt og grafalvarlegt starfrænt kynferðisofbeldi. Það skal enginn vera í vafa um það að svona gjörningur setur fórnarlambið í hættu á frekara ofbeldi.“ Fjölmargir hafa tekið Kára á orðinu og hafa nú þegar þetta er skrifað rétt tæplega hundrað manns deilt pistli hans á Facebook en hann má sjá ívafðan hér neðar. Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Kynferðisofbeldi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Kári Viðarsson leikari og athafnamaður, eigandi leikhússins Frystiklefans á Rifi greinir frá, í pistli sem hann birtir á Facebook, að Alexandra Jurkovic hafi mátt sæta því sem hlýtur að flokkast undir stafrænt kynferðislegt ofbeldi. Kára bárust myndskilaboð frá tæplega fimmtugum breskum manni sem sýna að myndir sem höfðu verið teknar af Instagram reikningi Alexöndru hafa verið notaðar til að setja upp falskan reikning á fylgdar- eða vændisþjónustu á netinu. Þar er hún sögð vændiskona í Reykjavík. „Við erum að bíða og sjá hvað gerist,“ segir Kári. Hann segir að hann og kærasta hans, Alexandra séu ekki tilbúin að tjá sig um málið frekar en orðið er. Ekki á þessu stigi. Óskar eftir upplýsingum Myndin er af Alexöndru í sundbol í sundlaug á Vestfjörðum sem hún tók sjálf þegar hún var þar, ein á ferðalagi. „Sama myndin er notuð tvisvar og nafnið hennar líka. Annars vegar var opnumynd og svo var myndin notuð aftur við hliðina á því sem einungis er hægt að lýsa sem einhverskonar “matseðli” yfir þá kynlífsþjónustu sem hún veitti, hvað þjónusta frá henni kostaði og þar fram eftir götunum,“ segir meðal annars í pistli Kára. Kári og Alexandra hafa leitað til lögreglu en hefur ekki enn borist nein frekari viðbrögð úr þeirri átt. Kári væntir þess að málið sé þar til rannsóknar.Thomas Lefebvre Þau leituðu til lögreglu með málið, fyrir rúmum hálfum mánuði og bíða nú átekta, vilja sjá hvað kemur út úr því áður en þau taka næsta skref. Pistillinn talar sínu máli. Kári hvetur fólk á samfélagsmiðlinum til að dreifa honum ef það má verða til að varpa frekari ljósi á málið; að fólk geti veitt frekari upplýsingar. Hann telur liggja fyrir að þetta sé að undirlagi einhverra innlendra aðila, af hverju ætti einhver breskur maður að standa í öðru eins og þessu tilviljunakennt? Auk þess sem í tengslum við þetta mál virðist sem hann viti meira en er á allra vitorði. Hefur sett líf þeirra á hliðina Eins og áður sagði líta þau Kári og Alexandra þetta vitaskuld alvarlegum augum og hefur hið ömurlega tiltæki vakið veruleg ónot og ótta með Alexöndru. Reyndar sett líf þeirra beggja á hliðina. Kári segir að þau hafi orðið þess vör að reynt hafi verið að brjótast inn á reikninga þeirra á samfélagsmiðlum og í tölvupósta þeirra. „Alexandra hræðist það að vera ein á vappi í Reykjavík, við hræðumst það að sá, eða þeir, sem standi á bak við þetta hafi látið falsa meira efni af henni eða okkur báðum til að reyna að skaða mannorð okkar og valda frekari sársauka. Við vitum ekki betur en að þetta sé mögulega bara toppurinn á ísjakanum. Í þessari árás má, að okkar mati, finna margskonar glæpsamlegt atferli,“ segir Kári sem segir þetta ærumeiðingar og ofsóknir. „Þetta er klárt áreiti, þetta er persónuþjófnaður (identity theft) og hér er saklaus kona lögð á borð sem einhver vara fyrir vændiskaupendur. Það er ekkert annað en stórhættulegt og grafalvarlegt starfrænt kynferðisofbeldi. Það skal enginn vera í vafa um það að svona gjörningur setur fórnarlambið í hættu á frekara ofbeldi.“ Fjölmargir hafa tekið Kára á orðinu og hafa nú þegar þetta er skrifað rétt tæplega hundrað manns deilt pistli hans á Facebook en hann má sjá ívafðan hér neðar.
Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Kynferðisofbeldi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira