Gleymdist að auglýsa 15 milljarða gjaldþrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. maí 2020 11:59 Félagið var eitt dótturfélaga Baugs Group. Jón Ásgeir Jóhannesson var aðaleigandi og forstjóri Baugs. Vísir/vilhelm Þó svo að skiptum í þrotabúi félagsins F-Capital ehf. hafi lokið fyrir rúmum 8 árum voru skiptalokin fyrst auglýst í Lögbirtingablaðinu í dag. Gjaldþrotið nam rúmlega 15 milljörðum króna og ekki fékkst króna upp í kröfurnar. F-Capital var dótturfélag Baugs Group til heimilis að Túngötu 6 í Reykjavík, eins og mörg önnur félög Baugs. Áætlað var árið 2010, ári eftir gjaldþrot Baugs, að heildarkröfur í þrotabú félaga sem skráð voru í Túngötu 6 næmu um 550 milljörðum króna. Félagið F-Capital var tekið til gjaldþrotaskipta um miðjan desember 2010, en þess verður helst minnst fyrir að hafa haldið á þriðjungs eignarhlut í Mosaic Fashions sem eins og nafnið gefur til kynna hélt utan um tískutengda eignarhluti. Undir Mosaic Fashions voru þannig reknar tískuvöruverslanir á borð við Karen Millen, Warehouse, Oasis, Anoushka G og Coast. Skiptum í F-Capital var lokið rúmu ári frá gjaldþrotaúrskurði, í febrúar árið 2012, og segir skiptastjórinn Jóhannes Albert Sævarsson í samtali við Ríkisútvarpið að þá hafi kröfuhöfum og skiptabeiðanda verið tilkynnt um skiptalokin. Aftur á móti hafi láðst að auglýsa það opinberlega í Lögbirtingablaðinu, um mannleg mistök hafi verið að ræða sem bætt var úr í dag. Jóhannes segir að kröfuhafarnir í þrotabú F-Capital hafi verið tveir. Tollstjóri hafi lagt fram kröfu upp á 800 þúsund krónur og Arion banki kröfu upp rúma á 15 milljarða. Sem fyrr segir var búið eignalaust og fékk því ekkert upp í kröfurnar tvær. Gjaldþrot Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Þó svo að skiptum í þrotabúi félagsins F-Capital ehf. hafi lokið fyrir rúmum 8 árum voru skiptalokin fyrst auglýst í Lögbirtingablaðinu í dag. Gjaldþrotið nam rúmlega 15 milljörðum króna og ekki fékkst króna upp í kröfurnar. F-Capital var dótturfélag Baugs Group til heimilis að Túngötu 6 í Reykjavík, eins og mörg önnur félög Baugs. Áætlað var árið 2010, ári eftir gjaldþrot Baugs, að heildarkröfur í þrotabú félaga sem skráð voru í Túngötu 6 næmu um 550 milljörðum króna. Félagið F-Capital var tekið til gjaldþrotaskipta um miðjan desember 2010, en þess verður helst minnst fyrir að hafa haldið á þriðjungs eignarhlut í Mosaic Fashions sem eins og nafnið gefur til kynna hélt utan um tískutengda eignarhluti. Undir Mosaic Fashions voru þannig reknar tískuvöruverslanir á borð við Karen Millen, Warehouse, Oasis, Anoushka G og Coast. Skiptum í F-Capital var lokið rúmu ári frá gjaldþrotaúrskurði, í febrúar árið 2012, og segir skiptastjórinn Jóhannes Albert Sævarsson í samtali við Ríkisútvarpið að þá hafi kröfuhöfum og skiptabeiðanda verið tilkynnt um skiptalokin. Aftur á móti hafi láðst að auglýsa það opinberlega í Lögbirtingablaðinu, um mannleg mistök hafi verið að ræða sem bætt var úr í dag. Jóhannes segir að kröfuhafarnir í þrotabú F-Capital hafi verið tveir. Tollstjóri hafi lagt fram kröfu upp á 800 þúsund krónur og Arion banki kröfu upp rúma á 15 milljarða. Sem fyrr segir var búið eignalaust og fékk því ekkert upp í kröfurnar tvær.
Gjaldþrot Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira