Katrín Tanja fær að keppa á heimsleikunum eftir allt saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 11:37 Katrín Tanja Davíðsdóttir fékk gleðifréttir frá Dave Castro og verður með á heimsleikunum í haust. Instagram/katrintanja Það er enn talsverð óvissa í kringum heimsleikana í CrossFit í haust en forráðamenn CrossFit samtakanna ætla að gera allt sem þarf til að leikarnir falli ekki niður í ár. Eftir frétt Vísis í morgun um hvernig Dave Castro, yfirmaður CrossFit leikanna, rökstuddi þá ákvörðun sína að skera niður keppendahópinn með slæmum afleiðingum fyrir CrossFit fólk, þá fékk Vísir senda inn þá gleðifrétt að Katrín Tanja hafi verið tekin inn í keppendahópinn á Aromas búgarðinum. Katrín Tanja var næst inn af þeim sem voru ekki með keppnisrétt í kvennaflokki eftir árangur sinn á The Open í vetur og samkvæmt áreiðanlegum og glænýjum heimildum Vísis þá fékk hún þær fréttir frá Dave Castro í fyrradag að hún yrði með á leikunum í haust. CrossFit samtökin hafa ekki enn staðfest breytingar á þátttökuhópnum sínum en það má búast við staðfestum keppendahóp sem fyrst. Keppendur eiga að vera þrjátíu af hvoru kyni og það verður engin liðakeppni eða keppni í aldursflokkum. CrossFit fjölmiðillinn Morning Chalk up birti boðslistann eftir tilkynningu Dave Castro en samkvæmt nýjum heimildum Vísis þá hafa orðið breytingar á honum. Keppendur þurftu að staðfesta þátttöku eða ekki og þar hefur losnað sæti fyrir Katrínu Tönju. Katrín Tanja Davíðsdóttir er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit og ein stærsta stjarna og sendiherra CrossFit heimsins eftir viðburðaríkt ár þar sem hún kom meðal annars fram fyrir sína íþrótt tvisvar sinnum hjá ESPN, bæði í Body Issue ESPN sem og á ráðstefnu ESPN um kvennaíþróttir. Það eru því góðar fréttir fyrir alla að íslenska CrossFit stjarnan fái að vera með á leikunum í ár. CrossFit Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sjá meira
Það er enn talsverð óvissa í kringum heimsleikana í CrossFit í haust en forráðamenn CrossFit samtakanna ætla að gera allt sem þarf til að leikarnir falli ekki niður í ár. Eftir frétt Vísis í morgun um hvernig Dave Castro, yfirmaður CrossFit leikanna, rökstuddi þá ákvörðun sína að skera niður keppendahópinn með slæmum afleiðingum fyrir CrossFit fólk, þá fékk Vísir senda inn þá gleðifrétt að Katrín Tanja hafi verið tekin inn í keppendahópinn á Aromas búgarðinum. Katrín Tanja var næst inn af þeim sem voru ekki með keppnisrétt í kvennaflokki eftir árangur sinn á The Open í vetur og samkvæmt áreiðanlegum og glænýjum heimildum Vísis þá fékk hún þær fréttir frá Dave Castro í fyrradag að hún yrði með á leikunum í haust. CrossFit samtökin hafa ekki enn staðfest breytingar á þátttökuhópnum sínum en það má búast við staðfestum keppendahóp sem fyrst. Keppendur eiga að vera þrjátíu af hvoru kyni og það verður engin liðakeppni eða keppni í aldursflokkum. CrossFit fjölmiðillinn Morning Chalk up birti boðslistann eftir tilkynningu Dave Castro en samkvæmt nýjum heimildum Vísis þá hafa orðið breytingar á honum. Keppendur þurftu að staðfesta þátttöku eða ekki og þar hefur losnað sæti fyrir Katrínu Tönju. Katrín Tanja Davíðsdóttir er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit og ein stærsta stjarna og sendiherra CrossFit heimsins eftir viðburðaríkt ár þar sem hún kom meðal annars fram fyrir sína íþrótt tvisvar sinnum hjá ESPN, bæði í Body Issue ESPN sem og á ráðstefnu ESPN um kvennaíþróttir. Það eru því góðar fréttir fyrir alla að íslenska CrossFit stjarnan fái að vera með á leikunum í ár.
CrossFit Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sjá meira