Stefán ráðinn framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. maí 2020 15:17 Ráðið hefur verið í tvær forstöðumannastöður á Reykjalundi að undanförnu eftir ólgu síðustu mánaða. Vísir/vilhelm Stefán Yngvason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Hann hefur störf um mánaðamótin en hann er annar forstöðumaðurinn sem ráðinn er til starfa á Reykjalundi á síðustu dögum. Áður var greint frá ráðningu Péturs Magnússonar en hann verður forstjóri Reykjalundar frá og með 1. júní. Mikil ólga var á Reykjalundi í vetur eftir að Birgi Gunnarssyni forstjóra Reykjalundar til tólf ára var óvænt sagt upp störfum í október í fyrra rétt eins og forvera Stefáns, Magnús Ólasyni. Stefán er sérfræðingur í endurhæfingarlækningum og hefur starfað við fagið frá árinu 1988, bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hann er jafnframt formaður starfsstjórnar Reykjalundar og starfandi framkvæmdastjóri lækninga. Stefán Yngvason, framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Hann var við stjórnvölin við uppbyggingu endurhæfingardeildar á Kristnesi í Eyjafjarðarsveit og hefur að sama skapi verið yfirlæknir á Grensásdeild Landspítaka. Ásamt því var hann sviðstjóri endurhæfingarsviðs spítalans þegar sameining Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur varð að veruleika. „Stefán er ótvíræður leiðtogi í endurhæfingalækningum og hefur í starfi sínu sem slíkur komið að þróun starfsemi á flestum sviðum í faginu á undanförnum áratugum,“ eins og það er orðað í tilkynningum um ráðningu hans. Stormasöm misseri Fjallað var mikið um málefni Reykjalundar í haust og vetur, sem einkenndust af ólgu og ósætti milli starfsfólks stofnunarinnar og stjórnar SÍBS. Málið komst fyrst í fjölmiðla eftir að Birgi Gunnarssyni, sem þá hafði verið forstjóri Reykjalundar í tólf ár, var óvænt sagt upp störfum af stjórn SÍBS. Þá var Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, einnig sagt skyndilega upp. Í kjölfarið var Herdís Gunnarsdóttir ráðin forstjóri Reykjalundar og Ólafur Þór Ævarsson ráðinn framkvæmdastjóri lækninga. Herdís og Ólafur sögðu þó bæði störfum sínum lausum eftir skamman tíma í starfi. Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar var þá sett á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra í nóvember. Starfsstjórninni var veitt fullt sjálfstæði og óskorað umboð til athafna við stjórnun Reykjalundar. Vistaskipti Ólga á Reykjalundi Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Stefán Yngvason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Hann hefur störf um mánaðamótin en hann er annar forstöðumaðurinn sem ráðinn er til starfa á Reykjalundi á síðustu dögum. Áður var greint frá ráðningu Péturs Magnússonar en hann verður forstjóri Reykjalundar frá og með 1. júní. Mikil ólga var á Reykjalundi í vetur eftir að Birgi Gunnarssyni forstjóra Reykjalundar til tólf ára var óvænt sagt upp störfum í október í fyrra rétt eins og forvera Stefáns, Magnús Ólasyni. Stefán er sérfræðingur í endurhæfingarlækningum og hefur starfað við fagið frá árinu 1988, bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hann er jafnframt formaður starfsstjórnar Reykjalundar og starfandi framkvæmdastjóri lækninga. Stefán Yngvason, framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Hann var við stjórnvölin við uppbyggingu endurhæfingardeildar á Kristnesi í Eyjafjarðarsveit og hefur að sama skapi verið yfirlæknir á Grensásdeild Landspítaka. Ásamt því var hann sviðstjóri endurhæfingarsviðs spítalans þegar sameining Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur varð að veruleika. „Stefán er ótvíræður leiðtogi í endurhæfingalækningum og hefur í starfi sínu sem slíkur komið að þróun starfsemi á flestum sviðum í faginu á undanförnum áratugum,“ eins og það er orðað í tilkynningum um ráðningu hans. Stormasöm misseri Fjallað var mikið um málefni Reykjalundar í haust og vetur, sem einkenndust af ólgu og ósætti milli starfsfólks stofnunarinnar og stjórnar SÍBS. Málið komst fyrst í fjölmiðla eftir að Birgi Gunnarssyni, sem þá hafði verið forstjóri Reykjalundar í tólf ár, var óvænt sagt upp störfum af stjórn SÍBS. Þá var Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, einnig sagt skyndilega upp. Í kjölfarið var Herdís Gunnarsdóttir ráðin forstjóri Reykjalundar og Ólafur Þór Ævarsson ráðinn framkvæmdastjóri lækninga. Herdís og Ólafur sögðu þó bæði störfum sínum lausum eftir skamman tíma í starfi. Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar var þá sett á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra í nóvember. Starfsstjórninni var veitt fullt sjálfstæði og óskorað umboð til athafna við stjórnun Reykjalundar.
Vistaskipti Ólga á Reykjalundi Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira