Slakað á takmörkunum í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2020 10:32 Grímuklætt fólk á gangi í miðaldaborginni Lucca á Ítalíu. Daglegt líf komst þar í eðlilegri skorður í dag þegar leyft var að opna bari, veitingastaði og snyrtistofur. Vísir/EPA Ítalíu og Spánn eru á meðal þeirra Evrópuríkja sem slökuðu frekar á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Leyft verður að opna flest fyrirtæki eins og bari, veitingastaði og hárgreiðslustofur á Ítalíu. Faraldurinn virðist í rénun í báðum löndum sem eru á meðal þeirra sem hafa orðið verst úti í heiminum. Útgöngubann hefur verið í gildi á Ítalíu frá því í mars og hafa um 32.000 manns látist af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Dregið hefur úr dánartíðninni og greindu yfirvöld frá 145 nýjum dauðsföllum í gær, þeim fæstu á einum degi frá því að útgöngubanninu var komið á, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar mest lét létust 900 manns á einum degi seint í mars Á Spáni voru innan við hundrað ný dauðsföll skráð í gær og hafa þau ekki verið færri frá því að takmörkunum var komið á vegna faraldursins. Í dag var slakað á takmörkunum á eyjum sem hafa sloppið tiltölulega vel. Þar er nú leyft að opna verslunarmiðstöðvar og allt að fimmtán manns mega koma saman á einum stað. Spænsk stjórnvöld vinna eftir fjögurra fasa áætlun um að slaka á takmörkunum. Stærsti hluti landsins hóf fyrsta fasa opnana í síðustu viku. Þá voru samkomur tíu manna leyfðar með þeim skilyrðum að tveggja metra fjarlægðarregla væri virt og fólk gengi með grímur. Barir og veitingastaðir fengu að hefja starfsemi utandyra en með takmörkunum. Kvikmyndahús, söfn og leikhús fengu einnig að hefja starfsemi aftur en með takmörkuðu sætaframboði. Stórborgir eins og Madrid og Barcelona eru aftur á móti enn nærri byrjunarreit. Þar eru flestar takmarkanir enn í gildi þó að leyft sé að opna litlar verslanir frá og með deginum í dag. Þá er nú leyft að halda jarðarfarir með tíu gestum innandyra og fimmtán utandyra. Í Belgíu hefja skólar starfsemi á ný með ströngum takmörkunum í dag, sömuleiðis í Grikklandi þar sem Meyjarhofið á Akrópólishæð var einnig opnað aftur. Í Portúgal er nú leyft að opna veitingastaði, kaffihús og bakarí með takmörkunum og í Póllandi geta snyrtistofur, hárgreiðslustofur, veitingastaðir og kaffihús að hefja starfsemi aftur. Lýðheilsusérfræðingar vara enn við því að of geyst verði farið í að slaka á takmörkunum vegna faraldursins. Hætta sé á að hann blossi upp á nýjan leik fari stjórnvöld ekki að öllu með gát. Spánn Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Belgía Grikkland Portúgal Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Ítalíu og Spánn eru á meðal þeirra Evrópuríkja sem slökuðu frekar á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Leyft verður að opna flest fyrirtæki eins og bari, veitingastaði og hárgreiðslustofur á Ítalíu. Faraldurinn virðist í rénun í báðum löndum sem eru á meðal þeirra sem hafa orðið verst úti í heiminum. Útgöngubann hefur verið í gildi á Ítalíu frá því í mars og hafa um 32.000 manns látist af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Dregið hefur úr dánartíðninni og greindu yfirvöld frá 145 nýjum dauðsföllum í gær, þeim fæstu á einum degi frá því að útgöngubanninu var komið á, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar mest lét létust 900 manns á einum degi seint í mars Á Spáni voru innan við hundrað ný dauðsföll skráð í gær og hafa þau ekki verið færri frá því að takmörkunum var komið á vegna faraldursins. Í dag var slakað á takmörkunum á eyjum sem hafa sloppið tiltölulega vel. Þar er nú leyft að opna verslunarmiðstöðvar og allt að fimmtán manns mega koma saman á einum stað. Spænsk stjórnvöld vinna eftir fjögurra fasa áætlun um að slaka á takmörkunum. Stærsti hluti landsins hóf fyrsta fasa opnana í síðustu viku. Þá voru samkomur tíu manna leyfðar með þeim skilyrðum að tveggja metra fjarlægðarregla væri virt og fólk gengi með grímur. Barir og veitingastaðir fengu að hefja starfsemi utandyra en með takmörkunum. Kvikmyndahús, söfn og leikhús fengu einnig að hefja starfsemi aftur en með takmörkuðu sætaframboði. Stórborgir eins og Madrid og Barcelona eru aftur á móti enn nærri byrjunarreit. Þar eru flestar takmarkanir enn í gildi þó að leyft sé að opna litlar verslanir frá og með deginum í dag. Þá er nú leyft að halda jarðarfarir með tíu gestum innandyra og fimmtán utandyra. Í Belgíu hefja skólar starfsemi á ný með ströngum takmörkunum í dag, sömuleiðis í Grikklandi þar sem Meyjarhofið á Akrópólishæð var einnig opnað aftur. Í Portúgal er nú leyft að opna veitingastaði, kaffihús og bakarí með takmörkunum og í Póllandi geta snyrtistofur, hárgreiðslustofur, veitingastaðir og kaffihús að hefja starfsemi aftur. Lýðheilsusérfræðingar vara enn við því að of geyst verði farið í að slaka á takmörkunum vegna faraldursins. Hætta sé á að hann blossi upp á nýjan leik fari stjórnvöld ekki að öllu með gát.
Spánn Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Belgía Grikkland Portúgal Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent