Framhaldsskóli á krossgötum – þriðji hluti Ólafur Haukur Johnson skrifar 12. mars 2020 08:00 Í fyrsta hluta umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ fjallaði ég um ýmis almenn atriði sem lúta að nauðsyn þess að menntamálayfirvöld átti sig á nauðsyn breytinga á framhaldsskólastiginu og námskrá þess. Í öðrum hluta umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ fjallaði ég um hvaða breytingar væri að mínu mati gott að gera á kjarna námsframboðs framhaldsskólastigsins. Í þessum síðasta hluta umfjöllunar minnar mun ég fjalla um þau atriði sem ég tel að hafa þurfi í huga til að auðvelda farsælar breytingar á framhaldsskólunum, auka samkeppni, tryggja framfarir og lækkun rekstrarkostnaðar. Auk þeirra atriða sem ég nefndi í fyrstu og annarri grein um breytingar sem gera þarf á nýrri námskrá, þarf að skilgreina hlutverk og starfskröfur kennara að nýju. Störf kennara verða nú að taka mið af breytingum í starfi sem koma til með tækninýjungum sem sjálfsagt er að taka upp í allri kennslu og felast m.a. í notkun nýjustu kennslustofuforrita. Þessi forrit munu einfalda námsvinnu nemenda, auka afköst þeirra og gera þá sjálfstæðari í vinnubrögðum. Jafnframt einfalda þessi forrit hlutverk kennara. Með nýtingu forritanna er auðveldara en fyrr að fylgjast með framförum hjá nemendum og sjá ef nemendur stranda í námsverkefnum. Þessi nýju forrit draga úr þörf á prófum eða gera þau óþörf með öllu. Jafnframt opna þessi forrit möguleika fyrir duglega nemendur til að auka námsafköst sín með því að ljúka einstökum námsáföngum á mun skemmri tíma en verið hefur. Ég nefndi áður að kröftuga samkeppni á milli framhaldsskóla vantaði. Mikilvægt er að ný námskrá opni betur á samkeppni á milli skóla og hvetji jafnframt til aðkomu nýrra skóla. Nú sjáum við að Hjallastefnan er að hasla sér völl í Skotlandi. Yfirvöld þar virðast ætla að taka vel á móti þessum íslensku víkingum, í það minnsta heyrist ekkert um mótmæli þarlendra vegna „innrásarinnar.“ Með sama hætti eigum við Íslendingar að taka fagnandi á móti nýjum aðilum með nýjar hugmyndir í íslenskan skólarekstur, fari svo að einhverjir sýni skólastarfi hér áhuga. Til þess að opna á möguleika nýrra aðila til að koma að skólarekstri er eðlilegt að byrja á því að bjóða út þjónustusamninga ríkisins við einkarekna framhaldsskóla þ.m.t. Menntaskóla Borgarfjarðar, Tækniskólann, Verzlunarskóla Íslands, Menntaskóla í tónlist og IB námið við Menntaskólann í Hamrahlíð. Fari það þannig að útboð á þessum rekstri verði ekki ofan á er önnur einfaldari leið til sem mun hvetja hratt og örugglega til framfara í öllum framhaldsskólum. Sú leið er að taka upp „ávísanakerfi“ sem felst í því að nemendur velja sér skóla að eigin ósk en ríkið greiðir með þeim eftir fyrir fram ákveðnu módeli sem þegar er til í menntamálaráðuneytinu. Þessi aðferð mun ekki aðeins hvetja til frumkvæðis í skólastarfi með aukinni samkeppni heldur einnig bæta fjárhagslegan rekstur framhaldsskólanna. Til slíks er svigrúm nú. Mér er auðvitað ljóst að hugrenningar mínar hér að framan um nauðsynlegar breytingar á framhaldsskólanum eru ekki öllum að skapi. Hér er ástæða að hafa í huga að allar róttækar breytingar eru umdeildar. Nægir hér að minna á að aðeins eru nokkur ár síðan talið var fráleitt að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum. Síðan gerðist það að einn skóli, að fenginni heimild ráðherra, tók sig til og bauð hnitmiðað nám til stúdentsprófs á tveimur árum. Fyrir ríkið var námið að auki ódýrara en í öðrum skólum. Eftir að það gekk farsællega varð flestum ljóst að stytting náms til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú ár var sjálfsögð og í raun mjög einföld breyting. Hið sama mun gerast með þær róttæku breytingar sem nú verða að eiga sér stað á framhaldsskólunum. Fáum árum eftir að gefið verður „grænt ljós“ á að hrinda þeim í framkvæmd verða þær breytingar taldar jafn sjálfsagðar og stytting framhaldsskólans. Framhaldsskólinn er á krossgötum. Breytingar þola ekki bið. Mikilvægt er að yfirvöld sýni framsýni og leiði strax nauðsynlegar kerfisbreytingar til að tryggja framfarir á þessu skólastigi. Höfundur er skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ólafur Haukur Johnson Tengdar fréttir Framhaldsskóli á krossgötum – annar hluti Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er handbók um skólastarf í framhaldsskólum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um tilgang og starfshætti skólanna. 11. mars 2020 08:00 Framhaldsskóli á krossgötum – fyrsti hluti Umræða um framhaldsskólann hefur ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu þótt þar bíði umfangsmiklar breytingar sem hrinda þarf í framkvæmd. 10. mars 2020 08:00 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta hluta umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ fjallaði ég um ýmis almenn atriði sem lúta að nauðsyn þess að menntamálayfirvöld átti sig á nauðsyn breytinga á framhaldsskólastiginu og námskrá þess. Í öðrum hluta umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ fjallaði ég um hvaða breytingar væri að mínu mati gott að gera á kjarna námsframboðs framhaldsskólastigsins. Í þessum síðasta hluta umfjöllunar minnar mun ég fjalla um þau atriði sem ég tel að hafa þurfi í huga til að auðvelda farsælar breytingar á framhaldsskólunum, auka samkeppni, tryggja framfarir og lækkun rekstrarkostnaðar. Auk þeirra atriða sem ég nefndi í fyrstu og annarri grein um breytingar sem gera þarf á nýrri námskrá, þarf að skilgreina hlutverk og starfskröfur kennara að nýju. Störf kennara verða nú að taka mið af breytingum í starfi sem koma til með tækninýjungum sem sjálfsagt er að taka upp í allri kennslu og felast m.a. í notkun nýjustu kennslustofuforrita. Þessi forrit munu einfalda námsvinnu nemenda, auka afköst þeirra og gera þá sjálfstæðari í vinnubrögðum. Jafnframt einfalda þessi forrit hlutverk kennara. Með nýtingu forritanna er auðveldara en fyrr að fylgjast með framförum hjá nemendum og sjá ef nemendur stranda í námsverkefnum. Þessi nýju forrit draga úr þörf á prófum eða gera þau óþörf með öllu. Jafnframt opna þessi forrit möguleika fyrir duglega nemendur til að auka námsafköst sín með því að ljúka einstökum námsáföngum á mun skemmri tíma en verið hefur. Ég nefndi áður að kröftuga samkeppni á milli framhaldsskóla vantaði. Mikilvægt er að ný námskrá opni betur á samkeppni á milli skóla og hvetji jafnframt til aðkomu nýrra skóla. Nú sjáum við að Hjallastefnan er að hasla sér völl í Skotlandi. Yfirvöld þar virðast ætla að taka vel á móti þessum íslensku víkingum, í það minnsta heyrist ekkert um mótmæli þarlendra vegna „innrásarinnar.“ Með sama hætti eigum við Íslendingar að taka fagnandi á móti nýjum aðilum með nýjar hugmyndir í íslenskan skólarekstur, fari svo að einhverjir sýni skólastarfi hér áhuga. Til þess að opna á möguleika nýrra aðila til að koma að skólarekstri er eðlilegt að byrja á því að bjóða út þjónustusamninga ríkisins við einkarekna framhaldsskóla þ.m.t. Menntaskóla Borgarfjarðar, Tækniskólann, Verzlunarskóla Íslands, Menntaskóla í tónlist og IB námið við Menntaskólann í Hamrahlíð. Fari það þannig að útboð á þessum rekstri verði ekki ofan á er önnur einfaldari leið til sem mun hvetja hratt og örugglega til framfara í öllum framhaldsskólum. Sú leið er að taka upp „ávísanakerfi“ sem felst í því að nemendur velja sér skóla að eigin ósk en ríkið greiðir með þeim eftir fyrir fram ákveðnu módeli sem þegar er til í menntamálaráðuneytinu. Þessi aðferð mun ekki aðeins hvetja til frumkvæðis í skólastarfi með aukinni samkeppni heldur einnig bæta fjárhagslegan rekstur framhaldsskólanna. Til slíks er svigrúm nú. Mér er auðvitað ljóst að hugrenningar mínar hér að framan um nauðsynlegar breytingar á framhaldsskólanum eru ekki öllum að skapi. Hér er ástæða að hafa í huga að allar róttækar breytingar eru umdeildar. Nægir hér að minna á að aðeins eru nokkur ár síðan talið var fráleitt að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum. Síðan gerðist það að einn skóli, að fenginni heimild ráðherra, tók sig til og bauð hnitmiðað nám til stúdentsprófs á tveimur árum. Fyrir ríkið var námið að auki ódýrara en í öðrum skólum. Eftir að það gekk farsællega varð flestum ljóst að stytting náms til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú ár var sjálfsögð og í raun mjög einföld breyting. Hið sama mun gerast með þær róttæku breytingar sem nú verða að eiga sér stað á framhaldsskólunum. Fáum árum eftir að gefið verður „grænt ljós“ á að hrinda þeim í framkvæmd verða þær breytingar taldar jafn sjálfsagðar og stytting framhaldsskólans. Framhaldsskólinn er á krossgötum. Breytingar þola ekki bið. Mikilvægt er að yfirvöld sýni framsýni og leiði strax nauðsynlegar kerfisbreytingar til að tryggja framfarir á þessu skólastigi. Höfundur er skólastjóri.
Framhaldsskóli á krossgötum – annar hluti Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er handbók um skólastarf í framhaldsskólum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um tilgang og starfshætti skólanna. 11. mars 2020 08:00
Framhaldsskóli á krossgötum – fyrsti hluti Umræða um framhaldsskólann hefur ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu þótt þar bíði umfangsmiklar breytingar sem hrinda þarf í framkvæmd. 10. mars 2020 08:00
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun