„Minn versti veikleiki hvað ég er langt frá því að vera strangur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. maí 2020 11:32 Magnús Geir tók við sem Þjóðleikhússtjóri seint á síðasta ári. Hann var leikstjóri Leikfélags Akureyrar, Borgarleikhússins, útvarpsstjóri og nú Þjóðleikhússins. Hann hefur verið farsæll, vinsæll og duglegur en hver skyldi hann vera þegar heim er komið með fullt hús af börnum í vesturbæ Reykjavíkur. Sindri Sindrason tók morgunbollann með Magnúsi Geir Þórðarsyni og fékk að kynnast honum betur í Íslandi í dag á föstudagskvöldið á Stöð 2. Magnús Geir lærði leikstjórn í Bretlandi strax eftir menntaskólaárin í MR. „Ég byrjaði síðan að leikstýra og svo tók eitt við af öðru. Svo fór ég að færa mig yfir í að stýra framleiðslu og svo leikhúsum,“ segir Magnús sem fór á sínum tíma til Akureyrar og stýrði Leikfélagi Akureyrar í fjögur ár frá 2004-2008. „Það var mikið ævintýri með rosalega þéttum hóp og það var mikið flug á leikfélaginu á þeim tíma. Við settum upp margar mjög flottar og sterkar sýningar.“ Stórt en eðlilegt stökk Árið 2008 bauðst honum að taka við sem leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. „Það var stórt stökk en svona eðlilegt samt sem áður og þar hófst annað mjög skemmtilegt tímabil,“ segir Magnús sem var í starfinu í sjö ár, í draumastarfinu en honum finnst að stjórnendur eigi ekki að vera of lengi í sama starfinu. Því næst tók hann við sem útvarpsstjóri og þaðan lá leiðin í Þjóðleikhúsið. „Ég hef verið í leikhúsi allt mitt líf og er leikhúsmaður fyrst og fremst. Sú ástríðan hvarf ekkert þó að ég hafi verið í gríðarlega skemmtilegu starfi hjá RÚV. Ég var búinn að vera þar í sex ár og búinn að klára flest þau verkefni sem ég sá fyrir mér. Síðan opnast þessi möguleiki og ég sló til og er afskaplega glaður.“ Aðspurðir hvernig faðir hann er svarar Magnús. „Ég er ekki strangur. Held að það sé minn versti veikleiki hvað ég er langt frá því að vera strangur. Ég er fyrst og fremst frekar glaður pabbi og nýt þess mjög að eiga börn og fjölskyldu og vera með þeim.“ Hér að neðan má sjá morgunstund með Magnúsi Geir. Menning Leikhús Ísland í dag Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Hann var leikstjóri Leikfélags Akureyrar, Borgarleikhússins, útvarpsstjóri og nú Þjóðleikhússins. Hann hefur verið farsæll, vinsæll og duglegur en hver skyldi hann vera þegar heim er komið með fullt hús af börnum í vesturbæ Reykjavíkur. Sindri Sindrason tók morgunbollann með Magnúsi Geir Þórðarsyni og fékk að kynnast honum betur í Íslandi í dag á föstudagskvöldið á Stöð 2. Magnús Geir lærði leikstjórn í Bretlandi strax eftir menntaskólaárin í MR. „Ég byrjaði síðan að leikstýra og svo tók eitt við af öðru. Svo fór ég að færa mig yfir í að stýra framleiðslu og svo leikhúsum,“ segir Magnús sem fór á sínum tíma til Akureyrar og stýrði Leikfélagi Akureyrar í fjögur ár frá 2004-2008. „Það var mikið ævintýri með rosalega þéttum hóp og það var mikið flug á leikfélaginu á þeim tíma. Við settum upp margar mjög flottar og sterkar sýningar.“ Stórt en eðlilegt stökk Árið 2008 bauðst honum að taka við sem leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. „Það var stórt stökk en svona eðlilegt samt sem áður og þar hófst annað mjög skemmtilegt tímabil,“ segir Magnús sem var í starfinu í sjö ár, í draumastarfinu en honum finnst að stjórnendur eigi ekki að vera of lengi í sama starfinu. Því næst tók hann við sem útvarpsstjóri og þaðan lá leiðin í Þjóðleikhúsið. „Ég hef verið í leikhúsi allt mitt líf og er leikhúsmaður fyrst og fremst. Sú ástríðan hvarf ekkert þó að ég hafi verið í gríðarlega skemmtilegu starfi hjá RÚV. Ég var búinn að vera þar í sex ár og búinn að klára flest þau verkefni sem ég sá fyrir mér. Síðan opnast þessi möguleiki og ég sló til og er afskaplega glaður.“ Aðspurðir hvernig faðir hann er svarar Magnús. „Ég er ekki strangur. Held að það sé minn versti veikleiki hvað ég er langt frá því að vera strangur. Ég er fyrst og fremst frekar glaður pabbi og nýt þess mjög að eiga börn og fjölskyldu og vera með þeim.“ Hér að neðan má sjá morgunstund með Magnúsi Geir.
Menning Leikhús Ísland í dag Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira