Guðbjörg Heiða og Anna Kristín koma inn í framkvæmdastjórn Marels Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2020 10:38 Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir og Anna Kristín Pálsdóttir koma nýjar inn í framkvæmdastjórn Marels. aðsend Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið skipuð framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel en hún gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra Marels á Íslandi. Þá hefur Anna Kristín Pálsdóttir verið skipuð framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá Marel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem greint er frá breytingum á skipulagi og framkvæmdastjórn félagsins. Það fækkar í framkvæmdastjórn úr tólf í níu og þá koma þær Guðbjörg Heiða og Anna Kristín nýjar inn í stjórnina. Að því er segir í tilkynningunni er markmið breytinganna að auka skilvirkni og fjölbreytni og skerpa á markaðssókn. Í tilkynningu Marels segir um þær Guðbjörgu og Önnu Kristínu: • Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið skipuð framkvæmdastjóri fiskiðnaðar Marel (e. Executive Vice President Marel Fish) Guðbjörg tekur við starfinu af Sigurði Ólasyni sem nú kveður Marel. Guðbjörg Heiða gekk til liðs við Marel árið 2011 og hefur síðustu ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra Marel á Íslandi. Áður leiddi hún vöruþróunarteymi félagsins á Íslandi og í Bretlandi. Guðbjörg hefur sýnt mikla leiðtogahæfileika í að stýra stefnumarkandi nýsköpunarverkefnum hjá Marel t.d. FleXicut lausninni sem er að umbylta fiskvinnslu á heimsvísu. • Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar (e. Executive Vice President Innovation). Anna Kristín tekur við starfinu af Viðari Erlingssyni sem nú tekur við nýju hlutverki hjá Marel. Anna Kristín gekk til liðs við Marel árið 2015 og hefur hún hlotið hraðan framgang og gegnt ýmsum leiðtogastöðum í vöruþróun. Anna Kristín hefur náð miklum árangi í að leiða saman þverfagleg teymi sem hafa þróað stefnumarkandi lausnir fyrir markað. Þá eru gerðar frekar breytingar á skipulagi og sameiningu sviða til að einfalda og skerpa á ábyrgð að því er segir í tilkynningu. Þær breytingar eru eftirfarandi: • Ulrika Lindberg, framkvæmdastjóri alþjóðamarkaða og þjónustu (e. Executive Vice President Global Markets and Service), mun leiða sameinað svið alþjóðamarkaða og alþjóðlegrar þjónustu. Einar Einarsson, sem áður gegndi stöðu framkvæmdastjóra alþjóðamarkaða lætur af störfum sem framkvæmdastjóri og stígur úr framkvæmdastjórn. Hann mun taka við sínu fyrra starfi sem framkvæmdastjóri Marel í Bandaríkjunum. Einar hefur undanfarin tvö ár í starfi sínu sem framkvæmdastjóri alþjóðamarkaða náð miklum árangri við að innleiða nýtt skipulag og forystu í S-Ameríku og Kína, en nýtt skipulag verður jafnframt innleitt á öðrum markaðssvæðum Marel. Aukin áhersla er á þjónustu við lykilviðskiptavini í gegnum allan líftíma tækjabúnaðar. Stefnt er að aukinni fjárfestingu í framlínu félagsins í sölu og þjónustu til viðskiptavina til að styðja við frekari vöxt í sölu, sem og hagræðingu í framleiðslu og stoðsviðum. • Árni Sigurðsson verður framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga (e. Chief Strategy Officer and EVP Strategic Business Units). Stefnumarkandi rekstrareiningar Marel ná yfir hugbúnað, frekari vinnslu (e. Secondary Processing) og tilbúin matvæli (e. Prepared Foods). Marel fjárfestir á þessum sviðum til að styðja við og auka vöxt í gegnum þrjá iðnaði Marel; kjúkling, kjöt og fisk. Jesper Hjortshøj sem áður gegndi stöðu framkvæmdastjóra fullvinnslu (e. EVP Further Processing) stígur úr framkvæmdastjórn og verður yfirmaður tilbúinna matvæla, sem áður kallaðist fullvinnsla (e. Further Processing), þar sem stefnt verður að frekari vexti á ýmsum mörkuðum, meðal annars fyrir óhefðbundin prótein og ferskar neytendavörur. • Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri, tekur nú við framkvæmdastjórn mannauðsmála til viðbótar við fjármál og upplýsingatækni. Davíð Freyr Oddsson sem áður gegndi stöðu framkvæmdastjóra mannauðsmála (e. EVP of Human Resources) fer úr framkvæmdastjórn en mun áfram bera ábyrgð á mannauðsmálum félagsins sem yfirmaður mannauðs og menningar (e. People and Culture) og mun heyra undir Lindu Jónsdóttur fjármálastjóra. Haft er eftir Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra Marel, að minni framkvæmdastjórn og skýrari skipting starfssviða sé fyrsta skrefið í átt að einfaldara og skilvirkara skipulagi hjá fyrirtækinu. „Þessar breytingar munu skerpa á áherslum okkar um öfluga markaðssókn, stytta þróunartíma og markaðssetningu á nýjum hátæknilausnum og draga úr kostnaði. Ég vil þakka þeim sem frá eru að hverfa úr framkvæmdastjórn fyrir mikilvægt framlag sitt til Marel í gegnum árin og óska þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi. Við bjóðum Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur og Önnu Kristínu Pálsdóttur velkomnar í framkvæmdastjórn Marel. Þær hafa báðar sýnt framúrskarandi leiðtogahæfileika í fyrri störfum sínum innan Marel. Fjölbreytt og reynslumikil framkvæmdastjórn félagsins er vel í stakk búin til að leiða Marel á þeirri vegferð að umbylta matvælavinnslu,“ segir Árni Oddur. Sjávarútvegur Vistaskipti Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið skipuð framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel en hún gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra Marels á Íslandi. Þá hefur Anna Kristín Pálsdóttir verið skipuð framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá Marel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem greint er frá breytingum á skipulagi og framkvæmdastjórn félagsins. Það fækkar í framkvæmdastjórn úr tólf í níu og þá koma þær Guðbjörg Heiða og Anna Kristín nýjar inn í stjórnina. Að því er segir í tilkynningunni er markmið breytinganna að auka skilvirkni og fjölbreytni og skerpa á markaðssókn. Í tilkynningu Marels segir um þær Guðbjörgu og Önnu Kristínu: • Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið skipuð framkvæmdastjóri fiskiðnaðar Marel (e. Executive Vice President Marel Fish) Guðbjörg tekur við starfinu af Sigurði Ólasyni sem nú kveður Marel. Guðbjörg Heiða gekk til liðs við Marel árið 2011 og hefur síðustu ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra Marel á Íslandi. Áður leiddi hún vöruþróunarteymi félagsins á Íslandi og í Bretlandi. Guðbjörg hefur sýnt mikla leiðtogahæfileika í að stýra stefnumarkandi nýsköpunarverkefnum hjá Marel t.d. FleXicut lausninni sem er að umbylta fiskvinnslu á heimsvísu. • Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar (e. Executive Vice President Innovation). Anna Kristín tekur við starfinu af Viðari Erlingssyni sem nú tekur við nýju hlutverki hjá Marel. Anna Kristín gekk til liðs við Marel árið 2015 og hefur hún hlotið hraðan framgang og gegnt ýmsum leiðtogastöðum í vöruþróun. Anna Kristín hefur náð miklum árangi í að leiða saman þverfagleg teymi sem hafa þróað stefnumarkandi lausnir fyrir markað. Þá eru gerðar frekar breytingar á skipulagi og sameiningu sviða til að einfalda og skerpa á ábyrgð að því er segir í tilkynningu. Þær breytingar eru eftirfarandi: • Ulrika Lindberg, framkvæmdastjóri alþjóðamarkaða og þjónustu (e. Executive Vice President Global Markets and Service), mun leiða sameinað svið alþjóðamarkaða og alþjóðlegrar þjónustu. Einar Einarsson, sem áður gegndi stöðu framkvæmdastjóra alþjóðamarkaða lætur af störfum sem framkvæmdastjóri og stígur úr framkvæmdastjórn. Hann mun taka við sínu fyrra starfi sem framkvæmdastjóri Marel í Bandaríkjunum. Einar hefur undanfarin tvö ár í starfi sínu sem framkvæmdastjóri alþjóðamarkaða náð miklum árangri við að innleiða nýtt skipulag og forystu í S-Ameríku og Kína, en nýtt skipulag verður jafnframt innleitt á öðrum markaðssvæðum Marel. Aukin áhersla er á þjónustu við lykilviðskiptavini í gegnum allan líftíma tækjabúnaðar. Stefnt er að aukinni fjárfestingu í framlínu félagsins í sölu og þjónustu til viðskiptavina til að styðja við frekari vöxt í sölu, sem og hagræðingu í framleiðslu og stoðsviðum. • Árni Sigurðsson verður framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga (e. Chief Strategy Officer and EVP Strategic Business Units). Stefnumarkandi rekstrareiningar Marel ná yfir hugbúnað, frekari vinnslu (e. Secondary Processing) og tilbúin matvæli (e. Prepared Foods). Marel fjárfestir á þessum sviðum til að styðja við og auka vöxt í gegnum þrjá iðnaði Marel; kjúkling, kjöt og fisk. Jesper Hjortshøj sem áður gegndi stöðu framkvæmdastjóra fullvinnslu (e. EVP Further Processing) stígur úr framkvæmdastjórn og verður yfirmaður tilbúinna matvæla, sem áður kallaðist fullvinnsla (e. Further Processing), þar sem stefnt verður að frekari vexti á ýmsum mörkuðum, meðal annars fyrir óhefðbundin prótein og ferskar neytendavörur. • Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri, tekur nú við framkvæmdastjórn mannauðsmála til viðbótar við fjármál og upplýsingatækni. Davíð Freyr Oddsson sem áður gegndi stöðu framkvæmdastjóra mannauðsmála (e. EVP of Human Resources) fer úr framkvæmdastjórn en mun áfram bera ábyrgð á mannauðsmálum félagsins sem yfirmaður mannauðs og menningar (e. People and Culture) og mun heyra undir Lindu Jónsdóttur fjármálastjóra. Haft er eftir Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra Marel, að minni framkvæmdastjórn og skýrari skipting starfssviða sé fyrsta skrefið í átt að einfaldara og skilvirkara skipulagi hjá fyrirtækinu. „Þessar breytingar munu skerpa á áherslum okkar um öfluga markaðssókn, stytta þróunartíma og markaðssetningu á nýjum hátæknilausnum og draga úr kostnaði. Ég vil þakka þeim sem frá eru að hverfa úr framkvæmdastjórn fyrir mikilvægt framlag sitt til Marel í gegnum árin og óska þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi. Við bjóðum Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur og Önnu Kristínu Pálsdóttur velkomnar í framkvæmdastjórn Marel. Þær hafa báðar sýnt framúrskarandi leiðtogahæfileika í fyrri störfum sínum innan Marel. Fjölbreytt og reynslumikil framkvæmdastjórn félagsins er vel í stakk búin til að leiða Marel á þeirri vegferð að umbylta matvælavinnslu,“ segir Árni Oddur.
Sjávarútvegur Vistaskipti Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira