Kveikt í tveimur flóttamannamóttökum á Lesbos á viku Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2020 22:58 Eldur var kveiktur í húsæði þar sem flóttafólk hélt til á eyjunni Lesbos. AP/Alexandros Michailidis Búið er að kveikja í tveimur flóttamannamóttökum á grísku eyjunni Lesbos á einni viku. Lesbos er skammt frá ströndum Tyrklands og þar halda nú rúmlega 21 þúsund flóttamenn til. Spenna hefur myndast á milli flóttafólksins og heimamanna. Spenna hefur einnig myndast á milli Grikklands og Tyrklands eftir að Tyrkir ákváðu að hætta að stöðva för flóttafólks til Evrópu. Yfirvöld Tyrklands hafa verið sökuð um að hvetja flóttafólk til að fara til Evrópu og jafnvel um að skutla þeim að landamærum Grikklands. Grikkir hafa sent fjölda lögregluþjóna til landamæranna og hafa þeir verið sakaðir um ofbeldi í garð flóttafólks en til átaka hefur komið á milli þeirra. Grikkir hafa þar að auki sakað tyrkneska lögregluþjóna um að skjóta táragasi yfir landamærin og að grískum lögregluþjónum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kallaði eftir því í gær að Grikkir opnuðu landamæri sín og leyfðu fólkinu að fara í gegnum landið. Þau ætluðu sér ekki að stoppa í Grikklandi. Tyrkir gerðu samkomulag við forsvarsmenn Evrópusambandsins árið 2016, sem fólst í því að Tyrkir héldu flóttafólki þar í landi í skiptum fyrir fúlgur fjár. Það samkomulag er ekki lengur virkt og báðar fylkingar saka hina um að brjóta gegn skilmálum þess. Viðhorf Grikkja til flóttafólks hefur gerbreyst frá árinu 2015 þegar milljónir flóttamanna reyndu að komast til Evrópu. Margir þeirra strönduðu í Grikklandi og hafa einhverjir haldið þar til í langan tíma. Íbúar bæja og borga við landamæri Grikklands og Tyrklands hafa myndað nokkurs konar varðsveitir og verja nóttum í að leita að flóttafólki sem reynir að lauma sér inn í landið. Eitthvað hefur verið um að heimamenn hafi ráðist á hjálparstarfsmenn og blaðamenn og sakað þá um að hjálpa flóttafólki að komast til grísku eyjanna í Eyjahafi, samkvæmt frétt New York Times. Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Búið er að kveikja í tveimur flóttamannamóttökum á grísku eyjunni Lesbos á einni viku. Lesbos er skammt frá ströndum Tyrklands og þar halda nú rúmlega 21 þúsund flóttamenn til. Spenna hefur myndast á milli flóttafólksins og heimamanna. Spenna hefur einnig myndast á milli Grikklands og Tyrklands eftir að Tyrkir ákváðu að hætta að stöðva för flóttafólks til Evrópu. Yfirvöld Tyrklands hafa verið sökuð um að hvetja flóttafólk til að fara til Evrópu og jafnvel um að skutla þeim að landamærum Grikklands. Grikkir hafa sent fjölda lögregluþjóna til landamæranna og hafa þeir verið sakaðir um ofbeldi í garð flóttafólks en til átaka hefur komið á milli þeirra. Grikkir hafa þar að auki sakað tyrkneska lögregluþjóna um að skjóta táragasi yfir landamærin og að grískum lögregluþjónum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kallaði eftir því í gær að Grikkir opnuðu landamæri sín og leyfðu fólkinu að fara í gegnum landið. Þau ætluðu sér ekki að stoppa í Grikklandi. Tyrkir gerðu samkomulag við forsvarsmenn Evrópusambandsins árið 2016, sem fólst í því að Tyrkir héldu flóttafólki þar í landi í skiptum fyrir fúlgur fjár. Það samkomulag er ekki lengur virkt og báðar fylkingar saka hina um að brjóta gegn skilmálum þess. Viðhorf Grikkja til flóttafólks hefur gerbreyst frá árinu 2015 þegar milljónir flóttamanna reyndu að komast til Evrópu. Margir þeirra strönduðu í Grikklandi og hafa einhverjir haldið þar til í langan tíma. Íbúar bæja og borga við landamæri Grikklands og Tyrklands hafa myndað nokkurs konar varðsveitir og verja nóttum í að leita að flóttafólki sem reynir að lauma sér inn í landið. Eitthvað hefur verið um að heimamenn hafi ráðist á hjálparstarfsmenn og blaðamenn og sakað þá um að hjálpa flóttafólki að komast til grísku eyjanna í Eyjahafi, samkvæmt frétt New York Times.
Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21