Framlengja höft í Bretlandi og New York Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. apríl 2020 16:27 Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, greindi frá ákvörðun breskra stjórnvalda nú síðdegis. Peter Summers/Getty Images Ráðamenn í Bretlandi og New York tilkynntu nú síðdegis að núgildandi samkomubönn yrðu framlengd. Utanríkisráðherra Breta segir að þarlendar takmarkanir muni gilda í þrjár vikur til viðbótar en ríkisstjóri New York framlengdi útbreiðsluspornandi aðgerðir ríkisins um mánuð. Dominic Raab sagði þó að vísbendingar væru um að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til í Bretlandi, ekki síst félagsforðun og samkomutakmarkanir, hafi borið árangur. Engu að síður væri það mat ráðgjafa ríkisstjórnarinnar að gögnin væru ófullnægjandi og oft misvísandi, ekki bætti heldur úr skák að á sumum sviðum þjóðlífsins færi smitum fjölgandi. „Okkur hefur ekki tekist að fækka nýsmitum eins og við höfðum vonað,“ sagði Dominic Raab. Allar breytingar sem gerðar yrðu á takmörkununum myndu auka líkurnar á aukinni útbreiðslu, rétt eins og fleiri dauðsföllum. Af þeim sökum teldu stjórnvöld á Bretlandi rétt að framlengja núverandi aðgerðir um þrjár vikur sem fyrr segir. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði að það væri í höndum sérfræðinga að ákveða hvenær hægt væri að aflétta höftum í ríkinu. Ákvörðunin mætti hvorki byggja á stjórnmálalegum hagsmunum eða tilfinningalegum rökum. „Gögn og vísindi. Við erum að tala um mannslíf hérna,“ segir Cuomo. Það væri mat umræddra sérfræðinga að réttast væri að framlengja núgildandi samkomuhamlanir í ríkinu, sem hefur orðið verst úti í Bandaríkjunum. Þær munu því gilda til 15. maí hið minnsta. Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Ráðamenn í Bretlandi og New York tilkynntu nú síðdegis að núgildandi samkomubönn yrðu framlengd. Utanríkisráðherra Breta segir að þarlendar takmarkanir muni gilda í þrjár vikur til viðbótar en ríkisstjóri New York framlengdi útbreiðsluspornandi aðgerðir ríkisins um mánuð. Dominic Raab sagði þó að vísbendingar væru um að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til í Bretlandi, ekki síst félagsforðun og samkomutakmarkanir, hafi borið árangur. Engu að síður væri það mat ráðgjafa ríkisstjórnarinnar að gögnin væru ófullnægjandi og oft misvísandi, ekki bætti heldur úr skák að á sumum sviðum þjóðlífsins færi smitum fjölgandi. „Okkur hefur ekki tekist að fækka nýsmitum eins og við höfðum vonað,“ sagði Dominic Raab. Allar breytingar sem gerðar yrðu á takmörkununum myndu auka líkurnar á aukinni útbreiðslu, rétt eins og fleiri dauðsföllum. Af þeim sökum teldu stjórnvöld á Bretlandi rétt að framlengja núverandi aðgerðir um þrjár vikur sem fyrr segir. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði að það væri í höndum sérfræðinga að ákveða hvenær hægt væri að aflétta höftum í ríkinu. Ákvörðunin mætti hvorki byggja á stjórnmálalegum hagsmunum eða tilfinningalegum rökum. „Gögn og vísindi. Við erum að tala um mannslíf hérna,“ segir Cuomo. Það væri mat umræddra sérfræðinga að réttast væri að framlengja núgildandi samkomuhamlanir í ríkinu, sem hefur orðið verst úti í Bandaríkjunum. Þær munu því gilda til 15. maí hið minnsta.
Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira