Sigurður Gunnar á í launadeilu við ÍR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2020 16:08 Sigurður fór með ÍR alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Vísir/Vilhelm Eins og fram kom í morgun hefur ÍR rift samningi körfuboltamannsins Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar við félagið. Í Sportinu í dag sagði hann farir sínar ekki alveg sléttar af samskiptum við stjórnarmenn ÍR og hefur staðið í stappi við þá vegna launamála. Sigurður lék með ÍR tímabilið 2018-19 og kom svo aftur til liðsins síðasta haust eftir stutt stopp í Frakklandi. Hann sleit hins vegar krossband í hné í fyrsta leik sínum með ÍR og lék ekki meira með í vetur. „Þetta var alveg í deiglunni og kom ekki á óvart,“ sagði Sigurður aðspurður hvort ákvörðun ÍR að segja samningi hans upp hefði komið flatt upp á hann. Ísfirðingurinn gerði tveggja ára samning við ÍR en í honum var uppsagnarákvæði eftir tímabilið sem Breiðhyltingar nýttu sér. Eftir að Sigurður meiddist deildi hann við stjórnarmenn ÍR um launamál. „Það kom ágreiningur um hvort greiða ætti mér laun á meiðslatímabilinu,“ sagði Sigurður. En fékk hann greidd laun á síðasta tímabili? „Já, að einhverju marki,“ svaraði Sigurður sem vonast til að fá þau laun sem hann á inni hjá félaginu greidd. Sigurður, sem er 31 árs, segir að nokkur lið hafi þegar haft samband við sig. Auk ÍR hefur hann leikið með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari með Keflavík og tvisvar sinnum með Grindavík. Miðherjinn öflugi segir að endurhæfingin hafi gengið vel og býst við því að verða klár fyrir næsta tímabil. Klippa: Sportið í dag - Sigurður Gunnar um viðskilnaðinn við ÍR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Subway-deild karla Sportið í dag ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Tengdar fréttir ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Eins og fram kom í morgun hefur ÍR rift samningi körfuboltamannsins Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar við félagið. Í Sportinu í dag sagði hann farir sínar ekki alveg sléttar af samskiptum við stjórnarmenn ÍR og hefur staðið í stappi við þá vegna launamála. Sigurður lék með ÍR tímabilið 2018-19 og kom svo aftur til liðsins síðasta haust eftir stutt stopp í Frakklandi. Hann sleit hins vegar krossband í hné í fyrsta leik sínum með ÍR og lék ekki meira með í vetur. „Þetta var alveg í deiglunni og kom ekki á óvart,“ sagði Sigurður aðspurður hvort ákvörðun ÍR að segja samningi hans upp hefði komið flatt upp á hann. Ísfirðingurinn gerði tveggja ára samning við ÍR en í honum var uppsagnarákvæði eftir tímabilið sem Breiðhyltingar nýttu sér. Eftir að Sigurður meiddist deildi hann við stjórnarmenn ÍR um launamál. „Það kom ágreiningur um hvort greiða ætti mér laun á meiðslatímabilinu,“ sagði Sigurður. En fékk hann greidd laun á síðasta tímabili? „Já, að einhverju marki,“ svaraði Sigurður sem vonast til að fá þau laun sem hann á inni hjá félaginu greidd. Sigurður, sem er 31 árs, segir að nokkur lið hafi þegar haft samband við sig. Auk ÍR hefur hann leikið með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari með Keflavík og tvisvar sinnum með Grindavík. Miðherjinn öflugi segir að endurhæfingin hafi gengið vel og býst við því að verða klár fyrir næsta tímabil. Klippa: Sportið í dag - Sigurður Gunnar um viðskilnaðinn við ÍR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Subway-deild karla Sportið í dag ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Tengdar fréttir ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01