Skoða tæki sem ræður við 4.000 veirupróf á dag: Kostnaðurinn við hvert próf lægri en 27.400 krónur Birgir Olgeirsson skrifar 16. maí 2020 12:43 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans Arnar Halldórsson Talið er að veiruprófin á Keflavíkurflugvelli verði mun ódýrari en sá kostnaður sem Landspítalinn hefur hingað til lagt á slík próf, sem eru rúmar 27 þúsund krónur. Til skoðunar er að kaupa tækjabúnað sem ræður við 4000 próf á dag. Verkefnahópurinn, sem sér um að útfæra skimanir fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, hefur níu daga til að skila niðurstöðum sínum. Einn af þeim sem sér um að greina hvort verkefnið sé gerlegt er Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Háskóla Íslands. Samkvæmt skipunarbréfi ráðherra er miðast við að afköst verði eitt þúsund sýni á dag. „Ef það eru þúsund sýni á dag þá skiptir máli hvort við erum að fá mikið af öðrum sýnum. Við erum stöðugt að greina veirusýkingar almennt í sjúklingum á landinu. Þannig að við höfum afkastagetu upp að 1.200 sýnum á dag. Þá er mjög mikið álag á starfsmennina. Við erum að panta tækjaróbot til að auðvelda úrvinnslu sýnanna sem ætti að koma vonandi fljótlega,“ segir Karl. Þessi tækjaróbot getur afkastað 4.000 sýnum á dag. Samkeppnin um tækjakaup er þó mikil og ákveðin bið eftir að fá þau. Kostnaðurinn hefur verið 27.400 krónur Ráðherra hefur mælst til að kostnaður við hvert próf verði ekki hærri en 50 þúsund krónur. Fréttastofa fékk svar frá Landspítalanum fyrr í vetur um kostnað við hvert próf vegna kórónuveirunnar. Kostnaðurinn er 27.400 krónur. Karl telur að kostnaðurinn við prófin á landamærunum verði lægri. „Það er það sem við erum að vinna í núna. Það er að kostnaðargreina þessa rannsókn. Þessi tala, 27 þúsund, hún byggist á aðeins öðrum aðferðum og er verið að endurskoða þá tölu. Í þeirri rannsókn er ekki bara verið að skoða eina veiru, heldur öndunarfæraveirur almennt og er þess vegna dýrara. Þetta er dálítið öðruvísi ef við erum bara að einblína á kórónuveiruna. Þess vegna þurfum við að meta kostnaðinn upp á nýtt. Það er mjög líklegt að kostnaðurinn verði lægri en 27 þúsund krónur,“ segir Karl. Niðurstaða fengist á þremur og hálfum tíma Í Vínarborg eru ferðamenn látnir borga 190 evrur, sem nemur tæpum 30 þúsund krónum, fyrir próf sem tekur um þrjá tíma að fá niðurstöðu úr. Tækjabúnaðurinn sem veirufræðideildin hefur skoðað myndi skila niðurstöðu á þremur og hálfum tíma. „Þetta fer mikið eftir því hvaða próf er verið að gera. Í þessum afkastamikla tækjabúnaði sem við höfum verið að skoða, sem afkastar fjögur þúsund sýnum, þar tekur vinnslan í tækinu þrjá og hálfan tíma. Það eru til próf sem eru fljótvirkari en ekki eins afkastamikil. Það eru próf til dæmis sem er hægt að gera á staðnum sem eru komin á markað í Bandaríkjunum þar sem það tekur ekki nema 5 mínútur að greina jákvætt sýni en 15 mínútur neikvætt. Sá tækjabúnaður tekur aðeins eitt sýni í einu. Hann er því miður aðeins fáanlegur í Bandaríkjunum. Það þarf að skoða bæði afköstin og tímann. Það er mikið mál að fara yfir þetta og skoða kosti og galla hverrar aðferðar fyrir sig og hvað er raunhæft að fá á þessum stutta tíma sem við höfum til stefnu,“ segir Karl. Skoða áhættuna af veiruprófunum Fyrr í vetur vöruðu heilbrigðisyfirvöld hér á landi við því að falskt öryggi gæti falist í neikvæðu kórónuveiruprófi, það er að segja ef veirupróf leiðir í ljós að viðkomandi er ekki með kórónuveiruna. Var bent á að veiran hafi þá mögulega ekki fjölgað sér nægjanlega svo prófin gætu greint hana. Þess vegna þurftu margir að sæta tveggja vikna sóttkví þó þeir hefðu fengið neikvætt úr prófinu. Spurður hvort það sé óhætt að hleypta ferðamönnum hingað til lands á grundvelli slíks prófs segir Karl það í skoðun hjá starfshópnum. „Það er verið að gera áhættumat á Landspítalanum með tilliti til þessa. Auðvitað er öruggast að hleypa engum inn í landið en það er ekki raunhæft heldur. Við erum að reyna að fara þarna besta meðalveginn, þannig að við ráðum við þau tilfelli sem myndu koma. Þetta er tilraun sem á að meta árangurinn af. Ég held að það verði að skoða og meta áhættuna af því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Talið er að veiruprófin á Keflavíkurflugvelli verði mun ódýrari en sá kostnaður sem Landspítalinn hefur hingað til lagt á slík próf, sem eru rúmar 27 þúsund krónur. Til skoðunar er að kaupa tækjabúnað sem ræður við 4000 próf á dag. Verkefnahópurinn, sem sér um að útfæra skimanir fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, hefur níu daga til að skila niðurstöðum sínum. Einn af þeim sem sér um að greina hvort verkefnið sé gerlegt er Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Háskóla Íslands. Samkvæmt skipunarbréfi ráðherra er miðast við að afköst verði eitt þúsund sýni á dag. „Ef það eru þúsund sýni á dag þá skiptir máli hvort við erum að fá mikið af öðrum sýnum. Við erum stöðugt að greina veirusýkingar almennt í sjúklingum á landinu. Þannig að við höfum afkastagetu upp að 1.200 sýnum á dag. Þá er mjög mikið álag á starfsmennina. Við erum að panta tækjaróbot til að auðvelda úrvinnslu sýnanna sem ætti að koma vonandi fljótlega,“ segir Karl. Þessi tækjaróbot getur afkastað 4.000 sýnum á dag. Samkeppnin um tækjakaup er þó mikil og ákveðin bið eftir að fá þau. Kostnaðurinn hefur verið 27.400 krónur Ráðherra hefur mælst til að kostnaður við hvert próf verði ekki hærri en 50 þúsund krónur. Fréttastofa fékk svar frá Landspítalanum fyrr í vetur um kostnað við hvert próf vegna kórónuveirunnar. Kostnaðurinn er 27.400 krónur. Karl telur að kostnaðurinn við prófin á landamærunum verði lægri. „Það er það sem við erum að vinna í núna. Það er að kostnaðargreina þessa rannsókn. Þessi tala, 27 þúsund, hún byggist á aðeins öðrum aðferðum og er verið að endurskoða þá tölu. Í þeirri rannsókn er ekki bara verið að skoða eina veiru, heldur öndunarfæraveirur almennt og er þess vegna dýrara. Þetta er dálítið öðruvísi ef við erum bara að einblína á kórónuveiruna. Þess vegna þurfum við að meta kostnaðinn upp á nýtt. Það er mjög líklegt að kostnaðurinn verði lægri en 27 þúsund krónur,“ segir Karl. Niðurstaða fengist á þremur og hálfum tíma Í Vínarborg eru ferðamenn látnir borga 190 evrur, sem nemur tæpum 30 þúsund krónum, fyrir próf sem tekur um þrjá tíma að fá niðurstöðu úr. Tækjabúnaðurinn sem veirufræðideildin hefur skoðað myndi skila niðurstöðu á þremur og hálfum tíma. „Þetta fer mikið eftir því hvaða próf er verið að gera. Í þessum afkastamikla tækjabúnaði sem við höfum verið að skoða, sem afkastar fjögur þúsund sýnum, þar tekur vinnslan í tækinu þrjá og hálfan tíma. Það eru til próf sem eru fljótvirkari en ekki eins afkastamikil. Það eru próf til dæmis sem er hægt að gera á staðnum sem eru komin á markað í Bandaríkjunum þar sem það tekur ekki nema 5 mínútur að greina jákvætt sýni en 15 mínútur neikvætt. Sá tækjabúnaður tekur aðeins eitt sýni í einu. Hann er því miður aðeins fáanlegur í Bandaríkjunum. Það þarf að skoða bæði afköstin og tímann. Það er mikið mál að fara yfir þetta og skoða kosti og galla hverrar aðferðar fyrir sig og hvað er raunhæft að fá á þessum stutta tíma sem við höfum til stefnu,“ segir Karl. Skoða áhættuna af veiruprófunum Fyrr í vetur vöruðu heilbrigðisyfirvöld hér á landi við því að falskt öryggi gæti falist í neikvæðu kórónuveiruprófi, það er að segja ef veirupróf leiðir í ljós að viðkomandi er ekki með kórónuveiruna. Var bent á að veiran hafi þá mögulega ekki fjölgað sér nægjanlega svo prófin gætu greint hana. Þess vegna þurftu margir að sæta tveggja vikna sóttkví þó þeir hefðu fengið neikvætt úr prófinu. Spurður hvort það sé óhætt að hleypta ferðamönnum hingað til lands á grundvelli slíks prófs segir Karl það í skoðun hjá starfshópnum. „Það er verið að gera áhættumat á Landspítalanum með tilliti til þessa. Auðvitað er öruggast að hleypa engum inn í landið en það er ekki raunhæft heldur. Við erum að reyna að fara þarna besta meðalveginn, þannig að við ráðum við þau tilfelli sem myndu koma. Þetta er tilraun sem á að meta árangurinn af. Ég held að það verði að skoða og meta áhættuna af því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira